Monday, February 8, 2010

Fór í bíó...

Já við Michele skelltum okkur í bíó í dag, sáum AVATAR (http://www.avatarmovie.com/index.html) og vissi hvorug okkar við hverju var að búast. En allar þessar tilnefningar hlutu nú að vera þess virði að kíkja. Myndin var auðvitað ekki alveg í mínum stíl en frábærar tæknibrellur og ótrúlegt hvernig þeim tókst að koma þessum mannverum í mynd... Þessi mynd, plús allar auglýsingar, tóku 3 klst. Kanarnir eru snillingar að setja inn trilljón auglýsingar í myndir (í byrjun hér). Ef maður horfir á mynd í sjónvarpinu þá er 90 mín. mynd allt uppí 2,5-3 klst... endalaus auglýsingahlé og algjörlega óþolandi, veit ekki af hverju maður er að borga fyrir þetta, BARA pirrandi.

Bíóið er í Friendship Heights sem er ca 5 lestarstöðvum frá. Ég þurfti að byrja á að bíða eftir lestinni í ca 15 mín. og svo á leiðinni heim beið ég í næstum hálftíma því allt kerfið er í rugli í dag, bara keyrt um stöðvarnar sem eru neðanjarðar en ekki þær sem fara uppí dagsbirtuna, greinilega of mikill snjór :-) En við skelltum okkur inní verslun sem er þarna og heitir World Market, eiginlega mjög skemmtileg verslun með vörur frá öllum heimshornum og mjög flott búsáhöld... ég lét nú ekkert freistast en sakar ekki að láta sig dreyma, á örugglega eftir að fara þangað aftur :-)

Þegar ég loksins komst uppá yfirborðið eftir lestarferðina skellti ég mér í Trader Joe's sem er smá útúrdúr en vantaði ýmsilegt hér, Maggi er hvort eð er alltaf að vinna svo lengi að enginn saknar mín heima... kom heim rétt fyrir kl. 7, dagurinn var semsagt mjög stuttur... Nú er ég búin að græja matinn og plana morgundaginn, sjáum hvað mér tekst að standa við það plan...

Meira seinna
Magga

Nokkrar myndir fylgja frá í gær...
(það á að vera hægt að klikka á myndirnar til að gera þær stærri)

Einhverjir búnir að leika sér...

Fullt af trjám brotnuðu undan snjóþunganum

Smá ruðningar nálægt Hvíta húsinu...

Þeir eru flottir þessir og algjörleg óhræddir

Það hefur enginn setið á þessum bekkjum nýlega :-)

Þessi var með flottan snjó feld...

...og þessi virðist ekki hafa verið notaður mikið!

No comments:

Post a Comment