Sunday, August 30, 2009

Trumbusláttur

Í dag vaknaði ég snemma og ákvað að skokka í bakaríið á meðan Maggi hraut... keypti handa okkur morgunmatinn og Washington Post. Við settumst á svalirnar góðu með blaðið eftir morgunmatinn og slökuðum vel á í sólinni. Þvílíkt blað, það eru örugglega 6-8 blöð og miklu fleiri auglýsingapésar sem fylgja (á sunnudögum), helmingurinn fer beint í endurvinnslu...

Þá var komið að því að hreyfa sig aðeins, við ákváðum að fara aftur í Rock Creek Park og skoða efri hlutan af garðinum. Í þetta skiptið fórum við á mótorhjólinu til að spara okkur þessa 5-7 km sem við löbbuðum heim síðustu helgi. Þessi hlut garðsins var ekki eins spennandi og hin, en fínt að labba aðeins, ekki það að maður labbi ekki nóg alla hina dagana líka :-)

Í dag ákvað ég að fá mér hjól, það yrði hellings frelsi og eg kæmist hraðar yfir... í bankanum er svæði sem starfsfólk getur auglýst ýmislegt, t.d. þeir sem eru að hætta og flytja og ætlar Maggi að kíkja á hjól fyrir mig

Læt fylgja eina fávitamynd frá því um síðustu helgi... svokölluð sjálfsmynd og maður lítur út eins og alvöru fífl :-)

Við komum við í garðinum á 16. stræti, þar var sama fjörið og um síðust helgi, trumbusláttur og fjör. Maður gat enganvegin verið kyrr og þetta er frábært. Þarna safnast saman flóran hér í borginni, fólk af öllum stærðum og gerðum og í ýmsu ástandi, bara gaman að horfa í kringum sig og fylgjast með fólkinu...

Svona er aðkoman að garðinum - ekki slæmt

Trommur, saxafónn, hringlur, dans og allt þar á milli

Ótrúlegt að fylgjast með þessum trommurum, halda takti og þvílík stemning

Málari á staðnum líka...

Fólk dansaði í takt við tónlistina, þessi fremsti stórnaði og þvílík gleði

Þarna er fólk allsstaðar að og blandast skemmtilega

Þessi gamli var frábær, ég stalst til að taka mynd af honum. Hann skemmti sér svo konunglega og hló svo innilega að það var ekki annað hægt en að hlæja með honum.


Áhorfendurnir voru frá ýmsum löndum.... :-)

Himininn leit ekki eins vel út og það sem var á jörðu niðri... gat alveg eins farið að rigna hvenær sem er, svo við ákváðum að forða okkur heim áður en rigningin myndi gegnbleyta allt okkar dót og okkur með... fórum heim og unnum aðeins, hlóðum niður myndum og ákváðum svo að fara út að borða fyrst ekkert var til heima til að borða... nema þá brauð sem okkur langaði ekki í akúrat núna. Við enduðum á tyrkneskum stað ekki langt frá okkur, mjög góður matur og magadansmeyjar byrjaðar að dansa á palli fyrir ofan, sem var reyndar mjög flott, mun betra en það sem við sáum á arabískum stað í sumar - sem var bara túristaplokk....

Á leiðinni heim sá ég prentsmiðju sem ég hef oft séð áður, ekki stór en mér sýnist hún bjóða uppá það sem mig vantar, yessssss loksins. Ég kíki á þá á morgun sennilega ekki nema 5 mín að labba þangað. Ég get allavega kíkt þangað og séð hvað er í boði, fékk líka smá hugmynd.....

Nú er þá bara að koma sér í bólið, kl. er að verða 12 og við vöknum venjulega kl. 6:30-7...

Í gær fórum við í mat til Finnboga og Sesseliu, þau búa hér ca hálftíma frá okkur og það var mjög gaman, þau eru í allt öðru umverfi en við og völdu þetta vegna skólanna fyrir stelpurnar. Fínasta hús sem þau eru með, góður matur og mjög gaman. Þarna var líka Una, íslensk kona sem er búin að búa þarna í 20 ár, ætlaði bara að fara út í 2 ár...... hún gat sagt okkur ýmislegt og það hjálpar alltaf að fá smá upplýsingar og aðstoð. Eigum vonandi eftir að hitta þau oftar.

Er þá farin í bólið, á morgun er ræktin (í fyrramálið) og svo módelteikning annað kv0ld... fullt af smáverkefnum í viðbót sem örugglega fylla daginn mjög fljótt.

Bestu kveðjur
Magga og Maggi

Saturday, August 29, 2009

Pabbi á afmæli - til hamingju

Í dag á pabbi afmæli, til hamingju með það. Ég er búin að tala við þau í gegnum Skype og óska honum til hamingju, frábært að geta hringt svona. Daddi, Heiða og familía eru búin að bjóða þeim og ömmu í kaffi, pabbi sýndi mér kökuna sem þau ætluðu að taka með sér mmmmmmmmmmm, skúffukakan hennar mömmu... eins gott að Dagný sá þetta ekki, mig langar eiginlega í kökusneið akkúrat núna, er ekki búin að borða morgunmatinn en það eru til frosnar vöfflur sem hægt er að setja í brauðristina... það verður bara að nægja sem afmæliskaffi í dag.

Dagný er að keppa í dag í fótbolta og var búin að lofa pabba sigri í tilefni dagsins.... Völsungsliðið er komið í undanúrslit í sinni deild og verður spennandi að heyra hvernig þeim gengur og þá hvort þær komast upp í þetta sinn, þær eru búnar að vera í undanúrslitum síðustu 3 árin minnir mig... stolt mamma :-) það skiptir mig að sjálfsögðu ekki hvort þær komast upp, skiptir þær sennilega meira máli... bara að Dagný sé heil eftir leiki. Hún tognaði í síðasta leik og verður vonandi ekki meira úr því. Áfram svo stelpur.... gangi ykkur vel.

Læt eina gamla mynd fylgja úr boltanum...

Í gær tók ég íbúðina algjörlega í nefið, ryksugaði allt, út í öll horn og upp við loft og gjörsamlega útrýmdi öllum kvikindum.... köngulærnar verða hissa þegar þær koma til baka að vitja bráðarinnar... það eru engin net eftir, he, he. Það þarf að gera þetta af og til því þó við sjáum ekki öll kvikindin hér þá eru þau lúmsk helvítin.... Ég þvoði síðan allt með nýju moppunni :-) og það gjörsamlega glansaði allt. Úti var rigning, þrumur og eldingar mér til skemmtunar og fínasti undirleikur við þrifin :-)

Ég byrjaði daginn að sjálfsögðu í ræktinni svo klukkan var orðin ansi margt þegar þessi þrif voru búin, ég svitnaði meira og fór því ekki í sturtu fyrr en eftir öll þessi átök. Rúmföt og hlífðardýna voru látin malla í þvottavélinni og ekki veitir af því það er ekki laust við að maður svitni hér af og til!

Á Skjá einum átti að sýna þáttinn „Á allra vörum" í beinni, söfnun til styrktar krabbameinssjúkum börnum og verið að safna fyrir hvíldarheimili. Þátturinn byrjaði kl. 9 að ísl. tíma og þá kl. 5 hér. Ég kveikti á kerti fyrir Jóa bróður, opnaði Skjá einn á netinu og ætlaði að horfa á þáttinn. Ákvað að nota tímann í að mála á meðan, akryllitir og trönur tilbúnar hér í stofunni og þátturinn byrjaði á réttum tíma. Ég kveið aðeins fyrir að horfa því það er alltaf erfitt að hræra í minningum og vissi ég líka að það kæmi mynd af Jóa á skjánum, það var rétt hjá mér þetta var ekki auðvelt og að hlusta á viðtöl við foreldra sem höfðu misst börnin sín eða voru í ferlinu með sínum börnum. Svo voru sýndar myndir af börnum sem höfðu látist úr krabbameini inná milli og það var sorglegt, svo ung mörg og svo óréttlátt. Þegar myndin af Jóa kom, þá sleppti litla hjartað úr einu slagi....

