Friday, November 27, 2009

Magga málar..

Fór í málnngabúðina eftir hádegi og er svo búin að vera að mála meira og minna í dag og í kvöld, kemur nú fljótlega að því að ég kíki í bólið.
Maggi er á Íslandi hjá Heiðu og fjölskyldu, náði aðeins í hann á Skype en sambandið var svo sæmt á Selfossi... að ég gafst upp, allavega gott hlóðið í honum. Hann verður þarna á morgun og fer svo til Dagnýjar á sunnudag og svo looooksins til mín á mánudaginn, ekki slæmt eftir tæpar 4 vikur.

Í dag er svokallaður „Black Friday" og virðist allt ganga útá að VERSLA, það eru endalausar auglýsingar frá verslunum í útvarpinu, útsölur, tilboð og allkonar bull. Það var líka sagt frá því að það væri umferðaröngþveiti í kvingum verslunarmiðstöðvarnar í úthverfunum - mikið er ég fegin að þurfa ekki að taka þátt í þessu. Miðborgin var nánast eins og draugaborg í dag, greinilega allir að keppast við að fara í Mallin :-) Líka eins gott að vera inni - það er svoooo kalt hér, var sól, rok og rigning í dag, sá þarna uppi gat greinilega ekki ákveðið sig :-)

Á morgun ætla ég svo að halda áfram að mála, keypti nefnilega nýtt efni i dag sem ég er að prófa og það þarf að þorna í nótt svo ég geti málað yfir...
Svona í gríni set ég inn fyrstu myndina sem ég gerði hér í DC, algjörlega nafnlaus (án titils :-) og engar nánari útskýringar.


Hafið það gott um helgina, ég ætla að gera það
kv Magga

No comments:

Post a Comment