Monday, February 15, 2010

Frábær sunnudagur

Í gær var Valentínusardagur, við erum jú í USA svo við ákváðum að gefa hvort öðru smá pakka í tilefn dagsins.. við vorum bara nokkuð góð bæði í valinu :-) Ég er algjörlega á móti þessum degi á Íslandi því þetta er svooo amerískt og að sjálfsögðu dagur verslunar- og veitingahúsaeigenda!!! Við eigum líka okkar konu- og bóndadag því ekki að nota þá? En hinsvegar máttum við þetta HÉR :-)
Við ákváðum að gera eitthvað skemmtilegt, gott veður og því tilvalið að fara út. Enduðum í Alexandriu, mig langaði svo að skoða Art Center sem er þarna í höfninni og sá sko ekki eftir því, opnar vinnustofur hjá fólki og gaman að rölta um þessar þrjár hæðir. Þetta minnir aðeins á Korpúlfsstaði heima, samt opnara og allir með sölu. Þetta er opið almeningi alltaf. Ég komst að því að skólinn sem mig langar í er í sama húsi, frábært.. ætla að kíkja þangað á morgun (frídagur í dag) og spjalla við liðið. Maggi var nú frábær, eftir að hafa labbað um og skoðað verk margra aðila kom hann með þessa snilldar setningu „Þú ættir nú bara heima hérna, þínar myndir eru nú miklu betri en margt hér..."
Við töluðum aðeins við eina sem var með vinnustofu á neðstu hæðinni, hafði líka verið í þessum skóla og þar sem ég var með bæklinginn frá skólanum bað ég hana að pikka út nokkur námskeið fyrir mig sem væri góð, ekki málið.... hún merkti við nokkur og þá aðallega kennarana sem hún fílaði. Hún er að mála myndir sem eru í samskonar stíl og mínar, eitthvað sem ég fílaði þarna... Hún er aritekt og fannst því frábært að fara á þessi námskeið til að brjótast út úr kassanu, færi líka fínt fyrir mig... líka að læra meira. Maður getur endalaust lært og því ekki að nota þetta tækifæri hér.

Á laugardaginn hitti ég Tedd kl. 11 og við bulluðum til kl. 3.... ég var algjörlega orðin tóm eftir þetta. Ég sýndi honum mína möppu og hann mér sína, við hittumst á skrifstofunni hans og erum að skoða hvort við gætum unnið saman.... nú er bara að hugsa og lesa aðeins smá það sem ég er með hérna.... og hittumst við svo í vikuni og höldum áfram. Hann er með mikla reynslu í samskiptum og hefur rekið fyrirtæki í mörg ár og svakalegt tengslanet, hann langar að taka meira af hönnunarverkefnum og þar kemur okkar samstarf inn. Sjáum hvað kemur út úr þessu, ég þarf líka að hugsa hvort þetta er eitthvað sem sem ég VIL gera, hann hefur áhuga og þarf á mér að halda....
N´er semsagt mánudagur og enn einn frídagurinn hér „Presidents' Day" sem er fæðingardagur George Washington (Skoðaði á Wikipedia), þessi dagur er haldinn 3ja mánudag í feb og það sem er ótrúlegast er að það sé nú þegar kominn þriðji mánudagurin í feb, hann er rétt að byrja.... hrikalega líður þetta hratt.
Í dag ætla ég að lesa betur í bæklingnum mínum um skólann (The Art League / www.theartleague.org) og fleiri atriði sem þarf að klára hér. Maggi svaf út :-) og er að skríða á fætur núna... sjáum hvað við gerum meira af okkur í dag, það var spáð snjókomu hér í dag, þremur tommum... vona að það standist ekki því gatan okkar var loksin rudd í gær, viku eftir snjóinn mikla....

Meira seinna, hafið það gott
Magga

No comments:

Post a Comment