Hér er mynd af bræðrunum, Jóa (tv) og Dadda. Þetta er mynd sem Heiða sendi mér og gaman að eiga hana. Skemmtilegt glott á þeim og flottir saman.

Það var beðið um tillögur frá hlustendum um nafn á hvíldarheimilið, ég ákvað að senda eina... heyrði að það voru bara 5 mín. í að þeir lokuðu fyrir tölvupóstinn svo ég skellti nafninu inn, en ákvað samt að senda smá línu með...

Komið þið öll sæl

Ég er að horfa á þáttinn ykkar á netinu, frá Washington DC.
Þetta er frábært framtak og snertir okkur flest og fagna ég þessu.

Sjálf missti ég bróður minn í baráttunni við þennan sjúkdóm, fyrir 5 árum.
Það starf sem umönnunarfólk og Samtök krabbameinssjúkra barna er að vinna
verður sjaldan metið til fjár, þau eru öll hetjur.

Ég var svo að spjalla við Magga, hann var nýkominn heim og horfðum við aðeins á þetta saman og heyrðum þá Jóhönnu seja að það væri fólk að horfa á þáttinn um allan heim og hér væri bréf frá Margréti Kröyer.... vá mér brá bara.... þetta var lesið upp. Gott að geta gefið aðeins inní söfnunina, þó það séu bara orð... ég gat ekki hringt inn og styrkt þetta, ekki þarf hvíldarheimilið neina grafíska hönnun svo ég lét þetta nægja í þetta skiptið. Ef ég hefði verið á landinu hefði ég verið til í að gefa vinnu mína þó það væri að taka skóflu og moka. Ég kaupi alltaf penna ef verið er að selja og borga happdrættismiða, en fæ sennilega engan í ár fyrst ég er með lögheimil hér úti. En þegar (ekki EF) verður farið að byggja líknardeild á Akureyri, þá mæti ég á svæðið, gef mína vinnu og tek þátt.

Eftir þáttinn var maður eiginlega hálf hrærður, ég þurfti smá knús frá Magga og þetta var erfitt, mamma og pabbi töluðu um þetta líka í dag. Það hrúgast upp minningar og misgóðar, eftir 5 ára baráttu hjá Jóa þá hélt maður alltaf í vonina... en svona fór þetta og maður getur engu breytt, verður að lifa með þessu þó erfitt sé.

Ég harkaði af mér og eldaði okkar „Black Angus" kjöt sem ég var búin að kaupa, við reynum að kaupa lífrænt hér og án hormóna... hræðilegt hvað er farið að gera við matinn hér. Barbara vinkona okkar í South Carolina sagði okkur að það væri farið að bæta svo miklum hormónum í (barna)mjólkina að dótturdóttir hennar sem væri bara 9 ára væri komin með brjóst og henni finndist þetta hræðilegt, ég er sammála því... hvað er að gerast hér og hvað gerist í framtíðinni, veit einhver hvaða áhrif þetta hefur á líkaman til framtíðar... mega börn ekki lengur bara vera börn - en það sem er aðal vandamálið eru sennilega foreldrarnir, að kaupa þetta og gefa börnum sínum, vantar ekki bara fræðslu...?

Í morgunn hringdi síminn kl. 6, úff það var félagi Magga á Íslandi sem er að vinna með honum í verkefni, Maggi sagði að hann mætti hringja í sig hvenær sem er því þeir eru að klára samning sem þarf að senda ekki seinna en í gær".... Maggi hörkutól (morgunhaninn mikli - hömmmmmm) skellti sér framúr, kveikti á tölvunni og byrjaði að vinna... ég vaknaði af og til og heyrði í lyklaborðinu í draumaheimi, bara nokkuð notarlegt :-) Hann skreið aftur uppí kl. 8 eftir tveggja tíma vinnu og sefur því enn.... kl. 13, en ég fer að vekja hann flótlega. Við erum boðin í mat til Finnboga og familíu, tekur okkur einhvern tíma að koma okkur á staðinn og var rætt um að við mættum einhverntíman seinnipartinn og gætum þá setið við sundlaugina og borðað svo. Sólin er eitthvað að glenna sig og kemur vonandi upp... búið að vera dimmt yfir í dag, en það er allt í lagi af og til - nóg er nú af sólinni hér og hitanum....
Það verður þá sennilega rólegt kvöld hjá okkur, veit ekki hvort við röltum eitthvað út eftir að við komum frá þeim, sjáum hvað við verðum lengi.

Í gærkvöldi ákváðum við að rölta upp 18. stræti og fá okkur einn bjór... Maggi var ekki með veskið sitt og þ.a.l. ekki nein skilríki, ég tók litla tösku og var með mitt veski í staðinn. Það eru ömurlega reglur hér og ÞARF að sýna skilríki til að komast inná bari, Maggi gat ekki farið inn skilríkislaus og stoppaður á nokkrum stöðum, er ekki augljóst að hann er örlítið eldri en 21 árs??? maður bara spyr - er ekki hægt að slaka aðeins á?
Á einum staðnum var smá tittur sem bað okkur um skilríki, ég var að hugsa um að spyrja hann um hans skilríki.... hann var varla orðinn 21!! Ég sagði líka á einum staðum að við værum nú eiginlega orðin of gömul fyrir svona kaftæði og labbaði út,. this is DC.......

Jæja ætla ekki að æsa mig yfir þessu, fæ mér kaffi og vek svo herrann...
knús frá mér og eigið góðan dag
Magga

Wednesday, August 26, 2009

Er að verða gildur limur hér í USA

Í dag kom umslag til mín sem innihélt mitt „Social security number", ég er semsagt orðin endanlega löggild hér :-) ætli ég fari ekki að nálgast það að hafa flest réttindi hér :-) nema náttúrulega að vera kani, kjósa og allt hitt :-)
Nú er bara að herða sig í lestrinum, þarf að halda áfram að lesa fyrir bílprófið svo ég hafi það líka.... gaman, gaman.
Ég er komin í samband við stelpu sem heitir Kim, hún er hönnuður og jafnvel með svipaðan grunn og ég, það kemur í ljós í næstu viku þegar við hittumst. Liz í World Bank var búin að segja mér frá henni og sendi okkur mailið hvor hjá annari. Verður gaman að fá smá upplýsingar um markaðinn hér, hún er búin að vinna hér og spurning hvort hún er ekki bara kani??? kemur í ljós.

Ég fór í World Bank (Family Network) í dag og hitti Sally vegna plagatsins endalausa :-) hún er að velta sér endalaust uppúr texta, litum, stærðum og ég veit ekki hvað... hún hefur þá allavega eitthvað að gera á meðan :-) En þetta var bara gaman, við vorum nokkrar sem settumst saman og fórum yfir texta og spjölluðum að sjálfsögðu um hitt og þetta í leiðinni! Það er alltaf gott að koma þangað, maður getur alltaf spurt þær að hinu og þessu og jafnvel fengið góð ráð, þar eru allir tilbúnir að hjálpa öllum - því allir hafa verið í sömu sporum og ég, sumar oft og mörgum sinnum í sínum flutningum um allan heim.

