Ýmsar reddingar í dag og rölti úti í sólinni, það er ekki beint jólalegt hér... jú aðeins en ekki snjór - bara sól!!! sem er í sjálfu sér alveg ágætt en minnir enganvegin á íslensk jól - eeeen hinsvegar erum við einfaldlega EKKI á Íslandi svo það er bara að aðlagast amerískum jólafílingi. Maður sér að fólk er farið að labba hér á milli búða og bara skoða og kaupa litla hluti, fór sjálf inní tvær hér uppi á 18 street og skoðaði aðeins. Er búin með allar jólagjafirnar svo ég var bara að forvitnast, fór til að láta smíða lykla handa Dagnýju og Aroni svo þau geti nú verið ein á þvælingi hér - komið og farið eins og þau vilja, svo það var tilvalið að kíkja aðeins inní hlýjuna hér og þar og skoða hvað væri í gangi. Fann eina búð sem er með notuð föt, ég er einhvernvegin alltaf pínu veik fyrir svona búðum - veit ekki af hverju, það er bara eitthvað spennandi við þær, kannski það sé endurvinnslan... fór að vísu ekki inní hana en hún er hér í 5 mín fjarlægð... það er ALLT hér í innan við 20 mín. göngufæri... búum á frábærum stað.
Í kvöld röltum við Maggi í Whole Foods og keyptum svona eins og 5 íslensk smjörstykki og íslenska osta + ísl. súkkulaði til að senda vini hans í Utah (sem er íslenskur).... það var semsagt VELJUM ÍSLENSKT - JÁ TAKK í kvöld :-) og ein daman í deildinni hjá Magga spurði hann hvort hann ætti meira af þessi íslenska súkkulaði sem hann kom með í gær, ásamt ostum og kexi... á jólahlaðborð deildarinnar í hádeginu í gær... við keyptum því eitt súkkulaði handa heinni í leiðinni :-) Smá markaðssetning hjá okkur - ættum að fá prósentur hjá Osta- og smjörsölunni og Síríus... nokkrar bragðprufur kannski í leiðinni :-)
Vikan hefur verið löng hjá Magga og vaknað snemma, hann mætti í spænskupróf í morgun og er bara nokkuð drjúgur með sig... hef nú ekki efasemdir þar því tungumál liggja einhvernvegin mjög vel fyrir honum, sem heyrist m.a. á íslenskunni! Ætlum því ekki að fara að sofa of seint, eeeeeeen hinsvegar er hann að lesa yfir verkefni sem þarf að skila á morgun, e.k. álit á mjög stóru jarðhitaverkefni sem World Bank er að leggja mikinn pening í og vill fá álit nokkurra aðila.
Hafi það nice og hlakkið til jólanna - og njótið þeirra líka
Magga
No comments:
Post a Comment