Sunday, February 28, 2010

Ööööörfá sunnudagsorð :-)

Tíminn líður og ég er búin að vera hrikalega löt hér inni. Er búin að vera á fundum út af verkefnum sem ég er að taka fyrir WBFN og held að þetta sé að verða ÁGÆTT þar, þarf sennilega að segja stop og hætta þessu. Þegar maður er hættur að hafa ánægju af því að vinna verkefni sem maður fær ekki borgað fyrir... þá er eins gott að hætta því.

Við fórum á mótorhjólið hans Magg aí fyrsta skipti í dag og var ískalt þegar við vorum komin af stað, ég hefði átt að bæta snjóbuxunum utanyfir en gleymdi þeim grrrrrrrrr
Við þurftum að ýta hjólinu upp um tvær hæðir í bílageymslunni - úff og láta renna í gang því það hefur staðið svo lengi óhreyft. En ekki klikkaði það og fór í gang í annari tilraun...

Spurning hvort ég verð duglegri hér næstu daga - kemur í ljós. Það eru ýmsar hugmyndir í gangi og segi ég meira síðar...

kv Magga

No comments:

Post a Comment