Í dag er nákvæmlega eitt ár síðan Maggi flutti til USA, við fórum saman og var ég hér í viku til að skoða aðeins aðstæður og vorum viðstödd innsetningu Obama (minnir að það hafi verið 20. jan).
Innsetning Obama 20. jan 2009. Þarna sést vel hvað margir voru þarna á svæðinu. Flugvöllurinn var svo stappaður daginn eftir að ég missti af vélinni minni og þurfti að bíða í klukkutíma í viðbót.... caos.
Maggi byrjaði að vinna sama dag og ég fór heim og er búinn að vera vinnandi síðan :-)
Ég fór í Coaching í morgun og var það heldur betur erfiður tími, úff hún píndi mig ekkert smá og ég þurfti að skoða sjálfa mig ansi vel og nákvæmlega af hverju ég sagði þetta og hitt. Er með heimaverkefni og það er mjög spennandi og hjálpar mér örugglega í framhaldinu. Ég er semsagt komin á sporið og spennandi að sjá hvað þetta leiðir af sér...
Borðaði með Magga í hádeginu og fórum við á ferðaskrifstofuna innan World Bank og skráðum mig í sömu flug og hann, þarf að staðfesta og borga á morgun... þá verður þetta 100% ákveðið, einhverjir lausir endar hjá honum. Fórum líka á heilsugæsluna á sömu hæð (kjallari nr. 2) og sýndi ég mitt bólusetningarkort og fékk að vita að ég þyrfti engar sprautur nema ef ég vildi fyrir malaríu. Við verðum hinsvegar bara í borgum og ef ég úða á mig flugnaefni, bæði á húðina og fötin þá ætti þetta að sleppa, líka passa hvað ég borða... maður er nú orðinn nokkur sjóaður í flugnasprayinu, erum búin með marga brúsa af því hér :-)
Á leiðinni heim rölti ég við í verslun sem heitir Dressbarn, veit ekki af hverju.... fjárfesti í fötum. Mig vantar meira af klassafatnaði og einhverja liti með.... hér er afraksturinn...
Hér er afrakstur dagsins, 5 flíkur fyrir $96. Þetta á nú ekki að vera auglýsing en þessi verslun er alveg ágæt, eiginlega frekar „konu-búð" en flottar flíkur inná milli. Ég keypti mér kjól þarna í haust fyrir $20 og hann var mikið notaður um jólin og áramótin, ótrúlega góð snið (sem er sko ekki sjálfgefið hér).
Nú er bara að halda tískusýningu þegar hinn helmingurinn kemur heim :-) sjáum hvernig honum líst á. Honum fannst fyrsti kjóllinn svo flottur að endilega kaupa fleiri... nú eru komnir tveir í safnið í viðbót! Maður verður að eiga svona fatnað hér, það er bara ekki annað í boði - eiginlega líka gaman að geta skipt út gallabuxunum...
Þá ætla ég að taka pensilinn mér í hönd og halda áfram á litlu hlutunum sem ég er að prófa!
kv Magga
No comments:
Post a Comment