Ég skellti mér í ræktina í morgun og tók bara nokkuð vel á því, vígði nýju buxurnar mínar. Þær gömlu voru orðnar svo gamlar að það var farið að skína í gegnum þær og þurfti ég að vera í öðrum innan undir, alltof heitt.
Iðnaðarmenn voru hér á svölunum í mest allan dag (held ég) og voru að laga svalirnar, ein undirstaðan fyrir þakið (yfir svölunum) var víst farin að fúna innan frá og eins gott að gera við þetta, þakið hefði víst getað fokið í almennilegu roki. Maður hefur nú ekki beint verið að spá í þetta, bara notið þess að sitja þarna í sólinni :-) Það var orðið dimmt þegar ég kom heim svo ég sá þetta ekki almennilega, það er allavega búið að skipta um staurinn og mér sýnist þeir vera búnir að bera á allt tréverkið, ekki veitti af.
Ég skilaði af mér fyrsta verkefninu fyrir Coaching, eiginlega samningur minn við mig, hvað ég ætla að takast á við og hvernig, með tímasetningum... nú er ekki aftur snúið og hellings vinna framundan - BARA SPENNANDI
Tók eftir það góðan hring í dag, labbaði um og fór í útréttingar sem þurfti að klára. Nú er bara að leggjast í gott bað, fá sér að borða og taka rólegt kvöld - opna jafnvel einn öllara og horfa kannski á eina mynd í tölvunni - erum ekki enn búin að fá sjónvarp! Nema ég leggist bara í bólið og haldi áfram að lesa bókina góðu mmmmmmmmm eins gott að vera bara inni í svona kulda :-) segir íslendingurinn!!!
Bestu kveðjur í kuldann!
Magga
SPÁIN:
A FREEZE WARNING REMAINS IN EFFECT FROM 1 AM TO 8 AM EST SATURDAY (semsagt 1-8 um morguninn).
A FREEZE WARNING MEANS SUB-FREEZING TEMPERATURES ARE IMMINENT OR HIGHLY LIKELY. THESE CONDITIONS WILL KILL CROPS AND OTHER SENSITIVE VEGETATION.
No comments:
Post a Comment