Sunday, December 20, 2009

Snjómyndablogg


Snjórinn á svölunum í gær, 19. des.
Helgin fór nánast fyrir lítið, það var eiginlega bara inniveður í gær, fórum að vísu út að borða með húfu, trefil og í góðum skóm... enda óð maður sumsstaðar vel uppá miðja kálfa... :-)

Svona voru upplýsingarnar í sjónvarpinu í gær 19. des... Það gekk ALLt útá veðrið og ég held að það hafi verið neyðarástand hér. Auðvitað er fólk ekki vant þessu og fréttamennirnir kepptust um að segja frá nýjum metum, hvað mikill snjór hafi fallið hvar og bein útsending frá nokkrum vegamótum, viðtöl við fólk og þvílíkar lýsingar.
Bílar eru enganvegin útbúnir fyrir svona veður og voru sjúkrahúsin að biðja fólk á fjórhjóla bílum að bjóða sig fram til að keyra fólk til og frá sjúkrahúsum.
Lestarnar héldu ekki áætlun og stoppistöðvar ofanjarðar voru lokaðar e.h. og hitt raskaðist allt. Strætó hætti að ganga e.h. svo einhverjir hafa lent í vandræðum að komast ferða sinna.

Bílar nágrannana eftir snjóana miklu :-) Þeir hafa ekki verið hreyfðir í dag og enn smá frost. Nú er spurning hvort fólk röltir næstu dagana!!!

Ekki verður borðað við þetta borð á næstunni... Sýnir allavega snjóinn sem er hér yfir öllu. Gaman fyrir okkur íslendingana að fylgjast með þessu caosi. Maður hlær að sjálfsögðu að þessu en við erum hinsvegar vön og við öllu búin heima - en ekki fólk hér.
Munurinn á Reykjavík og Washington DC er líka þónokkur :-) ef við lítum á mannfjöldan!!!!

Þarna var aðeins meira líf í sumar - í hitanum. Hinsvegar var ofboðslega fallegt veður hér í dag svo maður kvartar ekki.

Eins og þið sjáið þá eru hriiiikalegir ruðningar!!! Ruðningsaðilarnir eru greinilega ekki vanir þessu, enda met snjór hér núna. Blaðakassarnir lágu eins og hráviður út um allt.

Ekki mikið rennsli í þessum gosbrunni í dag...
Þetta er „Dupont" torgið sem er mjög nálægt okkur og ég labba yfir nánast daglega. Í sumar sat maður hér með blað og svitnaði.

Einn flottur - þeir voru nokkrir svona á Dupont, enda ekki tækifæri að gera svona gauka á hverjum degi.

Það voru ekki allir búnir að hreinsa bílana þegar við komum heim úr gönguferð dagsins. Það voru ýmsar aðferðir notaðar til að hreinsa snjóinn af bílunum, Maggi fann til þegar menn voru með stál sköfurnar að ýta snjónum af bílþökunum, aðrir notuðu motturnar í bílunum.
Ég sjálf notaði eldhúskústinn til að moka hálfs meters snjó af útitröppunum, húseigendurnir eru ekki heima og engin skófló sýnileg... svo þetta var eina leiðin til að sjá tröppurnar. Svo veit maður ekki hver er ábyrgur ef pósturinn dettur?
Þjóðverjar eru ábyrgir fyrir slysum á þeirra stéttum...

No comments:

Post a Comment