Wednesday, January 13, 2010

Mið Ameríka

Maggi er á leið til Mið-Ameríku og erum við að vona að ég geti farið með honum til Guatemala, Nicaragua og Costa Rica... þetta kemur sennilega í ljós á morgun eða í síðasta lagi fyrir helgi. Þá myndum við fara 24. jan. og koma heim 3. feb..... bara spennandi og eitthvað alveg nýtt fyrir okkur bæði - ætli sé hægt að segja að þetta sú forréttindi.
Á föstudaginn hittum við gauk sem er með augl. stofu og sjáum hvað kemur út úr því?
Ég er að vinna í mínum málum, er búin að finna mjög áhugaverðan skóla í Alexandriu, sem er með allskonar „printmaking" (silkiprent og fleira) sem ég hef mikinn áhuga á að læra m.a. til að halda áfram með mínar hugmyndir og vonandi að fá miklu fleiri :-) Það tekur hinsvegar 1-2 klst. að komast þangað með lest og smárútu... en þetta væri ekki nema einu sinni í viku svo það er ekki málið.

Annars gengur lífið sinn vanagang, fer í coaching í fyrramálið og verður gaman að sjá hvað hinir hafa verið að bralla síðan fyrir jól og hvernig ég kem mínu efni frá mér....
Byrjaði á blaðagrein í dag, sem er í blað WBFN sem heitir Mosaic. Ég fékk mail frá þeim og var beðin um að skrifa eitthvað um dvöl mína hér síðustu mánuði, með myndum... ég er að vinna í þessu og þarf að skila 21. jan. Mér finnst nú ekki mjög leiðinlegt að skrifa svo ég verð ekki í vandræðum með þetta :-) - ætla nú samt að fá Magga til að lesa yfir þetta með mér svo allt sé nú OK!

Dagný fær útúr prófinu sínu á föstudaginn og er orðin mjög spennt - ég væri nú að ljúga ef ég segði að ég væri ekki svolítið mikið spennt....

Ætla að fara í bólið fljótlega, það er búið að vera fínasta veður hér í dag, hitinn fór í 10-12 °C og glampandi sól, maður þarf nú ekki að kvarta :-) að vísu búið að vera hlev.... kalt undanfarið og vinudur sem þýðir hryllingskuldi!

kv Magga

No comments:

Post a Comment