Saturday, January 23, 2010

9 tímar...

...í brottför. Við erum búin að pakka en Maggi gleymdi hleðslutækinu fyrir tölvuna svo hann þurfti að taka taxa í bankann og sækja... en hlýtur að fara að birtast.
Erum búin að panta taxa kl. 6:15 í fyrramálið svo það er eins gott að vakna, stilla tvö stk. vekjaraklukkur svo þetta takist.
Ég er orðin spennt og hlakka bara til að dúlla mér þarna í hitanum, síðustu hitatölur sýndi 27-35 gráður, ekki slæmt. Sólkrem komið í töskuna, bikini líka ef svo ólíklega vildi til að ég gæti lagst í sólina við sundlaug.... og aloa vera til að kæla sig niður :-)

Svo er bara að sjá hvað gerist og hvernig þetta gengur allt saman, við erum í mjög öruggu hverfi í Guademala city en ég er ekki komin lengra í ferðahandbókinni... les um Nicaragua í Guademala og svo um Costa Rica í Nicaragua... ef ég hef tíma :-)

Veit ekki hvort ég kemst í tölvu þarna, annars læt ég bara í mér heyra þegar við komum til baka.
Hringdi í ömmu í dag og var hún hress, heyrði líka aðeins í Dagnýju, hún var að fara í partý með FH í Hafnarfirði svo hún kemst vonandi betur inní hópinn, verður vonandi gaman hjá henni.

Njótið lífsins...
M&M

No comments:

Post a Comment