Thursday, November 5, 2009

Home alone

Nú er hinn helmingurinn floginn í burtu, a.m.k. í nokkra daga - eða vikur... til Afríku fer hann og er mjög spenntur. Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá honum síðustu daga og stressið í botni við undirbúning ferðarinnar, farseðillinn kom á síðustu stundu eftir breytingar og óvissu um að þetta gengi allt upp, en þetta gekk upp og hann á leiðinni.

Ég er búin að ákveða að nota tímann vel, menningarveisla hjá mér... Ætla að fara á söfn borgarinnar, sjáum til hvað ég næ mörgum. Ég ætla að nota tímann í að mála og mála, er með fullt af hugmyndum og þarf bara að koma þeim á strigann, svo er ýmislegt fleira sem ég ætla að gera og fullt af verkefnum sem ég þarf að skila á næstu viku fyrir Coaching. Ég mætti í fyrsta tímann í dag, við vorum fjórar sem mættum og ein á eftir að koma í viðbót, að vísu erfitt að missa af fyrsta tímanum sem er eiginlega undirstaðan - Elena ætlar að reyna að koma henni inní málin. Það var mjög skemmtilegur punktur sem kom upp í þessum tíma (reyndar margir) og var það að þetta er þvílíkt lúxuslíf sem við lifum hér!!! og það er alveg rétt, forréttindi að getað tekið öll þessu námskeið - frítt og allt annað sem í boði er hér. Það sem var líka forvitnilegt var að maður sá sjálfan sig í hinum, e.k. spegilmynd og það verður gaman að taka á sínum málum og sjá hvernig hinar gera það líka - maður græðir BARA á þessu...

Við byrjuðum á að teikna okkur og hvernig við sjáum okkur sjálfar... það var frábært að þurfa svo að útskýra hvað maður er að meina, setja sér markmið og hvað maður ætlar sér að gera... þetta þarf ég allt að klára og vera meðvituð um hvernig ég hugsa og hvað ég geri, „partur af programmet" :-) Mér líst hrikalega vel á þetta og vonandi er þetta endapunkturinn á því að ég geti ákveðið framhaldið hjá mér - hvað ætla ég að gera t.d. eftir áramót og áfram...

Ég er líka að fara á námskeið í „Networking", það er víst undirstaðan í atvinnuleit hér í landi... svo er enska hjá mér tvisvar í viku. Michele enskukennarinn minn stakk uppá því að við gerðum eitthvað saman, tvær. Við höfum náð skemmtilega saman og líst mér vel á það, hún er þýsk en hefur búið í Bretlandi í mörg ár - með breskan hreim :-) Hún er líka nýlega flutt hingað og þekkir ekki marga. Þetta er allt að koma... Kim er á listanum hjá mér og Lucie, frönsk stelpa með mér í ensku, hefur áhuga á að koma með í hitting - semsagt þrír grafískir hönnuðir :-) Ísland - USA - Frakkland, bara gaman að blanda svona saman og ræða málin yfir kaffibolla... eða bjór :-) Nú svo ætlum við Paula að hittast líka - spennandi umræðuefni hjá okkur síðast, höldum því vonandi áfram og sjáum hvað kemur út úr því.

Í dag kom aðili að kíkja á þvottavélina og þurrkarann, það vantar varahluti svo þetta verður óvirkt í allavega 5 daga... hlýt að lifa það af! Þurrkarinn hefur ekki virkað í viku og þvottavélin er að verða furðuleg, vatnið rétt lekur inná hana og hún í 4-5 tíma að þvo auman 30° þvott. Annars er búið að koma hitanum í lag, það rann ekki inná nema örfáa ofna hér og farið að kólna á kvöldin, hitinn farinn niður í 10° svo það er eins gott að þetta virki :-) Alexandre er að vinna í málunum á fullu og vill allt fyrir okkur gera, enda erum við ekki með nein vandræði hér og leigan borguð á réttum tíma :-)

Ég ætla að reyna að sinna þessu bloggi aðeins betur á næstu vikum og mánuðum, reyna jafnvel að setja einhverjar myndir inn, er búin að vera alltof löt að taka myndir og það er bara ekki nógu gott. Byrja á að setja inn tvær hér... sem ég tók í dag og jú aðra þeirra í gær.

Bestu kveðjur
Magga

Þetta er vinnustaðurinn hans Magga. The main complex eins og aðal byggingin er kölluð, á horni 18. og H street. Undir húsinu er risa mötuneyti með nokkrum veitingastöðum, banki, fundarsalir og heilsugæslustöð... og örugglega eitthvað fleira sem ég veit ekki um :-)
Þetta gler rými fremst, er opið uppí topp og risa gosbrunnur í miðju húsinu! Engin smá bygging, en hisvegar mætti leggja aðeins meira í skrifstofurnar... say no more!

Þessa tók ég af svölunum í dag, sól, rigningarský og regnbogi! Rigningin skellti sér í gang stuttu eftir myndatöku, en bara í smá tíma!

No comments:

Post a Comment