Thursday, December 3, 2009

Vikan að verða búin

Nú er fimmtudagskvöld og vikan að verða búin, þetta er ótrúlegt.
Maggi kom heim í gærkvöldi kl. 8 eftir smá gleði-gleði með samstarfsmönnum á vinnustaðnum. Hann var svo þreyttur að það var ekki mögulegt að vekja hann eftir klukkutíma eins og hann bað mig um.. svaf því í rúma 10 klst... veitti sennilega ekki af.

Í morgun var enskunámskeið og svo beint á Networking námskeið, þar gekk mín kynning vonum framar, áttum að halda 30 sek. kynningu á okkur, fékk þá einkunn frá öllum að ég væri mjög örugg í kynningu en vantaði í restina hjá mér að segja betur frá HVAÐ ég ætlaði að gera... en það er einmitt málið, ég er enn að vinna í því :-) Við áttum semsagt að gefa öllum skriflega og auga-fyrir-auga einkunn... jákvætt og hvað mætti laga. Maður er greinilega góður leikari - eða þarf bara að trúa þessu :-) Var komin heim um 3 og búin að vera í mailinu mínu að klára ýmisl mál. Ætlaði að leggjast aðeins niður og slaka vel á... er ekki enn farin í það! Svvona enda dagarnir alltof oft hér, maður er á fullu og hvorki málar eða fer í hugmyndavinnu :-( en þetta kemur.

Er að gera sósu núna og ætla að steikja smá nautakjöt og gott salat á undan... það var til ein stór bökkunarkartafla og hún er að dúlla sér í ofninum :-) Maggi var að hringja og er á leiðinni heim... ætla að klára þetta - meira síðar

Magga

No comments:

Post a Comment