Ég fór í ræktina í morgun og tók bara nokkuð vel á því, enginn einkaþjálfari í dag... hitti hana í fyrramálið og þá í síðasta skipti. Man ekki hvort ég var búin að segja frá því að ég keypti þrjú skipti hjá einkaþjálfara, e.k. kynning og fínt að prófa, en ég ætla ekki að halda þessu áfram, maður er búinn að vera svo oft í ræktinni sjálfur að ég hlýt að ráða við þetta! Bara setja agann á þetta.... Það er yndislegt að rölta þetta, taka 20 mín á göngubrettinu, fara hringinn á tækjunum (hraðhringur sem inniheldur 8 tæki) og ekki bara einn.... heldur þrjá!!! Svo tek ég smá á göngubrettinu í restina, geri magaæfingar og teygi vel á.... þetta er þvílíkt orkuskot!

Ég ætlaði að mála í dag en dagurinn er einfaldlega langt kominn, kl. er að verða 19 og ætla ég að taka til smá mat handa okkur, nóg er til eftir innkaupaferðina góðu!

Maggi var á fundum í dag og nóg að gera hjá honum að undirbúa veturinn, hann verður eitthvað þónokkuð á ferðinni og spennandi að sjá hvernig þetta gengur allt saman. Það er oft erfiðir dagar hjá honum því álagið er mikið, stórar upphæðir sem verið er að ráðstafa og mörg verkefi í undirbúingi. Hann hefur einn yfirmann svo hann þarf að skrifa undir allt og ganga hlutirnir mis hratt.... say no more!

Nú er ég búin að kólna aðeins niður og svitinn aðeins farinn að þorna á manni, ég var gjörsamlega rennandi sveitt þegar ég kom heim, berandi pokana með tölvuna á bakinu og setti vínflöskur í bakpokann líka til að spara handleggina.... en þeir eru sennilega samt farnir að ná niður fyrir hnér, ég get næstum klórað mér undir iljunum án þess að beygja mig... he, he, he. Hitinn núna er 34 gráður svo hann hefr verið þó nokkur í dag, Sally kvartaði m.a.s. undan honum, fólk er endalaust með sína loftkælingu á, heima, í bílnum og í vinnunni. Ég er búin að læra það að það borgar sig að fara með langerma peysu eða blússu með sér í World Bank því það er svo mikill hitamismunur þar og úti að maður kólnar hratt niður og hreinlega næstum kvefast :-)

Fleira var það ekki að sinni, meira síðar :-)
Magga

Monday, August 24, 2009

Strengir...

Er búin að vera alltof löt að pikka eitthvað hér inn, hef greinilega haft nóg að gera!

Á föstudagskvöldið fórum við á jazztónleika vð Mallið, þetta er vikulega frá 17-20:30 og hálfgerð picnic stemming á svæðinu, fólk með nesti, sumir á teppum, aðrir á bekkjum og enn aðrir með lappirnar ofaní tjörn þarna inni í garðinum. Því miður fór að rigna svo þeir hættu að spila snemma. Tónlistin var greinilega ekki aðal atriðið, heldur það að fólk hittist þarna og endar vinnuvikuna á einhverju skemmtilegu. Verðum að fara aftur seinna og reyna að fá einhverja með okkur, koma bara nógu snemma til að fá sæti, það var hreinlega ekki pláss fyrir einn einasta rass í viðbót :-)

Laugardagurinn var slökunardagur út í eitt, það rigndi meira og minna allan daginn og við tókum því bara rólega og rölum svo út í búð og versluðum það sem vantaði.

Sunnudagurinn fór í gönguferð í Rock Creek Park sem er hér innan borgarmarkanna og liggur langt út fyrir borgina, veit ekki hvað langt. En við löbbuðum af okkur lappirnar og voru þetta sennilega 15-20 km. sem við löbbuðum. Enduðum í garði á 16 stræti og var þar þvílíka stemmningin að við endurnrðumst. Það var trumbusláttur og dans eins og hann gerist bestur, stór hópur sem tekur sig saman á sunnudögum og gerir þetta. Þvílíkur taktur í þessu dökka fólki og frábært að fylgjast með. Sólin var farin að lækka og flott birta og mjög gaman að vera þarna, við eigum örugglega eftir að fara þangað aftur.

Í dag er ég búin að prjóna, er að gera smá tilraunir... fór svo niður á I og 12. stræti til að kaupa efni fyrir kvöldið, það er annað kvöldið mitt í módelteikningu. Mig vantaði pappír og eitthvað til að teikna með, pennarnir minir voru allir orðnir þurrir. Í leiðinni kippti ég með mér trönum, gaf Heiðu hans Magga mínar heima enda ekki hægt að flytja svona með sér út... kannski tek ég bara þessar með til baka, hvenær sem það nú verður?

Þegar ég kom heim aftur nokkuð sveitt var aðeins hálftími þangað til ég átti að hitta einkaþjálfarann í ræktinni, hana Kimiru. Hún þrælaði mér út í hálftíma og ég labbaði svo og hljóp á brettinu á eftir og teygði vel á. Það er eins gott að reyna að ná úr sér strengjunum sem maður er búinn að safna í ræktinni og í gönguferðinni góðu... Ég er greinilega ekki vön að vera í lokuðum skóm því ég er aum á tánum og greinilegt að maður er alltaf í opnum sandölum :-) nema ég verði að klippa neglurnar eða fá mér stærri skó :-)
Þá er bara að skella sér í sturtu og koma sér svo í módelteikninguna.

Fann um helgina vinnustofu sem er hér örstutt frá, þar er námskeið í leir, m.a. að renna leir. Ég held samt að ég fari ekki í svoleiðis strax, það er eins gott að einbeita sér að einu í einu og byrja að mála hér heima og prófa endurvinnsluna sem er í hausnum á mér... það er ótrúlegt hvað maður fær af hugmyndum hér...

Meira seinna
Magga

Friday, August 21, 2009

Á fullu í DC...

Hér er allt á blússandi siglingu... ég sótti um Social Security nr. í gær og það gekk bara vel.
Fyrr um morguninn fór ég í fyrsta tíman minn í ræktinni, hitti einkaþjálfara sem tók mig í smá rúnt og hitti hana aftur á mánudaginn. Þetta er hluti af áskrift minni þarna og fæ ég 3 tíma með henni, borga brotabrot af því sem kostar að fá einkaþjálfara, frabær byrjun. Ég var 45 mín. með henni og tók svo 25 mín. á hlaupa/göngubrettinu. Það hentar mér ekki að hlaupa út af hnénu svo ég læt mér nægja að labba og halla brettinu aðeins af og til, til að auka nú aðeins á áreynsluna.

Í gærkvöldi fór ég svo í fyrsta tíman í listaskólanum, þetta er einkaskóli hér í götunni, tekur mig ca 5-7 mín að labba þangað svo það getur ekki orðið betra. Þetta eru opnir tímar, þú mætir með þitt dót og borgar 18 dollara (1.500-2.300 kall :-) eftir því á hvaða gengi maður reiknar... þá eða nú...). Þetta eru tímar þar sem er módel og það er hægt að mála, teikna eða bara hvað sem manni dettur í hug. Ég mætti með teikiblokk, penna og tréliti, það var það eina sem ég gat keypt í bókabúðinni hér nálægt okkur. Ég var eini aðilinn sem mætti á þetta fyrsta kvöld, fyrir utan Oscar sem vinnur þarna og var líka að teikna. Þetta var mjög gaman, bytja aftur aðeins að grúska, enginn kennari svo maður var bara á einkaflippi og gátum spjallað og módelið þaulvant, hún er búin að vinna við þetta í 20 ár... Þetta er venjulega kvöld þar sem fólk mætir með málningu, striga og hvað sem er, mánudagskvöldin eru svo teiknikvöld, þar eru styttri uppstillingar og fólk hefur mætt þarna í langan tíma. Ég er mikið að spá í að mæta þá líka og prófa, sjá hvernig mér líst á þetta. Svo get ég keypt eitthvað magn af tímum og fengið afslátt... sjáum fyrst hvernig gengur... kannski mæti ég með akryllitina eitthvað fimmtudagskvöldið og prófa.

