Á leiðinni var alveg hrikalega mikil umferð (á 18. stræti), miklu meiri en venjulega. Það var búið að loka einni hliðargötunni og því mun meiri þungi þarna. Þegar ég kom að lokuðu götunni sá ég að það voru slökkviliðs- og sjúkrabílar um allt og búið að setja stigann upp að einu húsi, greinlega eitthvað í gangi...
Þessi enskutími var ekki nógu öflugur, ég var bara ekki í rétta stuðinu eða kennarinn ekki nógu undirbúinn.... en við fórum svo saman að borða niðri í mötuneytinu, Maggi kom líka og prófaði Sushi með mér... Hann hefur hingað til ekki viljað borða þetta en ég fæ mér þetta oft þarna því það er eina leiðin til að fá Sushi :-) en kannski verður bara breyting á!
Þegar við komum út var búið að girða af götuna, búið að loka henni og slökkviliðsbílar og löggur út um allt.... svona er þetta stundum hér!
Á heimleiðinn kom ég við í verslun sem selur málningu og annað efni fyrir listamenn, keypti mér striga á blindramma, stærri en ég hef verið að mála á (hélt ég) og ætla að nota næstu vikur í að mála... ætlaði í leiðinni að kíkja í íþróttabúð á 19. stræti og ath. verð á fótboltaskóm fyrir Dagnýju. Það var heldur betur harðlæst og allt í bulli í kring. Búið var að loka götunni, löggur og blikkandi bílar út um allt, greinilega búið að rýma húsið við hliðina á búðinni, sem er Vegabréfs afgreiðslan hér. Ég hef ekki hugmynd um hvað var í gangi en þetta var ekki þægileg tilfinning.... Þetta var þriðja skiptið þennan daginn sem ég kom að svona aðstæðum, this is Washington DC to day :-)
Ég komst allavega klakklaust heim, sá þá að striginn sem ég keypti var of lítill, miðað við það sem ég ætlaði að kaupa... hljóp því til baka og skipti og nú er allt tilbúið fyrir málninguna!
Fyrst ég var nú komin í gang þá ákvað ég að klára það af að versla í matinn, það var farið að vanta einhverjar nauðsynavörur... og þá verður maður að redda því.
Þegar ég loksins kom kom til baka með þvílíka þyngd af mat, bjór... og öðrum nauðsynjavörum þá var klukkan orðin 18, ótrúlegt hvernig dagarnir hverfa stundum hér.
Nú er klukkan orðin 19:15 (eða 7:15 pm eins og kanarnir nota!!) og Maggi var að hringja... er á leiðinni heim. Þar fór málningin :-( en ég byrja á morgun... ég þarf nefnilega að vera ein þegar ég mála, þarf pláss og næði...
Í fyrramálið fæ ég iðnaðarmann hingað, einhver sem húseigandinn er með í smáverkefni. Eins gott að vera þá búinn að „sjæna" sig aðeins til svo hann verði ekki hræddur :-)
Bestu kveðjur frá DC - meira síðar
Magga
No comments:
Post a Comment