Áfram héldum við til Nicaragua 27. jan. Það munaði miklu á hitanum í Guatemala og Nicaragua, vorum komin í ca 35 gráður en samt smá vindur til að kæla okkur niður :-) en hinsvegar venst maður þessu fljótt. Við vorum á algjöru lúxushóteli í Managua (höfuðborginni) en ef maður fór eitthvað útfyrir var maður kominn í algjöra fátækt. Þegar við keyrðum frá flugvellinum í okkar leigubílum, var maður ekki viss hvort þetta væri grín... það var sikksakkað á milli húsa í þröngum götum, börn betlandi inná milli bílanna og fólk alsstaðar. Húsin voru þannig að maður myndi sennilega ekki setja þarna inn kindur, ótrúlegt.
Maggi var mikið á fundum en ég fórum svo í eina vettvangsferð með þeim uppí fjöll til að skoða jarðhita orkuver, mjög gaman að sjá meira af landinu.
Ég spurði á hótelinu hvort þau væru með einhverjar ferðir og hvort einhver annar aðili væri þarna og hefði áhuga á að fara... og jú þarna var stelpa frá Rúmeníu sem er með manni sínum á hótelinu í 5 vikur, úff. Hann tekur þátt í sameiningu banka og er að vinna þarna alla daga... Við Andriana fórum semsagt saman í skoðunarferð um Managua (höfuðborgina). Fengum leigubílstjóra frá hótelinu til að keyra með okkur um, skoðuðum kirkju, torg, vötn og margt fleira. Borgin er ekki mjög spennandi enda rústaði jarðskjálfti 90% borgarinnar 1972. Það er mikið verk framundan og finnst manni ótrúlegt að ekki hafi meira verið gert eftir allan þennan tíma. Ca 60% landsmanna eru undir 30 ára og mjög algengt að foreldrar komi börnum sínum í fóstur hjá fjölskyldu sinni og fari úr landi að vinna til að geta kostað menntun barna sinna, hræðilegt ástand.
Daginn eftir fór ég svo með öðrum bílstjóra til að skoða út fyrir borgina, við fórum að skoða Masaya (eldfjall), Apoya sem er mjög flott vatn eða gamall gígur og svo til Granada sem er fyrrverandi höfuðborg Nicaragua og fór hún ekki eins illa út úr jarðskjálftanum, mikið meira búið að gera þarna og viðhalda. Þar keypti ég mér m.a. hengirúm á markaði... af gamalli krúttlegri, lítilli konu (handmade).
Ég gerði nánast ekkert af því að liggja í sólbaði en tók þeim mun meira af myndum... því Maggi gat ekki farið með mér í þessar ferðir svo ég myndaði allt í bak og fyrir. Til hvers líka að liggja í sólbaði þegar maður er að fara í frost og snjó aftur :-) þetta hverfur af manni eftir nokkra daga.
Hér koma semsagt nokkrar myndir, brotabrot af því sem við tókum :-)
kv Magga
Að sjálfsögðu byrjar þetta á fjallamynd - tekin úr vélinni fyrir fjallageitina...
Managua séð ofanfrá
Nýja dómkirkjan þeirra í Managua, hin eyðilagðist í jarðskjálftanum 1972 eins og flest annað í borginni
Þarna er höfundurinn fyrir utan dómkirkjuna
Við Maggi fórum á þennan veitingastað uppi á fjalli með útsýni yfir borgina, mjööööög svo rómantískur staður. En hinsvegar leist okkur mátulega á leiðina. Fyrst upp úr borginni, svo allskonar villur og hallir og svo BARA myrkur og mjó slóð - svo allt í einu kom þetta hús í ljós. Þessi ferð tók rúmer 20 mín. með leigubíl en var svo sannarlega þess virði
Þá er ég komin að Masaya eldfjallinu, eða virka gígnum....
Magnað dæmi. Litir, umhverfi og lyktin alveg eins og á Íslandinu góða...
Ég skokkaði upp þessar tæplega 200 tröppur...
...og hitti þar amerískar stelpur sem tóku mynd af mér því til sönnunar :-)
Apoyo var næsti viðkomustaður, rosalega fallegt þarna og hægt að leigja hús og bát þarna við vatnið... kannski seinna!!!
Enduðum svo í Granada. Þar er búið að gera mikið upp og mjög afslappað andrúmsloft. Þetta er turninn á Dómkirkjunni þeirra
Götumynd frá Granada
Stoppuðum aðeins við Nicaragua vatnið, sem er að landamærum Nicaragua og Costa Rica. Það er svo stórt að það er ekki möguleiki að sjá enda á milli. Í þessu vatni eru einu hákarlarnir sem synda í ósöltum sjó, hvítir gaurar...
Þá erum við lögð af stað í vettvangs ferðina með World Bank hópnum og Jim hjá jarðhitafyrirtækinu í Nicaragua
Virkt eldfjall sem við keyrðum framhjá, man enganvegin hvað það heitir...
Þarna er hópurinn: Jim (hjá jarðhitafyrirtækinu), Fernandi, Jessica, Xau og Maggi til í slaginn
Ég tók endalausar myndir fyrir þau til að þau gætu notað í skýrslur og fleira... veit að enginn nennir að skoða þær :-) læt þessa því bara fylgja...
Ég held að Maggi vilji senda mig í verkfræði því hjálmurinn fari mér svo vel :-) Segir að það rífi enginn kjaft við mig með hjálm - ég ætti kannski að hafa einn hér heima he, he, he....
No comments:
Post a Comment