Ég er með hellings strengi í öllum líkamanum og líður eins og spítukarli.... svo ég er að hugsa um að skella mér aðeins á hlaupabrettið í ræktinni á eftir, ég er búin að svitna eins og andskotinn hér í dag því rakinn er mikill (60%) og hitinn var 32 gráður kl. 10, veit ekki hvað hann er mikill núna... en nógu mikill.
Er búin að vera aðeins í endurvinslu í dag, er að prufa að mála á vínflöskupoka (eins og maður fær í ríkinu utanum flöskur) og sé hvað ég geri úr þeim???? Ég fór í hardware búð í gær og keypti litlar dósir af svörtu og hvítu og ætla að prófa mig áfram... semsagt endurvinnsla í DC :-)
Svo sendi ég mail á Hjálmar sendiherra hér, ég frétti það nefnilega í sendiráðinu um daginn að það væri einhver hópur ísl. kvenna sem hittist af og til. Anna konan hans er víst kontakt aðili svo ég var að reyna að fá mailið hjá henni, það væri gaman að hitta svona hóp af og til. Sjáum hvað kemur út úr því.

Maggi notaði tækifærið í gærkvöldi þegar ég var ekki heima og fór einn á hjólinu, hann fílar það eiginlega nokkuð vel...!! Það er allt annað að vera einn en með farþegar segir hann og það er frábært fyrir hann að vera einn því ég er oftast heima þegar hann kemur heim... ennþá :-)
Það er allt að ganga upp hjá honum í vinnunni, ýmis mál sem hann er búinn að vinna í lengi eru að komast á hreint svo það er frábært. Framundan eru nokkrar ferðir í haust, sept, okt, nóv og....?? Það getur vel verið að ég skelli mér með honum til Nevada í byrjun okt. þá er ráðstefna í Reno, „The Biggest Little City in the World" eins og þeir auglýsa sig... sjáum hvað gerist.

Við erum ekki farin að plana helgina almennilega, ákváðum samt að fara ekki í tveggja daga ferð með gistingu, ég nenni því ekki því við erum búin að vera á ferðinni í tvær vikur meira og minna, en það verður samt farin dagsferð, á lau. eða sun. fer eftir veðri og vindum. Seinnipartinn í dag er spáð thunderstorm, svo það er líklegt að blotni vel hér miðað við fyrri rigningar :-)

Ég er búin að komast að því að enskunámskeið í World Bank byrja í lok sept. og er að hugsa um að taka þátt í því, það eru tvennskonar námskeið og um að gera að reyna að kynnast fólki þarna, þetta er aðallega fyrir maka og sennilega business-enskan líka fyrir starfsfólk. Það er mun gáfulegra en að þurfa að ferðast með lest í næsta fylki til að fara í skólann sem mér var bent á í byrjun. Þarna er líka fólk í sömu aðstöðu og ég og á sömu forsendu.

Svo það er ýmislegt í gangi og bara spennandi, ég nenni ómögulega að fara í búðir, er löngu búin að fá ógeð á því og vantar eki meira, nema þá í haust.... eða fyrir veturin, þá þarf heldur betur að dressa sig upp því ég skildi eftir allar úlpur/jakka heima, í Rauða krossinum eða ruslinu, svo ég þarf að endurnýja, tók með mér eina peysu og sennilega einn ermalangan bol.... og hér frystir heldur betur í kringum áramótin! Dagný og Aron eru að spá í að koma um jólin, eigum algjörlega eftir að skipuleggja hvað við gerum, hvort við verðum hér eða förm eitthvað annað?? Það er lengi búinn að vera draumur hjá Magga að vera einhvernsstaðar annarsstaðar um jólin, helst þar sem ekki eru haldin jól!!!! ég held reyndar að Ameríkan sé ekki endilega rétti staðurinn fyrir „jólalaus jól" :-) hér er sennilega allt mjög stórt og OF MIKIÐ eins og svo margt, en við ákveðum þetta allt í sameiningu.... nógur tími.
En það verður rosalega gaman að hitta Dagnýju og hafa hana hjá okkur.

Bestu kveðjur frá DC, er að spá í að skella mér í íþróttaskóna og önnur föt og taka nokkra km. á hlaupabrettinu.... vonandi losna ég við strengina

Magga

Tuesday, August 18, 2009

Nýr litur...

Ég fór í litun og klippingu í dag, bað Apo um að koma með hugmyndir og prófa eitthvað nýtt. Nú er ég aðeins dökkhærðari en venjulega og er bara gaman að prófa það, hann klippti mig aðeins og ætlar að prófa eitthvað meira seinna því það er ekki hægt að gera mikið við mitt stutta hár núna.
Hann setti á mig hettu og plokkaði hárið í gegn, ái - ég hef aldrei prófað þetta áður og þetta er bara helvíti vont, en útlitið kostar sitt :-)

Maggi hefur verið hjá honum nokkrum sinnum en hann sérhæfir sig í kvennaklippingum. Apo er tyrki og mér líst bara nokkuð vel á hann, hann heldur aðeins í gamlar aðferðir og það er bara besta mál því þær eru oft nokuð góðar. Það komu tvær dömur til hans á meðan ég var þarna og er hann greinilega vinsæll hjá þeim. Að vísu var hárið á mér frekar klesst þegar ég labbaði út en eins og venjulega labbar maður í burtu og hrærir í því þegar maður er kominn úr augsýn..

Nú svo sótti ég kortið mitt í World Bank, atvinnuleyfiskortið mitt og get því sótt um hvað sem er fljótlega, ég þarf að hafa augun opin. Næst á dagskrá er að fá nafnið mitt á leigusamninginn okkar og þá get ég sótt um Social Security number og svo sótt um ökuskírteini, þetta er nefnilega pappírsríkið... Ég þarf að taka ökupróf og er með útprentað stuff hér sem ég þarf að lesa, bara vona það besta. Ökuskírteini er SKÍRTEINIÐ hér, maður þarf víst að framvísa því á ýmsum stöðum, m.a. ef beðið er um skírteini á vínveitingastöðum, ég hef einu sinni þurft að sína mitt íslenska, það er 21 árs aldurstakmark :-) ekki það að maður sé svona unglegur!!

Nú er að halda áfram að lesa efnið fyrir ökuprófið, það er sem betur fer bara skriflegt, ég myndi nú sennilega ná því verklega líka... en þarf sem betur fer ekki að taka svoleiðis :-)

Bestu kveðjur úr 35 gráðum, frekar rakt hér og rignir sennilega á eftir. Fínt að ligga uppi í sófa núna og nota sólarlausu dagana í lestur, ekki endilega skemmtilestur.... en þetta þarf maður víst að gera - partur af programmet...

