Monday, December 21, 2009

Jason í mat...

Það var lokað í World Bank í dag vegna snjósins... maður hlær nú bara að þessu. En hinsvegar kann fólk enganvegin að keyra hér og spólar útúr stæðum, setur allt í botn og situr svo að sjálfsögðu pikkfast í 10cm snjó.
Já Maggi sat við tölvuna inni í herbergi og var að vinna, sá svo skugga á fullri ferð framhjá glugganum (úti á svölum) og svo hellings skruðning... svo hann fór að gá - og úti var íkorninn vinur okkar búinn að hrinda blómapottinum niður og sat á brunastiganum. Maggi fór því inn og sótt handa honum hnetur og tók svo þessar myndir af honum - hann er nú ferlega sætur... fær hnetur hér nánast daglega og vonandi geta Dagný og Aron fylgst aðeins með honum líka.

Hér er hann búinn að koma sér í stellingar með hneturnar góðu...
Þetta er sko ekkert rusl sem hann er að borða, keypt í Whole Foods sem er langt frá því að vera ódýr verslun :-)

Hér er hann svo farinn að gæða sér á möndlu - ótrúlega fljótur að gúffa þessu í sig...

Nú bíðum við eftir að Dagný og Aron lendi í Boston, það var allavega klukkutíma seinkunn á flugi Icelandair (nema hvað) og hafa þau því aðeins tæpan klukkutíma til að koma sér í vélina til DC... þá er bara að vona að amerísku flugfélögin séu ekki að standa sig með tímann - frekar en vanalega... þá reddast þetta allt :-)

Bestu kveðjur frá DC, ætla að klára jólakveðjurnar á línuna, á eftir ensku útgáfuna
Magga


No comments:

Post a Comment