Saturday, December 12, 2009

Forsetamatur...

Í gærkvöldi fórum við á heljarinnar dæmi í World Bank, man nú ekki hvort þetta var kallar Holiday partý eða hvað, allavega matur, vín, skemmtiatriði og hrikalegur fjöldi af fólki. Það voru hljómsveitir og tónlistaratriði á þremur stöðum (sölum), matur og vín á nokrum stöðum og þvílíkur troðningur af fólki að þetta var eins og pakaðri lestarstöð... endalausar raðir og fínerí. En gaman að sjá þetta og prófa að mæta á svona. Við hitum allskonar fólk og spjölluðum við marga.
Í dag leigðum við bíl og skilum á morgun, við byrjuðum á að skutla Agnesi vinnfélaga Magga út á flugvöll, hún er á leiðinni heim til Uganda fram yfir áramót og þvílíkur farangur.... gjafr og meiri gjafir :-)
Svo héldum við áfram og enduðum í Culpepper og borðuðum á veitingastað sem við fórum á í sumar, fyrrverandi kokkur í Hvíta húsinu, kokkur Reagans. Fengum okkur austurrískan mat og keyrðum svo heim. Fyndið var að stelpa sem vinnur þarna mundi eftir okkur frá í sumar, að við hefðum verið á mótorhjóli... ekki slæmt.

Nú ætlum við að kíkja á video og svo zzz

knús frá DC
Magga og Maggi

No comments:

Post a Comment