Magga

Monday, August 17, 2009

Atvinnuleyfi

Í dag fékk ég atvinnuleyfi í Bandaríkjunum, fékk allavega tilkynningu en á eftir að sækja skjalið... enginn smá áfangi það. Nú get ég gert það sem mig langar, verið sjálfstæð eða sótt um vinnu. Ég gat t.d. ekki sett imago á vendor-lista hjá World Bank því ég hafði ekki atvinnuleyfi. Bankinn reynir að kaupa vinnu af allskonar fyrirtækjum. Nú er bara að hafa augu og eyru opin og heyra í fólki...
Þetta tók mun styttri tíma en maður þorði að vona, manni var sagt að þetta gæti tekið uppí 4 mánuði, ég er vss um það eru ekki nema 4-6 vikur síðan ég sótti um, undarlegt.
Ég held svei mér þá að það verði kampavín í kvöld, erum búin að geyma eina flösku og höfum verið að bíða eftir tækifæri, nú er það sko komið :-)

Dagurinn í dag er búinn að fara í fullt af smádóti, skipulagi og tiltekt.
Ég er búin að hlaða niður myndunum úr fríinu, voru ekki nema ca 300, er reyndar búin að henda haug, svo tók ég afrit af öllum okkar myndum, verkefnum og allskonar gögnum sem mega alls ekki glatast, aðallega fyrir imago.
Þá er búið að vígja nýju moppua, ég keypti hana rétt áður en við fórum í frí og loksins gat ég þrifið gólfið hér almennilega, frábært. Það gengur oft hægt að finna svona hluti sem manni finnst alveg sjálfsagðir, maður veit einfaldlega ekki alltaf hvar á að leita...

Svo er þvottavélin búin að ganga í allan dag, ég er búin að laga hluti sem voru farnir að bila, svo er búið að brjóta saman haug af þvotti úr ferðinni okkar góðu. Ég er búin að fara í gegnum mailið mitt, senda allskonar mail og reyna að skipuleggja aðeins næstu daga. Semsagt nóg að gera. Manni finnst það nú ekki alltaf stórir hlutir sem maður gerir hér, en þetta tekur allt tíma og svo eru hugmyndir á fullu í hausnum á manni og maður einhvernsstaðar úti á túni :-)

Nú er ég búin að taka til mat handa okkur, allskonar afgangar m.a. úr frysti (tajine) og svo þarf að klára Amish maisinn sem við keyptum í fyrri ferðinni okkar, hann hefur geymst vel í hýðinu inni í ísskáp, veit bara ekki hvenær Maggi kemur heim... fyrsti dagur í vinnu og sennilega nóg að gera. Klukkan er rúml. 7 og ætla ég að klára það sem ég ætlaði að klára í dag og taka því svo rólega í kvöld.
Svo er ég með smá plan á morgun.... sjáum hvernig það gengur upp.

Magga

Fríið á enda

Þá er sumarfríið búið í bili, Maggi fór í vinnuna í morgun og tveggja vikna fríið leið eins og einn dagur... ótrúlega er tíminn fljótur að líða þegar er brjálað að gera og við á ferð um allt.

Við fórum af stað síðasta mánudag (10. ágúst) á afmælisdegi Daníels frænda og keyrðum til Myrtle Beach í South Carolina. Við lögðum af stað kl. 8 um morguninn og vorum komin til Madison og Barböru um kl. 6 um kvöldið. Þetta var hrikalega heitur dagur, sólin bræddi okkur og langir kaflar sem við tókum. Það var hinsvegar nauðsynlegt að kæla sig inná milli því að jakkarnir eru svartir og hjálmarnir þéttir, sem þýðir hrikalegur sviti og vökvatap. Hitinn var 38-40 gráður og vindurinn sem kom á móti manni var stundum eins og úr heitum bakarofni, úff og malbikið hitnaði líka svo það var stundum rosalegt. Við vorum fegin þegar við komumst á leiðarenda, fórum í góða sturtu og þurftum nánast að hengja upp fötin svo þau þornuðu.

Maggi, Madison, Barbara og Magga í morgunmat

Dagarnir hjá Madison og Barböru voru frábærir, við gistum hjá þeim í þrjár nætur og mikið talað og spegúlerað... hugmyndir komu upp og hver veit hvað gerist...? Þau búa í hverfi sem er byggt í kringum golfvöll, þarna er mikið vatn og mikið af slöngum (sáum engar). Hverfið er ekki nógu skemmtilegt, engin þjónusta og ekki nóg um að vera fyrir þau. Þau eru því að spá í að selja og koma sér aftur í menninguna, en hvar.......? þau vita það ekki enn, eitthvað könnuðumst við við þessar vangaveltur :-) Spruning hvort við verðum enn svona eftir 20-30 ár?

Ekki til of mikið af myndum af okkur saman.... svo ég læt þessa fljóta með, Madison tók hana á sólpallinum sínum.


Þetta vatn er í götunni sem Madison og Barbara búa við, ekki slæmt

Lagt af stað út í rigninguna.... (hún var ekki komin þarna, en bjartsýnt fólk á ferð)

Við Maggi fórum einn dag á strönd (þri. 11. ágúst) og grilluðum okkur vandlega, eiginlega of mikið. Næsti dagur (mið. 12. ágúst) var ekki eins bjartur og ætluðum við að nota hann í ferð til Charleston, skoða gamla bæinn og söguna, þetta er víst mjög flottur bær. Við lögðum af stað en lentum í þvílíkri rigningu, það kom veggur á móti okkur og við vorum heppin að það var veitingastaður nálægt sem við þurftum að hanga á í tvo klukkutíma. Þetta var ekki endilega skemmtilegur eða smekklegur staður, bjórinn var OK en umhverfið hræðilegt.

Það rigndi svo rosalega á meðan við vorum þarna að það hrundu bitar úr þakinu og maður var bara heppin að vera ekki á vitlausum stað á vitlausum tíma...

Við gátum lítið annað gert en taka myndir, vökva okkur og lesa á auglýsingaskilti!

Við gerðum tvær tilraunir í viðbót en þurfum að snúa við því það fór alltaf að rigna... svona er að vera á hjóli, hefðum komist á bíl en sennilega ekki getað farið mikið útúr honum vegna bleytu.

Í staðin renndum við meðfram ströndinni og skoðuðum bæi og strendur. Þetta voru miklu minni og skemmtilegri strendur en sú sem við vorum á daginn áður, lítil hús með fram (ekki þessi risa hótel) og allt afslappaðra. Því miður fór að rigna aftur svo við gátum ekki einu sinni sest niður. Það er svo mikil hætta á flóðum þarna að húsin eru öll byggð á staurum og bílskýli undir, mjög skemmtilegt umhverfi.

Á fimmtudeginum (13. ágúst) lögðm við af stað norður. Madison hafði farið út í bakarí og keypt helling af brauði, kleinuhringjum, muffins og öllu svo við borðuðum þennan líka morgunmat í rólegheitunum og vorum send með nesti með okkur. Madison er tæplega sjötugur og Barbara aðeins yngri, þau eru svo ung í sér og Maggi og Madison náðu frábærlega saman og við sem hópur svo þetta var mjög skemmtilegur tími og margt sem við lærðum og annað sem við gátum sagt þeim frá, m.a. Íslandi og fleira. Þau koma einhverntíman til DC og þá höldum við fund nr. 2 :-) Verðum að ræða hugmyndir okkar áfram!

