Wednesday, February 10, 2010

Þetta er að verða ágætt...

Hér snjóar enn og allt gjörsamlega lamað. Við horfðum á CNN áðan og það er útgöngubann í Boston, hvar endar þetta????
Það er ekkert að virka hérna, ruðningstæki hafa ekki farið um okkar götu enn og gangstéttar mokaðar af íbúum og þ.a.l. mismunandi vel gert, því er fólk labbandi á götum og núna er blindbylur og sést varla á milli húsa. Maggi er heima því World Bank er lokaður og sennilega fáir á ferð, fólk sem býr utan við miðborgina kemst sennilega hvergi og ekki allir sem hafa verslun nálægt. Við erum heppin því það er ein hér rétt hjá okkur, veit svosem ekki hvort hún er opin.
Nýjustu fréttir eru þær að það gæti komið annað eins veður í næstu viku..... svo má þetta bara hætta mín vegna, þessi borg ræður engan vegin við þetta. Ég hef ekki enn komist í enskutíma sem áttu að byrja í feb, það var einn tími þegar ég var á ferðalagi og svo ekki söguna meir, Michele enskukennari er að bilast, við höfum verið í sambandi og hún er hér mikið ofar á Wisconsine Ave og því engin leið að hittast og hún hangir heima. Ég held að þetta fari ekki vel með marga :-(
Ég var að hugsa um það í morgun hvar útigangsfólkið sé núna, það lifa nú ekki margir af svona veður sofandi úti, vona að allir hafi komist í skjól og það hafi verið hugsað fyrir þessu.

Við erum allavega inni í hlýjunni og held ég að dagurinn verði nokkuð rólegur hjá okkur, tók fram penslana áðan og ætla að dúlla mér í að mála í dag.

Meira seinna, vonandi ekki fleiri snjófréttir - er búin að fá nóg af þessu...
Magga


Tekið af svölunum áðan - ekta íslenskt veður, veit að vísu ekki hvort þetta sést nógu vel á mynd?

Það er nánast ekkert skyggni og þvílíkar fréttir í sjónvarpinu - það er gjörsamlega allt að fara á hliðina hér :-)

No comments:

Post a Comment