Við ákváðum að sofa aðeins út í morgun, enda þreyttur maður sem kom heim. Ég mætti á fund kl. 11 út af Book Project hjá WBFN og Maggi fór í vinnuna á sama tíma. Fundurinn gekk vel hjá mér og var þarna önnur manneskja sem ætlar að fara í hugmyndavinnu með mér, hún er með BA í Visual Art og verður gaman að prófa að fara í svona vinnu með öðrum. Við ætlum að hittast morgun eftir enskutíman minn og skoða þetta.
Ég kíkti við í málningabúðinni á leið heim og keypti tvo striga, hugmyndir í gangi... pantaði mér klippingu og litun á föstudaginn, heldur betur kominn tími á það. Ég kom líka við í verslun sem heitir PENGEA og er á vegum IFC (International Finance Corporation) og er þetta verslun sem er með vörur frá þróunarlöndunum, flottar vörur og margar hugmyndir sem ég fékk þarna inni. Fór því heim og í smá hugmyndavinnu... er með bók sem ég skrifa inn hugmyndir og verður gaman að byrja að vinna úr þessu síðar, sennilega ekki fyrr en eftir áramót... eða hvað!
Nú er marokkóska súpan að verða nógu heit til að byrja á henni, búin að hita brauð og íslenska smjörið komið á borðið... nú er bara að bíða eftir að Maggi sé búinn í símanum, þá fáum við okkur að borða og tökum því svo rólega í kvöld. Minn maður er þreyttur eftir ferðina og er jafnvel að fá kvef... sem er mjög typiskt eftir svona ferð - loksins þegar hann fer að slaka aðeins. Hinsvegar er botnlaus vinna framundan og nóg að gera hjá honum.
Meira seinna
Magga
No comments:
Post a Comment