Við keyrðum inní North Carolina og ætluðum að ná ferju frá Cape Island yfir til Okracoke, sem er hluti af eyjaklasa í Outer Banks, meðfram ströndinni, tekur rúma tvo tíma í ferju. Hugmyndin var að gista í eyjunni og halda svo áfram norður daginn eftir.
Ferðin tók mun lengri tíma en við héldum og misstum við af báðum ferjunum.... sú síðasta fór kl. 5. Þvílíkt svekkelsi, það var allt rennandi blautt þarna, greinilega ættarmót moskitoflugna og allar í árásarhug svo við notuðum okkar vopn óspart (spray). Við enduðum með að gista á Moteli þarna, hræðilegt, byrjuðum á að skipta um herbergi því það voru köngulóavefir og mikið líf í loftinu. Við þurfum að borða og það var einn staður þarna, sem tengdist motelinu, hann var jafn hræðilegur. Maturinn var ekki spennandi en rauðvínið fínt :-) Ég svaf ekki nógu vel þessa nótt, þetta var eitthvað svo ógeðslegt. Það var ekkert annað hægt að gera, 30 mílur í næsta stað og ferjan átti að fara kl. 7:30 morguninn eftir.

Við vorum því mjög fegin þegar við fórum uppí ferjuna og lögðum af stað frá landi (fös. 14. ágúst). Það var slatti af fólki sem fór þessa ferð, ferjan full og fólk lá inni í sínum bílum og svaf. Erfitt að sofa á mótorhjólinu svo við fórum upp í setustofuna og spjölluðum við fólk þar. Þetta voru hjón, pabbi hennar og þýskur skiptinemai þeirra. Pabbinn var mjög fróður og sagði okkur frá ýmsu af svæðinu og sýndi okkur margt. Skemmtileg ferð.

Nýja linsan er frábær, hægt að nota hana sem kíki líka... Þarna eru þeir að skoða eyjarnar og það sem á þeim er!

Pelikanar um allt

Þegar við komum að landi í Ocracoke vorum við svekkt yfir að hafa ekki komist þangað daginn áður og gist, þarna var stemmning eins og í Hrísey, notarlegt og ekki stórt, skemmtilegir staðir og hægt að labba um allt. Við skoðuðum okkur um, fengum okkur hádegismat og lögðum í'ann eina ferðina enn. Við þurfum að keyra tugi mílna eftir eyjunni til að komast í aðra ferju yfir á næstu eyju, þetta var smá ævintýri en hefði mátt vera skemmtilegra veður.

Aðeins verið að prófa nýju linsuna...

Gohst Crabs, eins og þessir eru kallaðir, kannski ástæða.... ef þið sjáið hann þá :-)

Þegar við komum að ferjunni var hún að fara, þurfum því að bíða í hálftíma eftir næstu, við röltum því á ströndina og skoðuðum okkur aðeins um, þarna var eitt hús og that's it. Þessi ferjuferð tók 40 mín og vorum við orðin svo þyrst að við fengum okkur einn létt-öl til að hita okkur upp fyrir framhaldið.

Það voru mörg skemmtileg hús á leiðinni... ekki eitt af þessum typisku túristahúsum

Það vor margir skemmtilegir staðir á leiðinni en svo alltof mikið af tilbúnum bæjum og túristadóti þegar við komum norðar, öll hús eins og greinilega byggt upp fyrir brimbrettafólk, veiðidellufólk og sólsjúklinga :-)

Dagarir lengjast alltaf hjá okkur því það er nauðsynlegt að standa aðeins upp af hjólinu og rétta úr bakinu, fá sér vökva og eitthvað að narta. Við vorum því mun seinna á ferðinni en við ætluðum. Það hefði verið skemmtilegast ef við hefðum náð alla leið til Chincoteague í Virginiu, en það tókst ekki. Við fórum yfir Chesapeake Bay Bridge Tunnel (http://www.cbbt.com/index.html), það var þvílíkt mannvirki yfir Chesapeae Bay. Við keyrðum þetta í myrkri og því enn hrikalegra, ég held að þetta hafi verið í heildina 20 mílur, byrjaði á brú, svo göng, þá brú, önnur göng og endaði á brú.... Magnaður útsýnispallur á leiðinni og eiginlega allt hálf hrikalegt, þetta er bara enn eitt ævintýrið hjá okkur og það á hjóli. Maður hefði ekki orðið eins var við hæðir, vinda og allt annað í bíl...
Nú var síðasta nóttin framundan og við ætluðum að reyna að fá einhverja góða gistingu, sérstaklega eftir ógeðið nóttina áður, tókst að lokum en ekki endilega eins við ætluðum okkur - en OK.

Laugardagur (15. ágúst) var kominn og síðasti dagur ferðarinnar runninn upp. Það voru svekktir ferðalangar sem fóru af hótelinu.... morgunmaturinn var hneyksli, ég sagði lobby-dömunni það líka þegar við tékkuðum okkur út. Þarna voru heilu akfeitu bandarísku fjölskyldurnar að úða í sig þvílíku magni af mat, nánast stríðsástand að ná sér í meira.... maður sá mylsnur og ógeð um öll gólf (teppi) og fólk að raða nesti í poka. Við náðum okkur í kaffibolla og forðuðum okkur út í sólina smá stund til að láta þetta róast aðeins. Þegar við komum svo inn og ætluðum að fá okkur, þá var nánast EKKERT eftir nema plastbrauð og leinuhringir, öll áhöld og annað var plast og froðuplast, þvílík mentun og sóun hér sumsstaðar. Við gerðum okkar besta í að borða... komum einhverju af þessu niður. Það verður nú að reikna með mat handa öllum ef hótelið er fullt (fengum síðasta herbergið) og reyna þá að hafa einhvern hemil á þessu liði eða skammta..... þeir síðustu (á laugardagsmorgni) sem vilja aðeins sofa út eru að borga það sama og hinir og því fáraánlegt að fá einhverjar restar.... ég var hundfúl.

En dagurinn reddaðist, við keyrðum áfram í norðum, lentum á frábæru þorpí í Virginiu (Wachapreage), spjölluðum við heimamann á bryggjunni sem ráðlagði okkur að fá okkur soft-crab, sem er ungur krabbi með múka skel og maður át ALLT... ekki slæmt. Stemningin var frábær og við sátum þarna í ca 2 tíma og grilluðum á okkur andlitið og handleggi :-)

Flott svæði á leiðinni til Chincoteague

Komum svo loksins til Chincoteague, kíktum aðeins á ströndina, skelltum okkur í stuttbuxur og minni boli og löbbuðum um, hugmyndin var að gista jafnvel þarna og keyra í rólegheitunum heim.... vonlaust dæmi, þarna var allt troðfullt, frítt inná svæðið og því maður við mann hótel full og við létum okkur hverfa. Þetta var túrista svæði, engin þjónusta eða neitt svo það væri eki hægt að leigja bekki og sólhlífar og því vonlaust að ferðast þangað á hjóli.... ekki tökum við sólhlíf og fleira með okkur þannig :-)

Á leiðinni af svæðinu sáum við bíl á hvolfi og fólk í sjokki, sjúkrabíllinn var á leiðinni svo við stoppuðum ekki, en þetta minnir mann á hvað við höfum verið heppin - við hugsuðum bæði um þetta lengi, þetta hefur áhrif á mann, annar bílstórinn var hágrátandi í einhverju móðursýkiskasti og hinn á hvolfi, úff.

