Þegar ég vaknaði í morgun var gjörsamlega allt á kafi, allavega miðað við DC, ca hálfur meter af snjó og örugglega meira sumsstaðar. Þetta er þungur snjór og tré í garðinum brotið, garðhúsið þeirra niðri er fallið saman og sennilega einhver blóm brotin þar inni.
Ég skellti mér í jakka, húfu og há leðurstígvél og byrjaði að moka framan við hús, trén voru svo þung að ég varð að byrja að hrista af þeim því maður komst varla undir þau og ekki hægt að labba framhjá húsinu (á gangstéttinni). En þar sem maður er nú vanur ýmsu þá lét ég mig bara hafa þetta. Er búin að moka stéttina, troppurnar og gangstéttina fyrir framan húsið. Þvílíkur fyrirmyndar íbúi :-) Húseigendurnir eru ekki heima svo þau sleppa í þetta skiptið en það er spurning hvort ætti ekki að hafa samband við þau til að fá aðilann sem fylgist með húsinu til að kíka á garðinn, nema við bjóðumst til að gera þetta. En til að komast í garðinn þarf að fara í gegnum þeirra íbúð og moka sig út... sjáum til :-) Bílar nágrannanna eru á kafi og verða sennilega ekki hreyfðir í dag, ekki er búið að fara yfir götuna með ruðningstæki því þeir reyna sennilega að halda aðal æðunum opnum, en mín vegna er það OK...
Nú er bara eitt í stöðunni, skella sér í sturtu því ég er rennsveitt og svo er maður að verða svangur eftir þessi átök. Kl. er 11:30 og minn maður enn sofandi, kannski ágætt að ræsa hann - eða bara láta hann sofa í dag!!! gæti örugglega sofið í 15 tíma ef ekkert truflar hann og jafnvel lengur. Hann er búinn að vinna eins og vitleysingur síðustu vikur og svo allir þessir fundir í ferðinni. Í gær fór hann í Bankann og vann í nora tíma, var mjög rólegt þar heyrðist mér og gott fyrir hann að fá frið til að vinna.
Við borðuðum íslenskan lax í gær sem ég fékk í Whole Foods. Ég hef aldrei lent í annari eins biðröð, tók örugglega rúman hálftíma, það var búið að spá þessu veðri og allir að fylla sína skápa af mat eins og ætti að loka í mánuð... ótrúlegt. En hinsvegar erum við í miðborginni þar sem ekki margir eru á bíl og stutt að labba svo það er nú örugglega ekki eins mikil panik hér. Í gær sáum við í TV að hillur voru tómar í samskonar verslun í úthverfum. Í kvöld á svo að prófa nýsálenskt lambakjöt...
Það verður sennilega eitthvað innhangs, á eftir að vinna í skattamálum og ætlum við að fara í okkar skattframtöl sem eru einföld í ár og líka fyrir imago. Hreiðar sem hefur séð um bókhald imago síðustu ár dó í haust og þar var sko örkubókari á ferð, sjáum hvað við getum gert?
Er að horfa á TV akkúrat núna, segja frá að það sé 70cm snjór, lestar og rútur stopp og allt lamað hér. Rafmagnsleysi sumsstaðar og erum við greinilega heppin, með rafmagn og þurfum ekki að fara neitt á bíl - enda eigum við engan :-) og það á eftir að snjóa og snjóa til 10 í kvöld og ekkert flug...
Ekki meira í bili svo einhverjir komist nú yfir að lesa þetta :-)
Kveðja úr snjónum
Magga
No comments:
Post a Comment