Saturday, February 6, 2010

DC í (snjó)myndum


Svona lítur út fyrir utan húsið hjá okkur, einhver fyrirmyndar leigjandi búinn að moka!!!

Þessi er tekin úti á horni hjá okkur, fólk labbandi úti á götum og nánast engin bílaumferð. Sumir sniðugir komnir á skíði...

Þessi hefur greinilega ekki verið notuð í dag :-)

Trén eru að sligast undan þunganum...

...og bílar á kafi

Þetta tré þoldi greinilega ekki allan þennan þunga

Flott á S Street NW!

Það er ótrúlega mikið af flottum gömlum húsum hér í nágrenninu

Næstum jóla-jóla :-)

Komin flott birta frá götuljósum svo það er næstum eins og kvöldsólin sé að glenna sig

Þetta tré kom svo flott út á dökkum grunni...

Ekki langt frá okkur (Connecticut Ave), fólk úti á götum og ekki einn einasti bíll sjáanlegur!!!

Fleiri en ég með myndavél.... og myndefnið sést á næstu mynd :-)

Sniðug þessi í forgrunninum.
Hinsvegar hef ég ekki hugmynd um hvað hinir gaukarnir voru að gera þarna með blikkandi ljós. Það var ekki eldur, ekki slys og ekki neinn fluttur í sjúkrabílinn!!!! Svo stóðu þeir þarna á miðri götunni og hlógu... hef grun um að löggubíllinn hafi verið fastur - sel það ekki dýrara en ég keypti það :-)

Sjáið þið hvað er búið að moka vel tröppurnar....?
Hver ætli hafi gert það :-)
Þetta er semsagt flottasta húsið í götunni...

No comments:

Post a Comment