Veðrið var frábært, 18 gráðu og glampandi sól, ég settist því út á svalir með prjónana mína og sat þar örugglega í 1-2 tíma og naut þess í botn. En það þýðir ekkert að sitja bara á afturendanum svo ég ákvað að koma mér aðeins út úr húsi, rölti góðan hring og kom við í Whole Foods. Endaði með að kaupa mér risa hörpuskel í kvöldmat, keypti 4 stk. og var pökkuð eftir tvær... veit hvað verður í kvöldmatinn á morgun :-) Þessi verslun er ótrúleg, maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt, ekki endilega að kaupa - það er bara svo gaman að skoða þarna. Það eru vörur frá öllum heimshornum, lúxusvörur og rándýrar auðvitað, en við þurfum ekki svo mikið af öllu að maður getur alveg látið þetta eftir sér, hreinar vörur og mikið af lífrænu.
Ég er búin að ætla mér að mála í nokkra daga en það hefur ekki alveg gengið upp hjá mér, bæði út af iðnaðarmönnum hér og leti í mér - en ég lét verða af því að byrja áðan, nú er bara að hafa trönurnar og græjurnar í eldhúsinu þá kemur maður sér í þetta reglulega. Er að hugsa um að plana aðeins næstu vikurnar svo ég geti gert allt sem mig langar til að gera.... sem er hellingur!
Nú er ég hinsvegar að hugsa um að skella mér í bælið með bókina mína...
Á morgun á að vera gott veður og þá ætla ég að nota daginn í útiveru.... svo eru það tónleikarnir með Marizu annað kvöld - enginn smá spenningur :-) Hún er frábær!
Góða nótt
Magga
No comments:
Post a Comment