Í gær leigðum við bíl og fórum m.a. til Baltimore, ákváðum að gera eitthvað skemmtilegt síðasta dag Dagnýjar og Arons í USA. Við Maggi byrjuðum á að fara út á flugvöll að sækja bílinn, keyrðum út af vellinum og þá sáum við viðvörunarljós í mælaborðinu og snérum við. Þetta ljós var viðvörun um sprungið (loftlítið) dekk, snérum því við og létu þeir okkur hafa nýan bíl, ekki sniðugt að fara af stað á bíl sem er ekki í lagi, allavega að láta þá redda þessu... Þetta tók ekki nema 3 klst, taka lest, ræða við bílaleiguna og keyra heim... ótrúlega langur tími og algjört met - fáránlegur tími.
Klukkan var því orðin 1 þegar við gátum lagt af stað, keyrðum til Baltimore og skoðuðum höfnina, það var svo kalt, mikill vindur og frost og leið manni eins og í 10-15 gráðu frosti, allir með vettlinga, trefl og húfur grrrrrrrr. Við byrjuðum á að fara uppá 27. hæð og horfa yfir borgina... ekki slæmt útsýni þar.
Dagný og Aron fóru á sædýrasafn (http://www.aqua.org/) og tóku með sér myndavélina til að sýna okkur hvort þetta sé þess virði að borga $30 á mann :-) Virtust vera mjög ánægð með þetta og gætum við þá kannski farið þángað einhverntíman seinna!
Smá uppstylling fyrir framan Hard Rock í Baltimore...
Enduðum ferðina í Gaithersburg á sport-pub (sem við Maggi höfum stundum komið við á, á leið okkar heim á mótorhjólinu) og fengum okkur ekta Amerískan hamborgara, þá var keyrt heim og pakkað í töskur, eins gott að það var keyptur auka bakpoki því farangurinn hafði aukist MIKIÐ og taskan því orðin alltof lítil :-) Dagný endurnýjaði aðeins fataskápinn, keypti sér m.a. kápu, pels og allskonar föt sem vantaði....
Þau hljóta að fara að vakna fljótlega og þá skutlum við þeim út á flugvöll og skilum bílaleigubílnum í leiðinni. Eitt er víst að það verður mun tómlegra hér þegar þau eru farin og mun meira pláss líka... þessi íbúð er ekki alveg nógu stór fyrir fjóra aðila nema í einhverja daga.
Þessar tvær vikur voru greinilega mjög fljótar að líða og vona ég að þau hafi haft gaman að þessu, við erum búin að þvælast heilmikið, bæði í borginni og utan við hana og hafa þau því séð ýmislegt... koma kannski aftur seinna???
Takk fyrir komuna Dagný og Aron, það var gaman að hafa ykkur og sennilega öðruvísi jól hjá ykur :-)
Magga
No comments:
Post a Comment