Friday, January 22, 2010

Styttist í sól og hita

Já við förum snemma á sunnudagsmorunn til Guademala, þá Niacaragua og Costa Rica. Verð ekki smá fegin að fá smá sól og hita í kroppinn, annars þarf ég svosem ekki að kvarta það hefur ekki fryst hér í nokkra daga og hitinn fínn. En sól + hiti = já takk.
Ég keypti bók um mið Ameríku í gær og byrjuð að lesa, hitti líka eina konu sem hefur búið þarna og sagði hún mér aðeins frá þessum löndum og hvernig fólkið væri, öryggi og fleira... alltaf best að fá upplýsingar beint í æð.
Ég er búin að vera hrikalega löt að blogga, sá að síðasta færslan var á mánudag - skamm Magga. Vikan er búin að vera upp og niður, ég búin að hugsa og hugsa og er orðin hrikalega óþolinmóð við sjálfa mig, langar svooo að byrja á einhverju, en hverju? Ég er með fullt af hugmyndum en get ekki valið. Nú ætla ég bara að slaka á, njóta ferðarinnar og sjá hvort ég næ ekki lendingu einhverntíman á næstunni. Í gær fór ég á safn með Michele og svo á kaffihús, því næst fórum við í metro til Bethesda sem er úthverfi DC. Þar er hópur sem hittist alltaf tvisvar í viku á bókasafni og svo á kaffihúsi á eftir. Þetta er mjög svo alþjóðlegur hópur sem hittist til að nota enskuna, einn af okkar enskukennurum er þarna með og aðstoðar. Mjög líflegur hópur og sátum við þarna örugglega í tvo tíma. Talaði heillengi við ítalskan gaur sem hafði mikinn áhuga á Íslandi og fannst honum magnað að þessi litla þjóð hefði, þrátt fyrir ástandið, sent hjálparhóp til Haiti. Hann hafði séð fréttir um þetta hér og fannst þetta ótrúlegt. Þarna var líka mjög sérstakur kínverji, sem er einfaldlega ekki lentur hér enn :-) hann talaði endalaust um landið sitt og hver munurinn væri á Kína og USA... úff ég var búin að fá nóg af honum :-)
Þegar við fórum til baka fór ég í bókabúð hér ekki langt frá og keypti mið-Ameríku bókina og líka eina handa mér til að taka með. Ég hef sennilega mjög mikinn tíma þarna ein því Maggi verður mikið á fundum og vona ég að ég geti þá hitt þau eitthvað á kvöldin??? Annars finn ég mér eitthvað að gera, hef ekki áhyggjur af því ennþá :-)
Guademala fólkið á víst að vera mjög vinalegt og opið á meðan Nigaraguamenn eru aðeins meira til baka, Costa Rica á að vera öruggasta landið... gott að vita það. Manni er ráðlegt að vera ekki að þvælast einn í fátækari hverfunum, ég þarf nú kannski ekki að fara þangað :-)
Kannski finn ég einhvern hóp á hótelinu sem fer í bæinn eða hótelstarfsfólk geti mælt með guide eða taxa eða einhverju, kemur í ljós.
Maggi er nú loksins á leiðinni heim kl. 20:10, búinn að vinna stanslaust í tvær vikur, engin helgi og þetta er að gera út af við hann.... læt renna í bað handa honum :-)

Góða helgi
Magga

No comments:

Post a Comment