Thursday, December 31, 2009

Gleðilegt ár

Óskum ykkur öllum, fjölskyldu og vinum gleðilegs árs og vonum að árið 2010 verði það allra besta í langan tíma.... ef maður trúir því þá getur ýmislegt gott gerst.
Við erum 5 klst. á eftir ykkur svo við erum enn í okkar hversdagsfötum en það fer að koma að því að maður ákveði í hvað maður á að fara....
Dagný og Aron fóru í smá ferðalag, í verslunarmiðstöð og skoða sig meira um, ég kryddaði lambalærið sem á að vera í matinn á morgun og Maggi er að láta olíuna leka úr mótorhjólinu og ætlar að fara aftur og klára á eftir, setja nýja olíu á það og eitthvað fleira... hef nú ekki sett mig nógu vel inní það :-)
Svo förum við í partý til Michele og Peters og vonum að það verði gaman hjá okkur, vitum ekki hvað verða margir eða hvað verður gert... en það kemur bara í ljós. Ætlum að fá okkur restina af Tajine sem ég eldaði í gær (óskamatur Dagnýjar :-) og svo skellum við okkur í gang. Ég er búin að rista hnetur og krydda með arabísku kryddi og setja olivur í kryddlög og verður það mitt framlag í kvöld, þau yngri ætla að kaupa eitthvað snakk til að taka með og svo skellum við kampavínsflösku með í gjöf handa þeim... og eitthvað smá handa okkur til að væta kverkarnar!

Hafið það gott og farið vel inní nýtt ár - hafið það gott og njótið þess í tætlur, það ætlum við að gera...
Magga, Maggi, Aron og Dagný

No comments:

Post a Comment