Við stoppuðum á staðnum okkar góða „Big Owl" við Kent Narrow, þar var helling stemmning, fullt af móturhjólaliði, fólki í stuttbuxum, fólki í djammdressi og allir í stuði. Þessi staður er úti á bryggju, mikil fjör, tónlist og dansað svo bryggjaði dúaði vel. Við skelltum í okkur smá vöka og héldum áfram.
Rosalega vorum við fegin að koma heim, hrikaleg umferð, alveg dimmt en þetta gekk bara vel, en hægar en í björtu. Við komum heim um miðnætti og vorum orðin mjög þreytt. Tókum samt upp úr töskunum og sorteruðum óhreina þvottinn, alltaf gott að klára svona því annars liggur þetta bara í töskunum.....

Þetta var góð ferð, skemmtileg en sýndi okkur samt hvað við búum á frábærum stað, matarmenning, fólkið, strandur, landslag og svo margt. Við höfum þetta allt hér í kring og þurfum því ekki að ferðast í marga klukkutíma til að komast á strönd, uppí fjöll eða inní skóg....

Þetta varð að sjálfsögðu miklu lengra en það átti að vera.... var líka vikuferð!
Magga

Driverinn og hjólið góða sem kom okkur alla leið... (tekið á Chincoteague ströndinni)

Sunday, August 9, 2009

Washington-New York-Washington

Þá erum við komin heim aftur eftir 6 daga ferð í norður, komum heim í gærkvöldi og vorum eiginlega búin að fá nóg.

Mánudagur - 3. ágúst.
Við byrjuðum á því að koma aðeins við í Philadelphiu og kíktum inná hótelið sem við vorum búin að bóka fyrir nóttina áður en þurfum að afpata vegna rigningar. Þetta var ekki slæmt hótel og væri gaman að skreppa þangað aftur. Borgin er greinilega á lista túristana, það var allavega nóg af þeim þarna og mikið gert til að þeim leiðist ekki...
Eftir stoppið héldum við áfram til New York, með smá útúrdúr vegna vegamerkinga! Það var ekki endilega skemmtileg ferð inní borgina og yfir til Manhattan, við lentum í þvílíkri caos því við vorum á þeim tíma sem fólkið var á leið heim úr vinnu, fórum í gegnum neðarsjávargöng yfir til Manhatta og það var ekki sniðugt, við vorum eina mótorhjólið og skildum af hverju, mengunin var hræðileg og við aðeins með okkar hjálma, umferðin gekk hrikalega hægt og hitinn orðinn rosalegur þarna inni í göngunum úff.

Við fórum á hótelið okkar á austur Manhattan og skelltum okkur í sturtu, það veitti sko ekki af, sviti og sót :-) Hótelið var OK, ekki stórt herbergi en STÓRT miðað við þau hótel sem við skoðuðum í borginni og vorum sem betur fer búin að bóka þessar tvær nætur.
Við fórum að sjálfsögðu út að rölta strax eftir sturtuna góðu og skoðuðum borgina í myrkri, Times Square er greinilega vinsælt hjá túristunum, þvílíku auglýsingaskiltin og stólar út um allt og stemmningin bara nokkuð góð. Það er spurning hvort fólk man eitthvað hvaða auglýsingar voru þarna... ég man það ekki, þetta var svo yfirgnæfandi að maður varð næstum ruglaður. Við vorum búin að labba svo mikið að lappirnar voru búnar...

Þriðudagur - 4. ágúst.
Eftir góðan nætursvefn fórum við aftur af stað, byrjuðum í Central Park. Þar ákváðum við að prófa að leigja okkur hjól með bilstóra, eiginlega kerru. Þetta var ekki slæmt, hann hjólaði með okkur um hálfan Central Park og sagði okkur ýmislegt og sýndi okkur skemmtilega staði.

Á þessum stað var John Lennon skotinn, verðir og fullt af túristum á svæðinu.
Auðvitað var þetta fínasta túristaplokk en líka atvinnuskapandi, við hvíldum á okkur lappirnar svo það var fínt. Næst var að mæta á fund hjá fyrirtæki sem Maggi er í tengslum við, þeir voru uppi á 27. hæð svo útsýnið var bara nokkuð gott, langt frá því að sjá yfir borgina og margar hæðir eftir upp í þær hæstu.


Ég fékk að taka nokkrar myndir út um gluggan hjá þeim, ekki slæmt að fara i þessa hæð.
Eftir fundinn heldum við för okkar áfram, fórum í hinn endan (suður) Manhattan til að sjá í frelsisstyttuna, kíkja á Wall-street og sjá skemmtilegar byggingar. Báturinn sem sigldi í kringum frelsisstyttuna var hættur að ganga þennan dag og mikið mistur svo það rétt glitti í dömuna. En við sáum allt hitt og barasta fínasta dæmi. Þegar við vorum á svæðinu þar sem tvíburaturnarnir voru, lentum við í heldur óskemmtilegri lífsreynslu. Það var byrjað að rýma svæðið, löggur og bílar út um allt, blikkandi ljós og okkur var alls ekki sama. Það voru engar upplýsingar um hvað var í gangi svo við ákváðum bara að forða okkur yfir á austurhluta Manhattan, fórum í gagnum China-town og Little Italy, fengum okkur að borða þar og löbbuðum alla leið á hótelið, sem er þó nokkuð langt, nánast Manhattan endilangt... en svona er þetta oft hjá okkur, við leggjum af stað og svo ætlum við að labba aðeins lengra og aðeins lengra og taka svo Taxa... en svo er bara svo stutt eftir að það er einfaldast að labba, lappirnar voru búnar upp að hnjám!

Miðvikudagur - 5. ágúst.
Ákváðum við að forða okkur bara úr borginni, tókum Empire State af dagskrá, fyrst maður vissi ekkert hvað var í gangi daginn áður þá fannst okkur ekki endilega spennandi að taka lyftu upp á 80.-100. hæð...
Við keyrðum í gegnum Harlem og villtumst svo ööööörlítið í Bronx, vorum komin alltof langt út frá þeim vegi sem við áttum að taka, ef maður er ekki með kortið á hreinu þá er ekkert grín að keyra þarna, við vorum bara með kort af Manattan og lentum því í þessu bulli. Í Bronx lentum við í því að afturbremsan á hjólinu fór úr sambandi, brotnað bolti.... ekki séns að stoppa í þessari umferða-caos svo við forðuðum okkur bara. Fundum svo verkstæði nokkrum mílum utan við borgina og þar var mótorhjólagaukur sem kunni á þetta allt, átti sjálfur hjól svo hann var ekki lengi að redda þessu. Fólk er alltaf tilbúið að hjálpa, segja frá skemmtilegum leiðum og áhugaverðum stöðum, þessi lumaði á skemmtilegri leið, svo við ákváðum að fara hana, ekki slæmt.
Við fórum því áfram í norður og enduðum í Catskill, ískalt að keyra í fjöllunum og við vorm svo fegin að komast loksins á hótel, vorum ekki búin að panta neitt en lentum á þvílíku lúxus hóteli, herbergi með stofu, stóru baðkeri, arni og svölum út að ánni. Því miður gátum við ekki nýtt okkur þetta allt saman, m.a. nudd og slökun því við ákváðum að halda áfram ferð okkar. Alltof dýrt hótel til að koma seint um kvöld og fara fyrir hádegi næsta dag... en það var því miður lítið annað í boði og komið myrku.

Fimmtudagur - 6. ágúst.
Þá héldum við áfram að keyra í suður meðfram ánni og tókum stefnuna heim á leið, komum meðal annars á mjög skemmtilegt svæði sem er örugglega skírt í höfuðið á mér...



Þetta kvöld enduðum við á hóteli í Hancock rétt við fylkismörkin (Pennsylvaniu), frekar rólegur bær og kalt úti grrrrrrrrrr, fórum því ekki seint að sofa.

