Saturday, January 23, 2010

9 tímar...

...í brottför. Við erum búin að pakka en Maggi gleymdi hleðslutækinu fyrir tölvuna svo hann þurfti að taka taxa í bankann og sækja... en hlýtur að fara að birtast.
Erum búin að panta taxa kl. 6:15 í fyrramálið svo það er eins gott að vakna, stilla tvö stk. vekjaraklukkur svo þetta takist.
Ég er orðin spennt og hlakka bara til að dúlla mér þarna í hitanum, síðustu hitatölur sýndi 27-35 gráður, ekki slæmt. Sólkrem komið í töskuna, bikini líka ef svo ólíklega vildi til að ég gæti lagst í sólina við sundlaug.... og aloa vera til að kæla sig niður :-)

Svo er bara að sjá hvað gerist og hvernig þetta gengur allt saman, við erum í mjög öruggu hverfi í Guademala city en ég er ekki komin lengra í ferðahandbókinni... les um Nicaragua í Guademala og svo um Costa Rica í Nicaragua... ef ég hef tíma :-)

Veit ekki hvort ég kemst í tölvu þarna, annars læt ég bara í mér heyra þegar við komum til baka.
Hringdi í ömmu í dag og var hún hress, heyrði líka aðeins í Dagnýju, hún var að fara í partý með FH í Hafnarfirði svo hún kemst vonandi betur inní hópinn, verður vonandi gaman hjá henni.

Njótið lífsins...
M&M

Friday, January 22, 2010

Styttist í sól og hita

Já við förum snemma á sunnudagsmorunn til Guademala, þá Niacaragua og Costa Rica. Verð ekki smá fegin að fá smá sól og hita í kroppinn, annars þarf ég svosem ekki að kvarta það hefur ekki fryst hér í nokkra daga og hitinn fínn. En sól + hiti = já takk.
Ég keypti bók um mið Ameríku í gær og byrjuð að lesa, hitti líka eina konu sem hefur búið þarna og sagði hún mér aðeins frá þessum löndum og hvernig fólkið væri, öryggi og fleira... alltaf best að fá upplýsingar beint í æð.
Ég er búin að vera hrikalega löt að blogga, sá að síðasta færslan var á mánudag - skamm Magga. Vikan er búin að vera upp og niður, ég búin að hugsa og hugsa og er orðin hrikalega óþolinmóð við sjálfa mig, langar svooo að byrja á einhverju, en hverju? Ég er með fullt af hugmyndum en get ekki valið. Nú ætla ég bara að slaka á, njóta ferðarinnar og sjá hvort ég næ ekki lendingu einhverntíman á næstunni. Í gær fór ég á safn með Michele og svo á kaffihús, því næst fórum við í metro til Bethesda sem er úthverfi DC. Þar er hópur sem hittist alltaf tvisvar í viku á bókasafni og svo á kaffihúsi á eftir. Þetta er mjög svo alþjóðlegur hópur sem hittist til að nota enskuna, einn af okkar enskukennurum er þarna með og aðstoðar. Mjög líflegur hópur og sátum við þarna örugglega í tvo tíma. Talaði heillengi við ítalskan gaur sem hafði mikinn áhuga á Íslandi og fannst honum magnað að þessi litla þjóð hefði, þrátt fyrir ástandið, sent hjálparhóp til Haiti. Hann hafði séð fréttir um þetta hér og fannst þetta ótrúlegt. Þarna var líka mjög sérstakur kínverji, sem er einfaldlega ekki lentur hér enn :-) hann talaði endalaust um landið sitt og hver munurinn væri á Kína og USA... úff ég var búin að fá nóg af honum :-)
Þegar við fórum til baka fór ég í bókabúð hér ekki langt frá og keypti mið-Ameríku bókina og líka eina handa mér til að taka með. Ég hef sennilega mjög mikinn tíma þarna ein því Maggi verður mikið á fundum og vona ég að ég geti þá hitt þau eitthvað á kvöldin??? Annars finn ég mér eitthvað að gera, hef ekki áhyggjur af því ennþá :-)
Guademala fólkið á víst að vera mjög vinalegt og opið á meðan Nigaraguamenn eru aðeins meira til baka, Costa Rica á að vera öruggasta landið... gott að vita það. Manni er ráðlegt að vera ekki að þvælast einn í fátækari hverfunum, ég þarf nú kannski ekki að fara þangað :-)
Kannski finn ég einhvern hóp á hótelinu sem fer í bæinn eða hótelstarfsfólk geti mælt með guide eða taxa eða einhverju, kemur í ljós.
Maggi er nú loksins á leiðinni heim kl. 20:10, búinn að vinna stanslaust í tvær vikur, engin helgi og þetta er að gera út af við hann.... læt renna í bað handa honum :-)

