Nú er spurning hvort veturinn er kominn hér í DC, í gær snjóaði og hitinn var rétt um frostmark seint í gærkvöldi / nótt. Það er allavega helv... kalt úti.
Í gærkvöldi fórum við í partý hjá Michele og Pete, þetta var ágætt og blandaður hópur. Vegna snjókomu afboðuðu nokkrir sig m.a. frá Perú, Argentínu og Marokkó... þeir sem mættu voru frá Frakklandi, Íslandi, Víetnam, Þýskalandi, Kanada og Bretlandi... segir kannski eitthvað um löndin.
Það komu allir með einhverja rétti frá sínum löndum, salat, brauð, graflax frá Íslandi (allavega ísl. uppskrift), franskur búðingur (kaka) og svo prófuðum við í fyrsta skipti pumpkin-pie... bara nokkuð gott. Þegar var farið að líða á köldið þá komum við Maggi með TROMPIÐ... hákarl og frosið brennivín... Það lyktaði allt mjög vel þarna (eins og þið getir rétt ímyndað ykkur) og bretinn kallaði „it smells like public toilet"... það létu sig samt allir hafa það að prófa einn bita og sopa af brennivíni á eftir. Maggi útskýrði vel hvernig þetta væri gert og við sögðum þeim líka að þó þau kæmu til landsins þá væri ekki endilega víst að þau kæmust í svona, ekki endilega á veitingastöðum.... semsagt tækifærið þeirra þarna í gær :-) Ég held að þau eigi eftir að muna eftir þessu og frakkinn ætlaði að Googla þetta til að vita meira.
Í dag var rólegur dagur, pökkuðum inn jólagjöfum, skrifuðum jólakort og svo er búin að vera vinna og allskona smáreddingar. Ágætt að taka einn svona dag af og til. Nú ætlum við að skríða í bólið, Maggi er að drukkna í lesefni fyrir vinnuna, þarf að skila áliti á allskonar skýrslum og verkefnum, ásamt því að klára stórt mál í þessari viku!!!
Við spjölluðum við pabba, mömmu og ömmu á Skype, Maggi hafði ekki séð eða heyrt í ömmu í marga mánuði (allavega vikur :-) svo þetta var fínt. Skypið var hinsvegar að stríða mér og Dagnýju svo við gáfumst upp.
Við vorum að átta okkur á því að það eru bara 2 vikur þangað til Dagný og Aron koma... ekki slæmt, hlökkum til að sjá þau.
Smelli hér inn einni mynd frá í gærkvöldi. Myndavélin gleymdist algjörlega og hefði verið gaman að ná myndum af „hákarla-smakkinu" :-) því svipurinn var yndislegur á sumum....
kv Magga
Maggi, Lucie og hennar maður Paul (bæði frá Frakklandi) og Phi frá Víetnam, hún er gift norðmanni sem var ekki á svæðinu.
No comments:
Post a Comment