Þetta er ótrúlegt, kominn 18. feb. og mánuðurinn rétt byrjaður!
Ég hef verið hrikalega löt að blogga og hef hreinlega enga afsökun... Það var frí á mánudaginn í vinnunni hjá Magga og tókum við virkilega rólegan dag. Á þriðjudaginn hoppaði ég uppí lest til Alexandriu og skráði mig á málunarnámskeið sem byrjar (því miður) ekki fyrr en í apríl, það er annað í silkiprentun og fleiri aðferðum sem mér finnst virkilega spennandi... sé til. Svo mætti ég á kynningarfund hjá Taproot Foundation, ætla að taka þátt í smá sjálfboðaverkefni þar, þarf að skoða heimasíðuna þeirra betur til að sjá hvað er í gangi, hverskonar verkefni eru að fara af stað - bara nokkuð spennandi. Þarna eru valdir inn aðilar með sérþekkingu og vinna fyrir góðgerðasamtök (hópa) og gefa 5 klst á viku í að vinna markaðsefni sem þessi samtök hefðu annars ekki efni á. Á bakvið þetta fyrirtæki eru stórir aðilar eins og Microsoft, flugfélög og fleiri. Svo er ég búin að vera að vinna í verkefni fyrir WBFN sem ég hefði átt að vera búin að klára.... en búin að ýta á undan mér því ég einfaldlega nenni ekki að vinna þetta, held ég ætti smátt og smátt að koma mér útúr þessu.
Í dag var ég á fullu að vinna í þessu helv... verkefni, fór svo ég í klippingu, hádegismat til Michele og hittum við svo hóp í Bethesta...
á morgun er fundur með Tedd og þurfum við að ræða framhaldið eða EKKI framhald... hef einhverjar efasemdir um okkar framhald og hvort ég VIL fara út í þetta hönnunarsamstarf.... kemur allt í ljós, eins gott að vera bara hreinskilin.
Verð að setja inn mynd af mér á hjólinu hans Rogerio :-) Fórum til hans á mánudagskvöldið, horfðum á Brasilíska Carnivalið í beinni (smá stund - hann er þaðan og frábært að fá útskýringar á því hvernig þetta gengur fyrir sig...) og fékk ég að prófa hjólið, tekið á litlu vélina svo myndigæðin hefðu getað verið betri... fórum í bílakjallarann og þar var hjólið, ég er að spá í að taka námskeið í mars og taka prófið - sjáum svo til með framhaldið... mótorhjól eða vespa????????
kv Magga
No comments:
Post a Comment