Góða helgi
Magga

Monday, January 18, 2010

Sumarveður í janúar

Það er yndislegt veður úti núna, glampandi sól og hitamælirinn okkar góði sýnir 17°C í skugga. Það er varla að maður trúi þessu og það í janúar. Ég þarf að vinna heilmikið í tölvunni í dag og er að hugsa um að skella mér með hana út á svalir á eftir.
Það er frídagur í World Bank (Martin Luther King Day) en Maggi er samt að vinna, hann vann líka allan laugardaginn og sunnudaginn, hellings skýrslur sem hann þarf að klára og ætlar að reyna að klára allt áður en við förum til mið Ameríku, svo hann geti tekið það rólega þar á kvöldin og við gert eitthvað skemmtilega inn á milli funda...
Ég ætla að reyna að klára blaðagrein sem ég var beðin um að gera, á að vera um líf mitt hér og fer í blað sem WBFN gefur út mánaðarlega - verður í mars útgáfunni (ef þær vilja nota hana :-). Svo er að vinna áfram í þessu risa tilboði sem við Tedd erum að hugsa um að gera í þvílíka risaverkefnið, sem verður allt árið 2010 ef allt gengur upp - pínu ógnvekjandi en OK að prófa að gera tilboð og sjá hvað kemur út úr þessu. Við hittumst á morgun og förum yfir þetta og ákveðum þá hvort við gerum þetta.
Á föstudagskvöldið hittum við Tedd og hans konu, jú og litlu dóttur þeirra, á laugardagskvöldið fórum við út að borða með Jonathan vinnufélaga Magga, í gærkvöldi fórum við svo út að borða með Kim vinkonu minni (sem er grafískur hönuður með sitt eigið fyrirtæki) og Dean hennar manni og í kvöld förum við út að borða með Önnu Katrínu sem vinnur líka í World Bank. Það hefur aldrei verið svona mikið að gera hjá okkur í félagslífinu og held ég að óhætt sé að segja að við hittum fleira fólk hér og förum MUN oftar út að borða en við gerum nokkurntíman heima... bara skemmtilegt og gaman að hitta allt þetta fólk og halda þessum tengslum. Dean á líka mótorhjól og spurning hvort við skellum okkur í einhverjar stuttar ferðir saman í vor???
Ég ætlaði að reyna að hitta Michele á morgun og gerum við örugglega eitthvað skemmtilegt.

Annars mallar hér allt áfram, Maggi vinnur og ég er í smá tilraunastarfsemi hér heima, búin að prófa mig aðeins í pappamassa, er í smá endurvinnslu og þarf að koma mér í gang aftur að mála. Svo eru ýmsar hugmyndir sem mig langar að koma í gang, það er oft erfitt að byrja en heilinn starfar á fullu og framleiðir hugmyndir :-)

Talaði við Dagnýju tvisvar í gær og aftur í dag, hún náði ekki stóra prófinu og er svakalega svekkt því hún hafði mikið fyrir þessu. En hún er komin á flot aftur og með plan B.... er að hugsa mikið og búin að tala við námsráðgjafa með framhaldið. Bara besta mál og spennandi að sá hvað kemur út úr þessu. Gangi þér vel Dagný mín...

Ætla að koma mér í sturtu og út á svalir með tölvuna
Eigið góða viku
Magga

Thursday, January 14, 2010

Eitt ár...

Í dag er nákvæmlega eitt ár síðan Maggi flutti til USA, við fórum saman og var ég hér í viku til að skoða aðeins aðstæður og vorum viðstödd innsetningu Obama (minnir að það hafi verið 20. jan).

Innsetning Obama 20. jan 2009. Þarna sést vel hvað margir voru þarna á svæðinu. Flugvöllurinn var svo stappaður daginn eftir að ég missti af vélinni minni og þurfti að bíða í klukkutíma í viðbót.... caos.

