Monday, November 23, 2009

Vika eftir...

...þangað til minn maður kemur loooooksins heim!
Ég snoozaði nokkrum sinnum á vekjaraklukkunni, líkaminn var greinilega ekki tilbúinn að vakna kl. 7, ég gat nefnilega ekki hætt að lesa í gær og kl. var að verða 2 þegar ég loksins lokaði augunum.
Fór og lét prenta út fyrir mig ensku kynninguna og hélt minn fyrirlestur kl. 10, gekk fínt og þetta tók sennilega 20 mín. með allskonar spurningum og umræðu. Tók fyrir jólasveinana 13 og aðeins um íslenskar jólahefðir... Borðuðum svo saman í hádeginu og hélt ég svo heima á leið, mígandi rigning og ógeð, en ég varð að fara með tölvuna heim því ekki ætlaði ég að bera hana í allan dag...

En það var ekkert væl - fór út aftur og í Macy's, keypti jólabuxurnar á frændur mína og jólakjólinn á litlu prinsessuna, ferlega flottur. Svo var skóbúð og þar voru íþróttaskór keyptir og ég kooooolféll fyrir litlum hvítum prinsessu skóm :-) smá fyrir-jólaglaðningur frá Möggu frænku...
Ég var orðin svooooo hungruð eftir þetta að ég henti mér inná McDonalds, hef ALDREI farið þar inn áður (jú ég lýg því, við Maggi fórum einu sinni í North Carolina til að komast í skjól og fá smá salt við vökvatapinu... vorum þá á hjólinu í 40° hita :-) en OK ég sagði bara eins og var „ég kann ekkert á þetta, vantar lítinn hamborgara og smá af frönskum" hann reddaði þessu og ég borgaði $ 2.40. Nú skil ég af hverju fólk étur þarna OFT... þetta er náttúrlega hundódýrt miðað við allt annað hér... meðal máltíð í mötuneyti World Bank er $ 6-10.... en ég vildi hinsvegar ekki borða þarna oft, fékk á tilfinninguna að ég væri að borða ALLT sem ég ætti ekki að borða, alla þessa fitu, hvítt brauð og örugglega hromónasprautað kjöt!!! En maður þarf nú stundum að sukka :-)

Kom ekki heim fyrr en hálf sjö og er búin að hlusta á CD (fyrirlestur), prjóna og ætla að reyna að koma mér í bólið snemma og klára að lesa bókina mína.
Á morgun er langur minnislisti, ekkert námskeið en það er hellingur af smámálum sem ég er búin að ýta á undan mér... nú svo bíður hvítur strigi eftir að ég BYRJI að mála á hann, reyndar fleiri... fullt af hugmyndum en ég þarf að hafa tíma og vera slök og upplögð svo ég njóti þess.

„Have a good one", eins og yngra liðið segir alltaf hér (og eldra auðvitað líka)... fólk er hætt að nenna að segja „Have a nice day" og allt þetta vanalega... sennilega svipað og í íslenskunni! Þetta er að sjálfsögðu ekkert styttra, bara meira „töff" :-)

Magga þreytta zzzzzzzzzzzzzz

No comments:

Post a Comment