Í gær var vinna hjá mér fyrir imago, námskeið og svo meiri vinna... Maggi kom heim kl. 9 í gærköldi og hafa dagarnir verið langir núna. Hans verkefni (plan) var samþykkt á miðvikudaginn yyyyhhhhaaaaa og fórum við því út að borða með félaga hans og héldum uppá þetta.
Sá hinn sami er búinn að bjóða okkur heim til sín á aðfangadagskvöld, matur, einhverjir drykkir og svo sungið. Þetta er hefð sem hann hefur haldið í mörg ár og býður til sín ca 15 fjölskyldum, hann hélt að það yrðu 30-50 manns. Dagný og Aron eru búin að samþykkja að halda jólin aðeins á ameríska vísu svo við ætlum að mæta. Því ekki að upplifa jól heimamanna hér og ýta okkar hefðum aðeins til hliðar - tækifærið er núna.
Það eru bara 10 dagar þangað til Dagný og Aron koma og verður ekki leiðinlegt, hún sendir mér skilaboð daglega og telur niður :-)
Nú er það morgunmatur og svo vinna, vinna, vinna.... jólatörnin í smærri mynd en venjulega... en það er líka 2009 :-)
Í kvöld förum við á eitthvað jóladæmi, matur og fleira... veit ekki nógu mikið. Þetta er allavega í aðal byggingunni á stóru miðsvæði og veit ég um fólk sem fór síðasta föstudag og hrikalegur fjöldi af fólki - við hverju bjóst fólk... það vinna þúsundir manna þarna!!!
Vetrarkveðjur frá DC :-)
Magga
No comments:
Post a Comment