Það var tekið á því í gær, byrjuðum á því að skála í rauðvíni í tilefni íslensku áramótanna - svo í kampavíni í tilefni þeirra amerísku... 5 tímum seinna, þá í mjög svo alþjóðlegu partíi hjá Michele og Pete. Þetta var nú bara nokkuð gott kvöld, ca 20-30 manns frá all nokkrum löndum. Það var farið frekar seint að sofa - svona ca 09:30 að ísl. tíma... og reiknið nú.
Dagurinn er búinn að vera frekar rólegur í dag, þau yngri skelltu sér að vísu í hlaupaskóna og hlupu heiman frá okkur niður að Monumentinu, skildist á þeim að þetta væru tæpar 2 mílur, hörkutól. Við eldri röltum bara upp 18. stræti og fengum okkur einn bjór á meðan íslenska lærið mallað í ofninum :-)
Eftir læri, brúnaðar kartöflur (sem Dagný gerði - var að læra :-), baunir og sveppa(rjóma)sósu + heimatilbúinn ís, sitja hér allir afvelta og glápa á kassann, held að það verði ekki gert mikið meira í dag!! Það versta er að það er 21 árs aldurstakmark á börum hér svo Aron og Dagný komast hvergi inn og um helgar er vonlaust að komast hér inn án skilríkja, okkur Magga hefur báðum verið vísað á dyr ef við vorum ekki með skilríkin - þó við séum augljóslega orðin 21.... eða hvað?
Njótið fyrstu daga ársins - þetta verður gott ár
Magga
No comments:
Post a Comment