Ég byrjaði á að fara í ræktina til að hressa mig við, hitinn úti fór í 28° í dag svo ég settist út á svalir með dagblaðið og prjónaði svo aðeins. Þegar sólin var farin af svölunum fór ég inn hélt áfram að vinna í verkefnunum mínum, náði að klára þau kl. 10 í kvöld! Þetta endaði í tæplega 20 síðum og er ég ánægð með árangurinn. Ég er að komast að niðurstöðu, þarf að vinna betur í þessu og halda svo áfram. Ég spjallaði við pabba og mömmu á Skype en missti af Magga.
Á morgun eru 2 vikur þangað til hann kemur heim, 25 dagar eru eiginlega langur tími... ég á örugglega eftir að komast að því síðar :-) En ég hef nóg að gera og spennandi verkefni í gagni.
Á morgun fer ég á fund/fyrirlestur í WBFN, var að skoða e-mailið sem Catherine sendi mér, þar er viðhengi uppá 4 síður sem ég þarf að lesa, best að fara með tölvuna uppí rúm og lesa þetta. Þetta er fyrirlestur hjá manni sem heitir Chris Wright og er e.k. hjónabandsráðgjafi. Fyrirlesturinn heitir „Now Let's Figure Out Your Relationship", þetta er spennandi :-) Mér skilst að þetta skjal sem ég á að lesa sé um 9 mismunandi persónuleika og hvernig þeir eiga saman... nú er bara að sjá hvort fræðin segi að við Maggi eigum saman ha, ha, ha, ha....
Ég var svo svöng seinnipartinn að ég fór út á Connecticut Ave og sá þar hamborgarastað, ekta amerískan með borgurum, shake og tilheyrandi sukki, fékk mér hamborgara og franskar... hef aldrei farið þarna inn og er EKKI vön að kaupa mér svona mat, vantaði bara ofurorku. Fékk svo mikið af tómatsósubréfum með að þau endast sennilega fram á næsta ár, en ég gúffaði þessu í mig með bestu lyst hér heima og eiginlega það eina sem ég hef borðað í dag af viti (ekki endilega viturlegur matur - en samt.... eins og einhver segir alltaf :-)
Klukkan er orðin 11 og því eins gott að koma sér í bólið og lesa þetta skjal. Ég held að þetta byrji kl. 9 á morgun og til kl. 3 svo það verður ekkert gefið eftir. Michele og Pete eru búin að bjóða mér í mat annað kvöld og verður það sennilega ekki leiðinlegt. Hef ekki hitt Pete en Michele er fín.
Góða nótt og sofið rótt - það ætla ég allavega að gera!
Magga
No comments:
Post a Comment