Monday, December 7, 2009

Jólakortin farin í póst

Þegar ég var búin í enskutímanum í morgun fór ég á pósthúsið með restina af jólagjöfunum til Ísland og Þýskalands... plús jólakortin. Ég stóð í hálftíma í röð, það voru greinilega fleiri að klára málin :-)

Annars er dagurinn búinn að fara í vinnu fyrir imago, auglýsingar fyrir Extra, eða N4 dagskrá eins og hún heitir víst núna, er með 7 síður í blaðinu þessa vikuna. Það eykst alltaf hjá þeim fyrir jólin og vantaði smá aðstoð, ekki málið að gera nokkrar svona af og til og heldur manni í þjálfun.

Svo er Coaching á morgun og meiri vinna...
Í dag kom þetta flotta jólakort frá Mohan á Indlandi, það er strákurinn sem ég styrki þar, hann er fæddur 1998 og gengur vel í skólanum, hefur áhuga á tónlist og teikningum - ekki slæmt. Ég fór og keypti jólakort handa honum, ekki beint jóla en allavega til að senda honum, svo þegar ég kom heim þá var kortið frá honum komið. fyndið. Það eru auðvitað ekki jól hjá honum en hef alltaf sent honum smá kveðju og límmiða um jólin. Hann sagði að þau væru með mynd af forsetanum okkar uppi á vegg... það er meira en ég geri :-)

Nú ætla ég að vinna aðeins fyrir tíman á morgun og fara svo snemma í bólið, eiginlega drulluþreytt og ekki búin að vera í neinu superformi í dag. Maggi kom heim kl. 9 í köld, langur dagur hjá honum og er hann byrjaður að vinna hér heima líka - engin miskunn þar...

Hafið það gott
kv Magga

No comments:

Post a Comment