Maggi byrjaði að vinna sama dag og ég fór heim og er búinn að vera vinnandi síðan :-)
Ég fór í Coaching í morgun og var það heldur betur erfiður tími, úff hún píndi mig ekkert smá og ég þurfti að skoða sjálfa mig ansi vel og nákvæmlega af hverju ég sagði þetta og hitt. Er með heimaverkefni og það er mjög spennandi og hjálpar mér örugglega í framhaldinu. Ég er semsagt komin á sporið og spennandi að sjá hvað þetta leiðir af sér...
Borðaði með Magga í hádeginu og fórum við á ferðaskrifstofuna innan World Bank og skráðum mig í sömu flug og hann, þarf að staðfesta og borga á morgun... þá verður þetta 100% ákveðið, einhverjir lausir endar hjá honum. Fórum líka á heilsugæsluna á sömu hæð (kjallari nr. 2) og sýndi ég mitt bólusetningarkort og fékk að vita að ég þyrfti engar sprautur nema ef ég vildi fyrir malaríu. Við verðum hinsvegar bara í borgum og ef ég úða á mig flugnaefni, bæði á húðina og fötin þá ætti þetta að sleppa, líka passa hvað ég borða... maður er nú orðinn nokkur sjóaður í flugnasprayinu, erum búin með marga brúsa af því hér :-)

Á leiðinni heim rölti ég við í verslun sem heitir Dressbarn, veit ekki af hverju.... fjárfesti í fötum. Mig vantar meira af klassafatnaði og einhverja liti með.... hér er afraksturinn...

Hér er afrakstur dagsins, 5 flíkur fyrir $96. Þetta á nú ekki að vera auglýsing en þessi verslun er alveg ágæt, eiginlega frekar „konu-búð" en flottar flíkur inná milli. Ég keypti mér kjól þarna í haust fyrir $20 og hann var mikið notaður um jólin og áramótin, ótrúlega góð snið (sem er sko ekki sjálfgefið hér).

Nú er bara að halda tískusýningu þegar hinn helmingurinn kemur heim :-) sjáum hvernig honum líst á. Honum fannst fyrsti kjóllinn svo flottur að endilega kaupa fleiri... nú eru komnir tveir í safnið í viðbót! Maður verður að eiga svona fatnað hér, það er bara ekki annað í boði - eiginlega líka gaman að geta skipt út gallabuxunum...

Þá ætla ég að taka pensilinn mér í hönd og halda áfram á litlu hlutunum sem ég er að prófa!
kv Magga

Wednesday, January 13, 2010

Mið Ameríka

Maggi er á leið til Mið-Ameríku og erum við að vona að ég geti farið með honum til Guatemala, Nicaragua og Costa Rica... þetta kemur sennilega í ljós á morgun eða í síðasta lagi fyrir helgi. Þá myndum við fara 24. jan. og koma heim 3. feb..... bara spennandi og eitthvað alveg nýtt fyrir okkur bæði - ætli sé hægt að segja að þetta sú forréttindi.
Á föstudaginn hittum við gauk sem er með augl. stofu og sjáum hvað kemur út úr því?
Ég er að vinna í mínum málum, er búin að finna mjög áhugaverðan skóla í Alexandriu, sem er með allskonar „printmaking" (silkiprent og fleira) sem ég hef mikinn áhuga á að læra m.a. til að halda áfram með mínar hugmyndir og vonandi að fá miklu fleiri :-) Það tekur hinsvegar 1-2 klst. að komast þangað með lest og smárútu... en þetta væri ekki nema einu sinni í viku svo það er ekki málið.

Annars gengur lífið sinn vanagang, fer í coaching í fyrramálið og verður gaman að sjá hvað hinir hafa verið að bralla síðan fyrir jól og hvernig ég kem mínu efni frá mér....
Byrjaði á blaðagrein í dag, sem er í blað WBFN sem heitir Mosaic. Ég fékk mail frá þeim og var beðin um að skrifa eitthvað um dvöl mína hér síðustu mánuði, með myndum... ég er að vinna í þessu og þarf að skila 21. jan. Mér finnst nú ekki mjög leiðinlegt að skrifa svo ég verð ekki í vandræðum með þetta :-) - ætla nú samt að fá Magga til að lesa yfir þetta með mér svo allt sé nú OK!

Dagný fær útúr prófinu sínu á föstudaginn og er orðin mjög spennt - ég væri nú að ljúga ef ég segði að ég væri ekki svolítið mikið spennt....

