Þau voru búin að pakka öllu í gærkvöldi svo töskurnar stóðu bara og biðu eftir þeim þegar þau vöknuðu í morgun - rólegheit og einhver þreyta í mannskapnum :-) enda búið að taka á því síðustu vikurnar...
Við Maggi skutluðum þeim út á völl og skiluðum bílnum í leiðinni, það var nú ekki skemmtileg móttaka á vellinum... þau rétt búin að tékka sig inn þá fór rafmagnið af öllu húsinu, allt stoppaði og tók sennilega 1-2 klst. að koma öllu í gang aftur og komast í gegnum tékkið, heyrði í Dagnýju þegar þau voru að bíða inni (því það var seinkunn á öllum vélum) þá var ekkert vatn og þ.a.l. ekki hægt að sturta niður í WC, get rétt ímyndað mér að þetta hafi verið pínu ógeð! En þetta hafðist og þau komust til Boston, þar bíða þau núna og fara í loftið eftir ca klst (20:35 að USA tíma). Þetta kemur nú ekki endilega á besta tíma svona rafmagnsleysi, sérstaklega fyrir flughrædda... verið að taka á allri öryggisgæslu og svo fer þetta svona.
Góða ferð heim bæði tvö, þið sjáið þetta ekki fyrr en á morgun... en aldrei of seint :-)
kv Magga mamma :-)
No comments:
Post a Comment