Tíminn er svo fljótur að líða að maður trúir þessu varla, komið föstudagskvöld og helgin að koma eina ferðina enn. Þessi vika er búin að vera frekar róleg hjá mér, búin að breyta gestaherberginu í vinnustofu, kaupa mér vinnuborð sem hægt er að leggja saman, ca 180x90cm. Ekki slæmt að geta haft tölvuna á öðrum helmingnum og unnið á hinum helmingjun, búin að koma málningadótinu fyrir og svo er bara að byrja aftur... ýmsar hugmyndir í gangi og ætla að gera smá plan fyrir mig, hvernig ég ætla að skipta vikunni niður hjá mér... þetta er hluti af coaching samningnum mínum - eins gott að standa við þetta!
Það snjóaði í nótt, innan við 10 cm og búið að salta svo mikið að maður rennur næstum í drullunni, göturnar eru gráar af salti og algjört ógeð. Fór í Trader Joe's sem er verslun hér ekki langt frá og það var næstum salt-hálka. Þar kaupir maður hreina vöru og mjög skemmtilegt úrval. Þegar ég kom að kassanum spurði daman mig hvort ég vildi ekki fá kassa undir allar vínflöskurnar :-) ég sagði henni að ég væri labbandi svo það væri betra að raða þeim í innkaupapokana (sem maður fer með með sér). Úff ég vona að þú þurfir ekki að labba langt??? Nei, nei bara í 20-30 mín.... sagði ég bláköld og að ég væri þrælvön þessu :-) Ég var semsagt með 9 vínflöskur, 4 lítra af appelsínusafa, einhverjar krukkur og allt annað sem þarf að kaupa.... þetta var ekki auðvelt verk að labba með þetta heim, en lager sem endist þónokkuð lengi hjá okkur....
Nú er búið að setja Angus nautakjöt í olíu, sveppi, pipar, ólívur, sólþurrkaða tómata, lauk og pipar... mmmmmm verður ekki slæmt. Það er nú ekki oft sem ég elda svona en nauðsynlegt af og til. Maggi borðar oftast heitan mat í hádeginu en ekki ég, hann fór seint í vinnuna í dag svo það var eiginlega bara mjöööög síðbúinn morgunmatur hjá okkur svo þetta verður flott. Gerði líka kartöflusalat því það var allt til í það, margir mánuðir síðan ég gerði svona, allavega ekki síðan ég flutti hingað :-)
Maggi er reyndar ekki kominn heim og kl. að verða 7, svona dragast dagarnir oft og eru langir hjá honum. Ég er búin að vera í hugmyndavinnu í dag og þarf að gefa mér miklu lengri tíma í þetta, það hlýtur þá eitthvað að gerast!!! Er líka búin að þvælast á netinu í leit að listaskólum eða námskeiðum, ætla að sjá hvað kemur út úr því áður en ég tek ákvörðun.... en ég er búin að ákveða að árið 2010 verði GOTT ár hjá mér og það verður það....
Fæ fjarheilun einu sinni í viku hjá henni Sigurlaugu (
http://www.kaerleikssamtokin.com/) og það er frábært, erum að vinna í bakinu á mér núna og tekur hún 15 mín. í þetta. Hún vinnur í þessu á morgnana, sem þýðir að ég er steinsofandi hér og vel slök :-) Það var mjög þægileg vellíðunartilfinning í bakinu á mér í morgun þegar ég vaknaði, eins og þegar maður kemur úr heilun eða úr ræktinni og búinn að taka vel á því en líður vel. Ekki slæmt það.
Amma á afmæli í dag og hringdi ég í hana, kerlan er 86 ára og var bara hress þegar ég talaði við hana, hún var enn með gesti í „súkkulaði" eins og hún kallar alltaf kakóið sitt.. sem er reyndar gert úr súkulaði :-) og er alltaf jafn gott hjá henni, hefði nú alveg verið til í að vera þarna og fá rest af jólabakkelsinu og heitt súkkulaði... en bara seinna. Hún á afmæli sama dag og Elvis karlinn Presley og sá ég að hann hefði orðið 75 ára í dag og um 10.000 manns sem ætluðu að mæta á einhverja samkomu... eins gott að amma fékk ekki alla þessa gesti he, he....
Nú ætla ég að kveikja á kassanum og sjá hvort ég næ ekki einhverju skemmtilegu. Annars tókum við áskrift fyrir jól og hefur hún valdið vonbrigðum hér á heimilinu, okkur var sagt að við næðum haug af myndum.... en þarf að borða 5-20 $ fyrir alltof stóran hluta af þeim, næstum að maður geti keypt sér DVD úti í bókabúð fyrir þennan pening... svekk.
Bestu kveðjur og eigið góða helgi.
Magga