Nú er kominn annar í jólum, 8 stiga hiti úti og rigning.. ekki beint jólalegt.
Við erum með bíl á leigu og ætlum að fara á þvæling í dag, reddingar og fleira, það verður sennilega ekki leiðinlegur dagur.
Á aðfangadag fóru Dagný og Aron í jólareddingar, þvældust um í lest fram og til baka og redduðu því sem redda þurfti. Við tókum það rólega, ég gerði söngskrá fyrr kvöldið og Maggi fór í bankann og prentaði út og sótti svo bílaleigubílinn. Um kvöldið fórum við svo í jólapartýið til Akins og fjölskyldu, við vorum eina hvíta fólkið þarna og það var ótrúlega gaman. Ekki var manni búið að detta í hug að það gæti verið gaman að syngja jólalög í 4 klst. Þetta var slitið í sundur með smá lestri úr biblíunni, Dagný fékk smá kafla til að lesa :-) svo var bjór, púns, matur og meiri matur og svo endaði þetta með að það var bent á einhvern og hann átti að syngja einsöng. Það voru margir vanir þarna og eftir nokkur púnsglös þá voru menn mjög viljugir að láta ljós sitt skína - með mis góðum árangri, en aðal málið var að hafa gaman og hlæja. Við vorum með 3 ísl. jólalög á pappír og sungum þau, þurftum að endurtaka tvö þeirra því fólki fannst þetta mjög gaman og reyndi að syngja með :-)
Þegar heim var komið fóru allir í mjög svo þægileg föt og opnuðum við pakkana og var farið að sofa kl. 3, takk fyrir okkur.
Í gær tókum við svo ísl. brunch, hangikjöt og tilheyrandi og fórum svo aðeins á bílnum, keyrðum um borgina og fórum svo á National Harbor, það var þvílík rigning að regnhlífarnar komu að góðum notum. Ekki endilega góður dagur í þetta en það er allt nýtt fyrir Dagnýju og Aroni svo þau höfðu sennilega bara gaman að því. Þau fóru svo út að borða á Mexíkóskum stað hér í götunni.
Nú er að lemja á dyrnar hjá þeim yngri og koma þeim á fætur svo við getum komið okkur í gang.
Læt nokkrar myndir fylgja með
kv Magga
Jólaklæðnaðurinn góði...
Capitol 25. des.
Tekið aðeins nær....
No comments:
Post a Comment