Thursday, December 24, 2009

Gleðileg jól

Dagný og Aron komu hingað 21. des og náðu fluginu alla leið, sem betur fer.
Þau eru búin að þvælast hér um, fara í búðir, í dýragarðinn og eru útlærð í lestarkerfinu.... hoppa þar upp og niður.
Bestu fréttirnar sem hún fékk að morgni 22. des voru þær að Hugo litli er fundinn og kominn aftur til Elvars í Vogum. Hann var veiddur í kattabúr sennilega á vegum meindýraeyðis, hann er örmerktur svo það var hringt í Elvar. Hann sendi okkur stutt video af honum og leit hann rosalega vel út, næsta mál á dagskrá var að fara með hann til dýralæknis til að láta skoða hann aðeins. Elvar sagði að hann hefði verið skítugur en vel á sig kominn og alveg til í smá knús og kelerí, hinsvegar var hann ekki til að láta stjórna sér - enda búinn að vera eiginn herra all lengi. Sá litli er heldur betur búinn að sanna sig og ætlar Elvar að halda honum inni fram yfir jól (allavega) svo hann stingi nú ekki af strax aftur.... en þetta voru yndislegar fréttir og mikill léttir fyrir alla, besta jólagjöfin í ár. Hann var búinn að vera týndur síðan í sumar...

Í kvöld förum við í jólaboð til Akins og á að synga inn jólin, matur og eitthvað fleira, við erum búin að búa til smá plagg með þremur íslenskum jólalögum sem Maggi ætlar að prenta út... sjáum hvort við syngum þau :-)
Svo verða pakkar sennilega opnaðir þegar við komum heim og slökun hjá okkur.
Í fyrramálið ætlum við svo að borða íslenskt hangikjöt, laufabrauð (sem er í molum eftir ferðalagið frá Íslandi), kartöflur, uppstúf og heimagerðan ís :-)
Svo förum við af stað, leigjum bíl í dag og fram á sunudagskvöld svo við ætlum að sýna þeim hér í kring og gera eitthvað skemmtilegt.

Gleðileg jól og vonandi nótið þið þeirra

Magga og Maggi

No comments:

Post a Comment