Wednesday, February 3, 2010

Home sweet home...

...já það er alltaf gott að koma HEIM, ferðin var frábær og margt sem við sáum, set meira inn seinna og myndir.
Við lentum fyrir 3 klst og ein þvottavél þegar búin... kom í ljós að Maggi átti HÁLFT sokkapar hreint... sem dugar víst ekki í vinnuna á morgun :-) Það eru NOKKRAR fullar vélar sem eiga eftir að malla næstu daga, mikill sviti, vindur (hlýr :-) og sandur + drulla svo fötin eru vægast sagt haugdrullug.
Ætlum að skoða myndirnar okkar á eftir, er búin að hlaða inná tölvuna og endum sennilega með að henda slatta... þær enduðu nefnilega í að verða 400 stk. Fór í ferð með Magga og hinum frá World Bank í Nicaragua í jarðhita orkuver og þar voru teknar þó nokkrar myndir.... líka fyrir þau til að nota í skýrslur.

Nenni ekki að skrifa meira - held áfram á morgun... zzzzzzzzzzzzzzzzz
Magga

No comments:

Post a Comment