Tuesday, November 17, 2009

Maggi í Úganda

Maggi sagði mér skemmtilega sögu á Skype í gær. Þeir Akin fóru í orkumálaráðuneytið í Úganda (Kampala) í gær og vildu ráðherra og fleiri sýna þeim slide show af því sem þeir eru að gera. Málið var að það voru bara til þrjár tölvu í ráðuneytinu og allar út útláni... hmmmm Maggi sökk því uppí leigubíl og sótti sína tölvu á hótelið.
Þá var byrjað á slide showinu og tókst að sýna 2 glærur þá fór rafmagnið... í ORKUMÁLA ráðuneytinu! Var því ákveðið að þeir færu allir í leigubíl og inná hótel hjá þeim og endaði það með að þeir kláruðu glærurnar og fundinn inni á hóttelherberginu :-)
Í dag er annar fundur og ætla þeir að halda hann inni á hótelherberginu, líklega mun öruggara en í opinberu byggingunum. Eins og Maggi sagði sjálfur þá myndi hann ekki endilega vilja búa þarna akkúrat núna.

Það kom viðvörun frá World Bank til þeirra um að það væri yfirvofandi hryðjuverkaárás þarna, úff ekki endilega vinalegt. Maggi er hinsvegar sallaraólegur og finnst hann mjög öruggur þarna, vopnaðir verðir á hverju götuhorni og því allt OK, kannski eins gott að haga sér þá vel líka :-)

Hótelið sem hann er á var víst hluti af útrýmingarbúðum Idi Amin - já þetta er svo sannarlega vinalegt umhverfi sem hann er í. Ég get sagt það að ég verð því fegnust þegar hann labbar hér inn um dyrnar og er kominn HEIM. En hinsvegar hefur Maggi verið heppinn hingað til og trúir því að hann sé heppinn - það er aðal málið.

Kv. frá DC, ætla í ræktina
Magga

Fann þessa mynd á netinu - Kampala höfuðborg Úganda

No comments:

Post a Comment