Monday, January 18, 2010

Sumarveður í janúar

Það er yndislegt veður úti núna, glampandi sól og hitamælirinn okkar góði sýnir 17°C í skugga. Það er varla að maður trúi þessu og það í janúar. Ég þarf að vinna heilmikið í tölvunni í dag og er að hugsa um að skella mér með hana út á svalir á eftir.
Það er frídagur í World Bank (Martin Luther King Day) en Maggi er samt að vinna, hann vann líka allan laugardaginn og sunnudaginn, hellings skýrslur sem hann þarf að klára og ætlar að reyna að klára allt áður en við förum til mið Ameríku, svo hann geti tekið það rólega þar á kvöldin og við gert eitthvað skemmtilega inn á milli funda...
Ég ætla að reyna að klára blaðagrein sem ég var beðin um að gera, á að vera um líf mitt hér og fer í blað sem WBFN gefur út mánaðarlega - verður í mars útgáfunni (ef þær vilja nota hana :-). Svo er að vinna áfram í þessu risa tilboði sem við Tedd erum að hugsa um að gera í þvílíka risaverkefnið, sem verður allt árið 2010 ef allt gengur upp - pínu ógnvekjandi en OK að prófa að gera tilboð og sjá hvað kemur út úr þessu. Við hittumst á morgun og förum yfir þetta og ákveðum þá hvort við gerum þetta.
Á föstudagskvöldið hittum við Tedd og hans konu, jú og litlu dóttur þeirra, á laugardagskvöldið fórum við út að borða með Jonathan vinnufélaga Magga, í gærkvöldi fórum við svo út að borða með Kim vinkonu minni (sem er grafískur hönuður með sitt eigið fyrirtæki) og Dean hennar manni og í kvöld förum við út að borða með Önnu Katrínu sem vinnur líka í World Bank. Það hefur aldrei verið svona mikið að gera hjá okkur í félagslífinu og held ég að óhætt sé að segja að við hittum fleira fólk hér og förum MUN oftar út að borða en við gerum nokkurntíman heima... bara skemmtilegt og gaman að hitta allt þetta fólk og halda þessum tengslum. Dean á líka mótorhjól og spurning hvort við skellum okkur í einhverjar stuttar ferðir saman í vor???
Ég ætlaði að reyna að hitta Michele á morgun og gerum við örugglega eitthvað skemmtilegt.

Annars mallar hér allt áfram, Maggi vinnur og ég er í smá tilraunastarfsemi hér heima, búin að prófa mig aðeins í pappamassa, er í smá endurvinnslu og þarf að koma mér í gang aftur að mála. Svo eru ýmsar hugmyndir sem mig langar að koma í gang, það er oft erfitt að byrja en heilinn starfar á fullu og framleiðir hugmyndir :-)

Talaði við Dagnýju tvisvar í gær og aftur í dag, hún náði ekki stóra prófinu og er svakalega svekkt því hún hafði mikið fyrir þessu. En hún er komin á flot aftur og með plan B.... er að hugsa mikið og búin að tala við námsráðgjafa með framhaldið. Bara besta mál og spennandi að sá hvað kemur út úr þessu. Gangi þér vel Dagný mín...

Ætla að koma mér í sturtu og út á svalir með tölvuna
Eigið góða viku
Magga

No comments:

Post a Comment