Friday, November 13, 2009

Föstudagur og leti... eða hvað

Nú er kominn enn einn föstudagur, rúm vika síðan Maggi fór og ekki nema rúmar tvær þangað til hann kemur aftur.... ekki nema segi ég, mér finnst það nú bara alveg nógu asskoti mikið.

Veðrið í dag er búið að vera ömurlegt, rigning og rok og rigning og rok og.... ekki orð um það meir. Ákvað því að halda mig bara inni í dag, það var ekkert sérstakt sem ég ÞURFTI að gera úti svo það var barasta engin ástæða til að rennblotna - jú ég ætlaði í Body Pump kl. 12...
Byrjaði á að ryksuga hér, var orðið heldur ógeðslegt. Ætlaði reyndar að bíða eftir að þvottavélaviðgerðarmaðurinn kæmi í dag... en hann sást ekki. Ryksugan er svo hávær og var ekkert að virka, þurfti því að opna hana og prófa allavega hundakúnstir til að fá þetta til að virka, loksins sogaði hún upp ruslið og ég kláraði íbúðina - alla :-) og ákvað svo að henda mér í íþróttagallann... kl. var þá orðin 11:57, djööööö var ég spæld, allt þessari ryksugu að kenna að ég missti af tímanum. Nú þá var bara að halda áfram í ræktinni (heima) og skúraði því líka, ákvað svo að halda áfram og bakaði eina smákökuuppskrift, fáum tvo matarháka um jólin svo það er ágætt að byrja á að birgja sig upp :-)
Talaði heillengi við Dagnýju á Skype og það var bara fínasta skemmtun, daman hefur áhyggjur af lögfræðinni, það er greinilega markvisst verið að fella liðið... svo margir í náminu núna. Hún er ekki beint heppin að vera þarna akkúrat núna, þó svo þetta sé sennilega gáfulegasta fjárfestingin, þ.e. að vera í námi.

Fyrst ég var komin í stuð þá ákvað ég bara að skella mér í ræktina, mér líður alltaf svoooo vel á eftir og maður keyrir sig í botn, í dag var ég í einhverju ofurformi svo ég var þarna í sennilega 2 klst, labbaði, fór á stigvélina og lyfti + haug af magaæfingum... Nú get ég fengið mér pizzu, bjór og jafnvel low fat ís með góðri samvisku.

Á morgun er svo harkan, ég ÞARF/VERÐ að klára verkefnin mín fyrir námskeiðin, fer svo á fund á mánudaginn og þarf að lesa eitthvað fyrir það líka... helgin fer sennilega í þetta :-( en OK þetta er það sem ég vildi, vinna í sjálfri mér og þá er eins gott að gera það og standa sig... og taka svo ákvörðunina stóru í restina.

Er banhungruð og er búin að kveikja á ofninum, ætla að henda einhverju ofaná frosnu pizzuna og henda mér í sturtu á meðan hún bakast. Oh no, ég var búin að setja hreinsilög í baðkarið og klósettið + vaskinn áður en ég fór í ræktina, þarf víst að þrífa þetta áður...
Þá er ég bara búin að því :-)

Meira seinna
ps. hér eru myndirnar sem ég talaði um í gær, sem ég tók á síman minn og sýnir laufin hér. Ekki góð gæði en mér tókst að senda þær á mailið mitt.

Magga

Svona lítur gatan út, þykkt lag yfir öllu og þetta orðið að grauti

Bílarnir eru löðrandi í laufum, þessi er nú bara með lítið af þeim miðað við aðra sem eru eins og auglýsing fyrir haustútsölu :-)

...og svona lítur út fyrir framan húsið okkar, það hefur ekkert verið hreinsað hér og ekki ætla ég að gera það :-) Nú er ég fegin að vera ekki húseigandi því þetta er þvílíkur viðbjóður, sérstaklega eftir að hafa gegnblotnað...

No comments:

Post a Comment