Ætla að fara í bólið fljótlega, það er búið að vera fínasta veður hér í dag, hitinn fór í 10-12 °C og glampandi sól, maður þarf nú ekki að kvarta :-) að vísu búið að vera hlev.... kalt undanfarið og vinudur sem þýðir hryllingskuldi!

kv Magga

Monday, January 11, 2010

Ný vika - spennandi tímar framundan

Nú er kominn mánudagur, ótrúlegt en satt.
Ég var heima að vinna í leiðindarmálum þ.e. fjármálum fyrirtækisins en þetta þarf maður víst að gera. Ætlaði að kíkja á fyrirlestur hjá grafískum hönnuði en hvergi var tekið fram að það þyrfti að skrá sig og þ.a.l. komst ég ekki að, var 19. manneskjan á biðlista... fúlt því þetta var forvitnilegur fyrirlestur.
En helgin var nokkuð góð hjá okkur, unnum bæði í okkar málum, ég hér heima og Maggi að hluta til í bankanum, fórum svo í partý til Violettu og Kevins á laugardagskvöldið, sem þýddi að við fórum seiiiint að sofa. Violetta er pólsk en Kevin amerískur, við fengum far með Michele og Peter því þau búa í Manassas sem er ca 45 mín. akstur og við bíllaus. Þetta var bara fínasta kvöld, haugur af fólki, pólskur matur og svo var spilað pool :-)
Á sunnudeginu vann ég í hugmyndavinnu og í verkefnum fyrir coaching, gekk vel og tók ég stóra ákvörðun - er með hugmynd sem ég ætla að vinna með. Þetta var líka flott dagsetning til að taka svona ákvörðun 10.01.10 :-) hlýtur að þýða eitthvað gott.
Á morgun fer ég að vinna í þessum verkefni mínu og koma þessu aðeins á koppinn, er byrjuð að skrifa aðeins um þetta ferli mitt og held ég að það eigi eftir að hjálpa mér heilling.

Spennandi vika framundan, coaching á fimmtudaginn og það eru alltaf góðir dagar!!!
Bestu kveðjur úr kuldanum hér, er í þykkum sokkum og hlýja náttsloppnum mínum yfir öllu hinu grrrrrrr
Magga

Friday, January 8, 2010

Enn og aftur komin helgi

Tíminn er svo fljótur að líða að maður trúir þessu varla, komið föstudagskvöld og helgin að koma eina ferðina enn. Þessi vika er búin að vera frekar róleg hjá mér, búin að breyta gestaherberginu í vinnustofu, kaupa mér vinnuborð sem hægt er að leggja saman, ca 180x90cm. Ekki slæmt að geta haft tölvuna á öðrum helmingnum og unnið á hinum helmingjun, búin að koma málningadótinu fyrir og svo er bara að byrja aftur... ýmsar hugmyndir í gangi og ætla að gera smá plan fyrir mig, hvernig ég ætla að skipta vikunni niður hjá mér... þetta er hluti af coaching samningnum mínum - eins gott að standa við þetta!
Það snjóaði í nótt, innan við 10 cm og búið að salta svo mikið að maður rennur næstum í drullunni, göturnar eru gráar af salti og algjört ógeð. Fór í Trader Joe's sem er verslun hér ekki langt frá og það var næstum salt-hálka. Þar kaupir maður hreina vöru og mjög skemmtilegt úrval. Þegar ég kom að kassanum spurði daman mig hvort ég vildi ekki fá kassa undir allar vínflöskurnar :-) ég sagði henni að ég væri labbandi svo það væri betra að raða þeim í innkaupapokana (sem maður fer með með sér). Úff ég vona að þú þurfir ekki að labba langt??? Nei, nei bara í 20-30 mín.... sagði ég bláköld og að ég væri þrælvön þessu :-) Ég var semsagt með 9 vínflöskur, 4 lítra af appelsínusafa, einhverjar krukkur og allt annað sem þarf að kaupa.... þetta var ekki auðvelt verk að labba með þetta heim, en lager sem endist þónokkuð lengi hjá okkur....
Nú er búið að setja Angus nautakjöt í olíu, sveppi, pipar, ólívur, sólþurrkaða tómata, lauk og pipar... mmmmmm verður ekki slæmt. Það er nú ekki oft sem ég elda svona en nauðsynlegt af og til. Maggi borðar oftast heitan mat í hádeginu en ekki ég, hann fór seint í vinnuna í dag svo það var eiginlega bara mjöööög síðbúinn morgunmatur hjá okkur svo þetta verður flott. Gerði líka kartöflusalat því það var allt til í það, margir mánuðir síðan ég gerði svona, allavega ekki síðan ég flutti hingað :-)
Maggi er reyndar ekki kominn heim og kl. að verða 7, svona dragast dagarnir oft og eru langir hjá honum. Ég er búin að vera í hugmyndavinnu í dag og þarf að gefa mér miklu lengri tíma í þetta, það hlýtur þá eitthvað að gerast!!! Er líka búin að þvælast á netinu í leit að listaskólum eða námskeiðum, ætla að sjá hvað kemur út úr því áður en ég tek ákvörðun.... en ég er búin að ákveða að árið 2010 verði GOTT ár hjá mér og það verður það....
Fæ fjarheilun einu sinni í viku hjá henni Sigurlaugu (http://www.kaerleikssamtokin.com/) og það er frábært, erum að vinna í bakinu á mér núna og tekur hún 15 mín. í þetta. Hún vinnur í þessu á morgnana, sem þýðir að ég er steinsofandi hér og vel slök :-) Það var mjög þægileg vellíðunartilfinning í bakinu á mér í morgun þegar ég vaknaði, eins og þegar maður kemur úr heilun eða úr ræktinni og búinn að taka vel á því en líður vel. Ekki slæmt það.

