Thursday, November 26, 2009

Thanksgiving

Þá rann þessi dagur upp, svaf lengi (las til 2 í gærkvöldi...)... fór svo í ræktina og rakst þar á útsendingu frá skrúðgöngu Macy's í New York, á einni sjónvarpsstöðinni, æi ekki endilega spennandi... allt svo gervilegt og plastlegt - auðvitað STÓRT og amerískt :-) Þá veit ég það og fer þá frekar á almennilegt Carnival til Brasilíu einhverntíman... og sé almennilega heimatilbúna, skrautlega og ekta vagna :-) Þetta er alveg eins á ferðamannastöðum hér, allt tilbúið, lækir og gosbrunnar með grænu, bláu eða fjólubláu vatni... frekar gervilegt og EKKERT náttúrulegt :-( Klettar steyptir og málaðir og frekar „sorglegt" eins og einhver myndi segja!

Á leiðinni heim keypti ég Washington Post til að ath. hvort eitthvað væri um að vera í dag - EKKERT þar.
Eftir heita sturtu og fínan morgunmat ákvað ég samt að fara aðeins út að rölta og sjá hvort ég rækist á eitthvað hér í nágrenninu, fór niður 18. stræti - EKKERT í gangi, einstaka bílar og fólk á ferð, sennilega svona afgangslið eins og ég sem er eitt heima og hefur EKKERT annað að gera en að athuga hvort sé eitthvað um að vera :-)
Jú nokkrir spariklkæddir á leið í veislu. Ég tók því hægri beygju inní K stræti og upp 19. stræti til baka. Allt var lokað m.a.s. kaffihúsið eeeeeen það var ein bókabúð opin svo ég ákvað að kíkja þangað inn og fletta bókum - ELSKA BÆKUR, hef kanski tekið það fram hér áður :-)
Ég endaði með (eftir ca klukkutíma fletterí) að kaupa mér eina bók um endurvinnslu, allskonar hlutir gerðir úr allskonar efni ($22), mjög margar hugmyndir sem mætti þróa áfram eða nota á annan hátt - hugmyndir, hugmyndir, hugmyndir... ég er greinilega að safna í sarpinn, á leiðinni út voru DVD myndir á $6, ein Richard Gere mynd fékk að fljóta með :-)

Eftir þetta ákvað ég bara að spara mér 3ja rétta Thanksgiving matseðil sem ég sá auglýstan á Connection Avenue.... $20 þar + vínglas... komið í sama verð og það sem ég freistaðist til að kaupa áðan :-) he, he... græddi þar!!! og eins og Dagný myndi segja „frekar sorglegt að sitja þar ein á svona degi" :-)
Nú ætla ég semsagt að skella svokallaðri „Thanksgiving-pissu" í ofninn (hún fær bara þetta flotta nafn í tilefni dagsins, laukur, ostur og svo eru til sveppir hér líka :-), fletta bókinni góðu, horfa á myndina og njóta þess að vera hér inni - undir sæng í þessum skítakulda sem er úti... mmmmm enda er ég hrikalega löt, það er búið að vera mjög grátt og dimmt hér í dag og BARA veður til að kúra undir sæng. Það verður líka einhver Thanksgiving útsending á útvarpsstöðinni OKKAR, gamlar og nýjar... gaman að heyra hvernig það verður.
Maggi er sennilega í loftinu núna á leið til London, svo er það Ísland á morgun.... heyri þá vonandi í honum

Thanksgiving greetings from DC
Magga

No comments:

Post a Comment