Sunday, November 22, 2009

Handmade Nation

Í gær var leeeeeeti dagur og eins og ég hafi ekki gert neitt, en samt ýmislegt... ræktin, verslaði í matinn og las hér heima. Ýmis smáverkefni sem þufti að klára og undirbúa. Kláraði slide showið fyrir enskuna en var of sein með þetta i prentun, verð því að fara mjög snemma á mánudagsmorguninn með þetta i prentun - fyrir tímann sem byrjar kl. 10. Eldaði mér í fyrsta skipti í langan tíma, pasta og góða kjötsósu mmmmmmm

Í dag var ég búin að ákveða að fara á mynd sem sýnd var í Renwick Gallery, kl. 2. Þessi mynd var alveg frábær, heitir „Handmade Nation" og er um handverksfólk, listamen og hönnuði sem eru að gera ýmsa hluti, endurvinnsla og margt mjög spennandi - ég fór út uppfull af hugmyndum.

Coverið á myndnni. Fann heimasíðuna og þar er ýmislegt líka...

Skoðaði sýningarnar sem voru í safninu og margt skemmtilegt þar, ég held að þeir kalli þetta gallery „American Craft Gallery" og þannig voru líka sýningarnar, allskonar hlutir gerðir úr öllum mögulegum efnum. Einhvernvegin endaði ég í versluninni þeirra á leiðinni út, fór að sjálfsögðu að skoða þar, margar áhugaverðar bækur og bókasjúklingurinn freistaðist til að kaupa eina bók um bókagerð... nákvæmlega bókin sem ég er búin að leita að... allavega einhvernvegin svona bók. Ætla að skella mér með hana í bólið og skoða hana aftur - fullt af skemmtilegum hugmyndum þar!

Ég eldaði mér laukböku áðan, veit ekki hvað er komið yfir mig... það voru eggjahvítur afgangs svo ég ákvað að skella í eina smákökuuppskrift, setti Cappuchino duft útí og byrjaði að hræra... ekki þeyttist þetta eins og það átti að gera - svo ég bætti bara smjöri, hveiti og því sem venjulega fer í smákökur.... vissi nákvæmlega EKKERT hvað ég var að gera, átti hvítt súkkulaði svo það for líka samanvið, útkoman var hinsvegar mjög góð en engin uppskrift til :-)

Svo opnaði ég rauðvín, settist með hinn endalausa trefil fyrir framan tölvuna og horfði á myndina „The curious case of Benjamin Button" ekki nema 2 tímar og 40 mín... en það var ekkert hægt að hætta og ég prjónaði haug....

Nú er það bólið - bókin og svo zzzzzzzzzzzzz
Á morgun ætla ég að reyna að byrja á ræktinni og fara svo í Target með innkaupalistann frá Heiðu og Dadda... barnaföt!

Góða nótt - kl. er orðin 01:13... og ég þykist ætla að taka daginn snemma!!!
Magga

No comments:

Post a Comment