Amma á afmæli í dag og hringdi ég í hana, kerlan er 86 ára og var bara hress þegar ég talaði við hana, hún var enn með gesti í „súkkulaði" eins og hún kallar alltaf kakóið sitt.. sem er reyndar gert úr súkulaði :-) og er alltaf jafn gott hjá henni, hefði nú alveg verið til í að vera þarna og fá rest af jólabakkelsinu og heitt súkkulaði... en bara seinna. Hún á afmæli sama dag og Elvis karlinn Presley og sá ég að hann hefði orðið 75 ára í dag og um 10.000 manns sem ætluðu að mæta á einhverja samkomu... eins gott að amma fékk ekki alla þessa gesti he, he....

Nú ætla ég að kveikja á kassanum og sjá hvort ég næ ekki einhverju skemmtilegu. Annars tókum við áskrift fyrir jól og hefur hún valdið vonbrigðum hér á heimilinu, okkur var sagt að við næðum haug af myndum.... en þarf að borða 5-20 $ fyrir alltof stóran hluta af þeim, næstum að maður geti keypt sér DVD úti í bókabúð fyrir þennan pening... svekk.

Bestu kveðjur og eigið góða helgi.
Magga

Monday, January 4, 2010

Heimilið hálf tómlegt

Já það hefur fækkað um tvo jólasveina hér á heimilinu í dag... Dagný og Aron komin til Boston á leið heim á klakann, áætlað að þau lendi kl. 6:30 í fyrramálið.
Þau voru búin að pakka öllu í gærkvöldi svo töskurnar stóðu bara og biðu eftir þeim þegar þau vöknuðu í morgun - rólegheit og einhver þreyta í mannskapnum :-) enda búið að taka á því síðustu vikurnar...
Við Maggi skutluðum þeim út á völl og skiluðum bílnum í leiðinni, það var nú ekki skemmtileg móttaka á vellinum... þau rétt búin að tékka sig inn þá fór rafmagnið af öllu húsinu, allt stoppaði og tók sennilega 1-2 klst. að koma öllu í gang aftur og komast í gegnum tékkið, heyrði í Dagnýju þegar þau voru að bíða inni (því það var seinkunn á öllum vélum) þá var ekkert vatn og þ.a.l. ekki hægt að sturta niður í WC, get rétt ímyndað mér að þetta hafi verið pínu ógeð! En þetta hafðist og þau komust til Boston, þar bíða þau núna og fara í loftið eftir ca klst (20:35 að USA tíma). Þetta kemur nú ekki endilega á besta tíma svona rafmagnsleysi, sérstaklega fyrir flughrædda... verið að taka á allri öryggisgæslu og svo fer þetta svona.

