Sullaði málningu á strigan á meðan ég hlustaði, ekki slæm blanda það.
Fór í enskutíma í morgun, borðaði með Michele, Söru og ... man ekki hvað hún heitir. Þær eru allar enskukennarar og ég virðist vera sú eina sem mæti reglulega af nemendunum... Ástæðan núna er sú að ég nenni ekki að elda handa mér einni svo þetta er frábært og auðvitað fínasti aukatími í ensku :-)
Ég hitti Michele svo í fyrramáli, við förum saman á Get together, sem er haldið í heimahúsi nálægt henni. Það eru makar World Bank starfsmanna sem hittast reglulega heima hjá einhverjum og spjalla, hef aldrei mætt á þetta áður en Michele spurði hvort ég vildi fara með henni - auðvitað er ég til í það :-) Þarf að taka Bus hér nálægt og vona svo að ég fari í rétta átt og fari út á réttum stað.. er með leiðbeiningar frá henni, ég lendi alltaf einhvernsstaðar, hef símanúmerið hennar svo ég get alltaf fengið leiðbeiningar ef ég lendi í bulli. Hún er svo búin að bjóða mér í hádegismat heim til sín á eftir, fínt að spjalla aðeins og mér líst mjög vel á hana. Hún er fædd í Þýskalandi en hefur búið í Bretlandi í mörg ár, með breskan hreim... maðurinn hennar er breti og vinnur á sömu hæð og Maggi, fyndin tilviljun :-) Maggi spjallaði við hana um daginn líka þegar hann fékk sér Sushi með mér og við eigum örugglega eftir að hittast aftur, öll saman.
Hún ætlar að halda partý hjá sér í byrjun des. þá er Maggi kominn svo hann kemur með, nemendur + makar. Allir koma með einhvern rétt og hún sér um drykkina...
Fékk fundarboð frá forseta World Bank Family Network áðan, fundur á mánudaginn, veit ekki nákvæmlega hvaða fundur þetta er en virðist vera stjórnin og einhverjir fleiri... spyr Michele á morgun hvað þetta er.... þarf líka að sleppa enskutíma til að mæta :-) En þetta verður sennilega fínasta enskuæfing eins og allir aðrir fundir, námskeið og workshop.
Er að hita mér eina litla sneið af böku, ætla í bólið snemma - lesa eða kíkja á eina DVD...
Meira síðar
Magga
No comments:
Post a Comment