Ég var heima að vinna í leiðindarmálum þ.e. fjármálum fyrirtækisins en þetta þarf maður víst að gera. Ætlaði að kíkja á fyrirlestur hjá grafískum hönnuði en hvergi var tekið fram að það þyrfti að skrá sig og þ.a.l. komst ég ekki að, var 19. manneskjan á biðlista... fúlt því þetta var forvitnilegur fyrirlestur.
En helgin var nokkuð góð hjá okkur, unnum bæði í okkar málum, ég hér heima og Maggi að hluta til í bankanum, fórum svo í partý til Violettu og Kevins á laugardagskvöldið, sem þýddi að við fórum seiiiint að sofa. Violetta er pólsk en Kevin amerískur, við fengum far með Michele og Peter því þau búa í Manassas sem er ca 45 mín. akstur og við bíllaus. Þetta var bara fínasta kvöld, haugur af fólki, pólskur matur og svo var spilað pool :-)
Á sunnudeginu vann ég í hugmyndavinnu og í verkefnum fyrir coaching, gekk vel og tók ég stóra ákvörðun - er með hugmynd sem ég ætla að vinna með. Þetta var líka flott dagsetning til að taka svona ákvörðun 10.01.10 :-) hlýtur að þýða eitthvað gott.
Á morgun fer ég að vinna í þessum verkefni mínu og koma þessu aðeins á koppinn, er byrjuð að skrifa aðeins um þetta ferli mitt og held ég að það eigi eftir að hjálpa mér heilling.
Spennandi vika framundan, coaching á fimmtudaginn og það eru alltaf góðir dagar!!!
Bestu kveðjur úr kuldanum hér, er í þykkum sokkum og hlýja náttsloppnum mínum yfir öllu hinu grrrrrrr
Magga
No comments:
Post a Comment