Thursday, November 26, 2009

Fór ekki út úr húsi í dag!

Í dag var einn af þeim fáum dögum sem ég fór ekki út úr húsi, fór ekki í ræktina en hafði nóg að gera.
Svaf til 10 í morgun, sem gerist ekki oft - horfði nefnilega á mynd í gærkvöldi og fór ekki að sofa fyrr en kl. 2... Það var haugur af leiðindarverkefnum sem biðu mín í dag.
Kláraði bókhald imago, launatengd gjöld, gerði vaskinn fyrir desember og búin að skila því inn, á heilar 1.000 kr. inni hjá íslenska ríkinu :-) vá enginn smá gróði það. Svo gerði ég verkefni fyrir fyrir Coaching og sendi önnur verkefni sem ég var búin að lofa. Sendi líka tilboð til Íslands sem ég var bein um, í jólablað á Akureyri... Þetta tók allt sinn tíma og hitaði ég mér svo pastarétt síðan um daginn, sem ég átti í frysti - bara nokkuð góður :-)

Á morgun bíða mín nokkur mail og þá er tossalistinn farinn að minnka allverulega. Þarf líka að fara yfir mail og skjöl sem ég fékk fyrir fund hjá WBFN á þriðjudaginn.

Thanksgiving er hér í USA á morgun, nú er slæmt að hafa ekki sjónvarp því það er örugglega eitthvað um að vera þar... m.a hin árlega skrúðganga Macy's í New York, en ég ætla að ná mér í dagblað og sjá hvort ekki er eitthvað um að vera. Mér skilst að þessi dagur gangi mikið útá þeirra „football" og margir leikir í skólum og hópum. Þetta er víst heljarinnar dagur og mjög mikilvægur hjá fólki hér, kalkúnninn úttroðinn af einhverjum fyllingum og meðlæti af bestu gerð + pumpkin-pie. Verslanir eru fullar af þessum hormóna ofvöxnu skepnum, fyllingum og cranberries þetta og hitt... Þessi hefð er ekki mjög gömul hér, síðan 1941 minnir mig en heldur betur gert mikið úr þessu og verslanir keppast við að auglýsa tilboð - eins alla aðra hátíðsdaga... ég held að ég hafi aldrei upplifað eins mikið af auglýsingamennsku og tilboðum eins og hér, endalausir tilboðsdaga í tilefni af þessu og hinu....

Hér hefur einhver verið að dunda sér við að útbúa hinn fullkomna „Crispy Thanksgiving Turkey :-)"

Kannski get ég fengið mér einhvern Thanksgiving mat á veitingastað á morgun til að fá einhvern smá fíling! Við Maggi vorum búin að plana að gera eitthvað þessa helgi en svo var Íslandið góða tekið framyfir... en þá bara næst :-) Mér skilst líka að það sé hræðilegt að ferðast þessa helgi, flugvellir yfirfullir og í Washington Post í vikunni voru sýndar nokkrar góðar leiðir til að komast hjá umferðatöfum út úr borginni... sennilega ástæða fyrir því :-)

Ég spjallaði við Dagnýju á Skype og náði aðeins í Magga á Skype líka, kl. var 3 um nótt hjá honum og hann að koma heim og ákvað að kveikja rétt aðeins :-) við urðum að hvísla því hann er á vonlausu hóteli í Nairobi (Kenya) eins og hann lýsir þessu, heyrist allt á milli herbergja. Þarna eru einhverjir íslendingar sem fara með sömu vél til Íslands og fór hann með þeim út.
Mér heyrist hann vera orðinn ansi þreyttur eftir 3ja vikna ferð og endalausa fundi, flug og misjöfn hótel, hann sefur sennilega vært í kyrrðinni á Selfossi :-) og nýtur þess að fara í smá afaleik. Svo hittir hann Dagnýju á sunnudaginn og loooooksins fæ ég hann heim á mánudagskvöldið, verð eiginlegag að viðurkenna að ég er farin að sakna hans.... eiginlega nokkuð mikið.

Kl. er að verða 1 og er ég því að hugsa um að hætta þessu núna, koma mér í bólið lesa aðeins og svo zzzzzzzzzzzz

Góða nótt og meira síðar
Magga

No comments:

Post a Comment