Friday, December 18, 2009

Jólasnjór - ef hann endist

Það er farið að snjóa og á að snjóa mikið í nótt og á morgun, þeir spá „Heavy Snow" og 14°F sem eru -10° C... sjáum hvort þetta stenst.
Í dag er ég búin að vera í jólakveðjum fyrir N4 sjónvarp (Akureyri) þurfti að breyta stærðum og laga sumar, tók meira og minna daginn... money - money :-) fyrir imago, ekki slæmt.
Skrapp á pósthúsið og fór með pakkann til Bigga í Utah, það var ísl. smjör, ísl. ostar, ísl. súkkulaði og ísl. bíómyndir :-) stóð í 45 mín. í biðröð og var nánast að lognast útaf... enda vel klædd. Ein manneksja að afgreiða, mjög yfirveguð og sennilega veitti ekki af.

Dagný fór í stóra prófið sitt í dag og talaði ég við hana eftir það, reyndar fyrir það líka því hún þurfti smá andlegan stuðning frá mömmu :-)... vonum bara það besta en hún segist ekki hafa hugmynd um hvernig henni gekk, mikið af vafaatriðum og auðvelt að villast í þessum hugtökum og dómum.
Maggi karlinn sauð aspargus handa okkur áðan og fínasti matur, svo er hann farinn út með Jonathan vinnufélaga sínum, fínt að þeir fara svona einir af og til... hann er reyndar fínn og ekki málið að vera með þeim, en stundum er þetta bara frábært svona og miklu meira gaman fyrir þá að spjalla aðeins einir :-) Ég því ein heima og sjónvarðið á, er jafnvel að hugsa um að setjast aðeins í sófann góða (eða þannig) og halda áfram með trefil nr. 2, sá er úr skærgrænu eingirni. Sá sem ég er búin með er mjöööög hlýr.

Nú eru veðurfréttir í sjónvarpinu og spá þeir „snow storm" því eins gott að eiga góða trefil :-)

Njótið helgarinnar og jólaundirbúningsins
kv. frá DC
Magga

No comments:

Post a Comment