Góða ferð heim bæði tvö, þið sjáið þetta ekki fyrr en á morgun... en aldrei of seint :-)
kv Magga mamma :-)

Baltimore - síðasti dagurinn í USA

Í gær leigðum við bíl og fórum m.a. til Baltimore, ákváðum að gera eitthvað skemmtilegt síðasta dag Dagnýjar og Arons í USA. Við Maggi byrjuðum á að fara út á flugvöll að sækja bílinn, keyrðum út af vellinum og þá sáum við viðvörunarljós í mælaborðinu og snérum við. Þetta ljós var viðvörun um sprungið (loftlítið) dekk, snérum því við og létu þeir okkur hafa nýan bíl, ekki sniðugt að fara af stað á bíl sem er ekki í lagi, allavega að láta þá redda þessu... Þetta tók ekki nema 3 klst, taka lest, ræða við bílaleiguna og keyra heim... ótrúlega langur tími og algjört met - fáránlegur tími.
Klukkan var því orðin 1 þegar við gátum lagt af stað, keyrðum til Baltimore og skoðuðum höfnina, það var svo kalt, mikill vindur og frost og leið manni eins og í 10-15 gráðu frosti, allir með vettlinga, trefl og húfur grrrrrrrr. Við byrjuðum á að fara uppá 27. hæð og horfa yfir borgina... ekki slæmt útsýni þar.

Flott útsýni...

Ekki beint stutt til Tokyo... það voru tæpar 3000 mílur til Reykavíkur.
Eitthvað verið að spá á 27. hæðinni...
Dagný og Aron fóru á sædýrasafn (http://www.aqua.org/) og tóku með sér myndavélina til að sýna okkur hvort þetta sé þess virði að borga $30 á mann :-) Virtust vera mjög ánægð með þetta og gætum við þá kannski farið þángað einhverntíman seinna!

Smá uppstylling fyrir framan Hard Rock í Baltimore...

Enduðum ferðina í Gaithersburg á sport-pub (sem við Maggi höfum stundum komið við á, á leið okkar heim á mótorhjólinu) og fengum okkur ekta Amerískan hamborgara, þá var keyrt heim og pakkað í töskur, eins gott að það var keyptur auka bakpoki því farangurinn hafði aukist MIKIÐ og taskan því orðin alltof lítil :-) Dagný endurnýjaði aðeins fataskápinn, keypti sér m.a. kápu, pels og allskonar föt sem vantaði....
Þau hljóta að fara að vakna fljótlega og þá skutlum við þeim út á flugvöll og skilum bílaleigubílnum í leiðinni. Eitt er víst að það verður mun tómlegra hér þegar þau eru farin og mun meira pláss líka... þessi íbúð er ekki alveg nógu stór fyrir fjóra aðila nema í einhverja daga.

Þessar tvær vikur voru greinilega mjög fljótar að líða og vona ég að þau hafi haft gaman að þessu, við erum búin að þvælast heilmikið, bæði í borginni og utan við hana og hafa þau því séð ýmislegt... koma kannski aftur seinna???

Takk fyrir komuna Dagný og Aron, það var gaman að hafa ykkur og sennilega öðruvísi jól hjá ykur :-)
Magga

Saturday, January 2, 2010

2010

Ótrúlegt en satt - árið 2010 er það!
Það var tekið á því í gær, byrjuðum á því að skála í rauðvíni í tilefni íslensku áramótanna - svo í kampavíni í tilefni þeirra amerísku... 5 tímum seinna, þá í mjög svo alþjóðlegu partíi hjá Michele og Pete. Þetta var nú bara nokkuð gott kvöld, ca 20-30 manns frá all nokkrum löndum. Það var farið frekar seint að sofa - svona ca 09:30 að ísl. tíma... og reiknið nú.
Dagurinn er búinn að vera frekar rólegur í dag, þau yngri skelltu sér að vísu í hlaupaskóna og hlupu heiman frá okkur niður að Monumentinu, skildist á þeim að þetta væru tæpar 2 mílur, hörkutól. Við eldri röltum bara upp 18. stræti og fengum okkur einn bjór á meðan íslenska lærið mallað í ofninum :-)

Eftir læri, brúnaðar kartöflur (sem Dagný gerði - var að læra :-), baunir og sveppa(rjóma)sósu + heimatilbúinn ís, sitja hér allir afvelta og glápa á kassann, held að það verði ekki gert mikið meira í dag!! Það versta er að það er 21 árs aldurstakmark á börum hér svo Aron og Dagný komast hvergi inn og um helgar er vonlaust að komast hér inn án skilríkja, okkur Magga hefur báðum verið vísað á dyr ef við vorum ekki með skilríkin - þó við séum augljóslega orðin 21.... eða hvað?

Njótið fyrstu daga ársins - þetta verður gott ár
Magga

Gleðilegt ár....
(stal þessari á netinu :-)