Föstudagur - 7. ágúst.
Þessi dagur byrjaði nokkuð vel, fengum okkur typiskan amerískan morgunmat, hrikaleg fita og bras og entist okkur vel. Við rúlluðum inní Pennsylvaniu og keyrðum mjög skemmtilega leið niður með ám og vötnum, mjög fallegt þarna og gaman að sitja aftaná og horfa á umhverfið. Um kvöldið vorum við komin til Selinsgrove, fórum inná veitingastað og keyptum okkur kaffi, fundum bæklinga af staðnum og hótelum og spjölluðum við fólkið við barinn. Þar á meðal voru hjón sem bjuggu þarna, þau þekktu önnur hjón sem voru nýbúin að kapa hótel og mæltu með því, þau keyrðu svo á undan okkur að hótelin. Ákveðið var að við hentum dótinu okkar inn og hittumst svo á bar og fengjum okkur einn bjór. Þetta endaði með að við fórum saman út að borða og mjög skemmtilegt. Þau Phil og Barbara eru með fyrirtæki sem framleiðir lúxus hágæða sólhlífar og garðhúsgögn þarna á svæðinu. Það var mjög gaman að spjalla við þau og hann sagði okkur frá fyrirtækinu og svæðinu. Hann vildi endilega sýna okkur fyrirtækið og Amish svæðið svo við ákváðum að koma til þeirra morguninn eftir og sjá þetta.
Það voru þreyttir ferðalangar sem lögðust í lúxusbaðkerið á þessu fína hóteli og slökuðu vel á zzzzzzzzzz

Laugardagur - 8. ágúst.
Eftir þennan frábæra morgunmat pökkuðum við okkar dóti saman og lögðum af stað til Apple familíunnar (Phil), þetta voru ca 7 mílur sagði hann og var búinn að teikna mjög skemmtilegar leiðbeiningar fyrir okkur :-)
Hann byrjaði á að sýna okur hluta af verksmiðjunni sinni, ekki stór en allt mjög vandað og rosalegur metnaður í öllu. Það var enginn að vinna svo við gátum skoðað skurðarvélar og saumastofuna og allt hitt í rólegheitunum. Þetta er gamlar grænmetisgeymslur (m.a. epla) frá því fjölskyldan var í búskap.
Þá vildi Phil bjóða okkur í skógarferð... á jeppanum sínum, hvað hann heitir er ég nú ekki með á hreinu (svipaður og Willys) en fórhjóladæmi og góður í torfærur... SPENNIÐ BELTIN, það veitir ekki af sagði gaurinn og gaf í. Hann óð upp örmjóar slóðir og inná milli trjáa, yfir læki og þvert upp vegi (slóðir), úff maður, þetta var rosalegt, snarbratt niður en sem betur fer þéttur skógur svo við vorum nokkuð örugg, ég hélt mér í öryggisgrindina í loftinu og eins gott að vera í belti, maður skoppaði í sætinu og hefði sennilega endað með gat á hausnum ef beltin hefðu ekki verið... Phil fílaði þetta í tætlur, hann leit af og til í baksýnisspegilinn (ég var afturí) og sagði við Magga „hún brosir ennþá" og hló rosalega... hann reyndi að sjálfsögðu að gera þetta nógu hrikalegt. Við sáum alveg svakalega fallega staði þarna m.a. litla tjörn inni á milli hárra trjáa þar sem han er að spá í að byggja lítinn bústað, væri ekki slæmt að vera þarna.
Uppi á toppnum á fjallinu (nánast) keyrði Phil uppí endan á veginum og tók svo hrikalega beygju og byrjaði að bakka niður þvílíkan veg að ég hætti nánast að brosa.... nema það hafi þá verið frosið.... hann sagðist ekki keyra niður því það væri ein leið niður og sama leið upp, enda það bratt að ekki væri víst að bíllinn þyldi það áfram.... þetta endaði niður við svo fallegt vatn og tré sem hann vildi sýna okkur. Þetta tré kallaði hann „tré lífsins", þarna skera hjón nöfnin sín í tré og þá á hjónabandið að endast til eilífðar. Hann fór þetta sérstaklega fyrir okkur og vildi að við skröpuðum nafnið okkar í börkinn, það var enginn hnífur með í för svo einhver skafa var látin nægja. Þetta tókst hjá okkur og hann tók mynd af okkur því til sönnunar... það átti að kyssast til að innsigla þetta :-) hann náði nú ekki alveg mómentinu, en við skulum sjá hvort þetta virkar...


Umhverfið þarna var svo magnað að það er enganvegin hægt að lýsa því.

Við stukkum uppí jeppann aftur og héldum áfram, niður í móti og á mun betri vegi. Þegar við vorum að nálgast húsið hans þá kom í ljós að hann hafði rekið bílinn svo harkalega niður (örugglega þó nokkuð oft....) að nokkrir mælar voru hættir að virka í bílnum en við komumst allavega á leiðarenda... hann tók þetta nú ekki mjög nærri sér, ég held að hann hafði haft svo gaman af þessu að einn varahlutur til eða frá hafi ekki skipt hann nokkru einasta máli :-) Phil er mjög fjörugur gaur, sennilega aðeins eldri en Maggi og þeir náðu svo skemmtilega saman að það var yndislegt, „give me five" heyrðist nokkur oft og svo hló hann eins og dimmraddaður björn.

Við kíktum á skrifstofuna hans, hittum Barböru (konu hans) og dóttur hans, hún var nýbúin að gifta sig svo við skoðuðum myndir úr brúðkapinu og svo bæklinga fyrirtækisins og kældum okkur niður með vatni :-)

Næst á dagskrá var Amish túr, Phil kaupir húsgögn af Amish bónda og hefur því tengsl þarna inn. Við keyrðum um sveitina þarna inná milli bóndabæja og sáum ótrúlega hluti, hittum einn bónda á sínu túni og fórum og heimsóttum annan. Þar hittum við börnin hans þrjú, öll klædd eftir þeirra siðum og mjög kurteis og frábær. Við spjöluðum við þau í smá tíma og héldum svo áfram. Phil sagði einmitt við okkur að vonandi áttuðum við okkur á hvað við værum heppin, þetta væru forréttindi að fá að hitta þetta fólk og tala við það. Venjulega lítur fólk undan og talar alls ekki við ókunnuga. Við keyptum mais af þeim og tókum með okkur heim.

Þetta er dagur sem maður á eftir að muna eftir, sennilega í fyrsta og síðasta skipti sem við hittum Amish fólk og þetta ævintýralega fjalla-safari....
Þá var tími til kominn að halda heim á leið, við pökkuðum maisnum vel inní plast og komum honum í töskurnar okkar góðu.
Á leiðinni heim kíktum við aðeins inní Harrisburg og fengum okkur að borða og í höfnina í Baltimore og fengum okkur kók, fundum hvergi kaffihús sem var ekki troðfullt eða með haug af túristum fyrir utan.... horfðum á fólk sigla á allskonar bátum í höfninni, einhver bátaleiga sem gerir það greinilega gott!
Við vorum fegin að koma heim, miklar tafir á leiðinni inní Washington vegna einhvers slyss en þetta tókst að lokum.
Það voru þreyttir ferðalangar sem settu Amis mais í pott og svo undir grillið í ofninum :-) ekki slæmur kvöldmatur plús jú kjöt sem Phil keypti handa okkur, þurrkað reykt köt að hætti heimamanna, minnti aðeins á hangikjöt og mjög fínt. Þetta var semsagt fínasti kvöldmatur og við sofnuðum fljótt og vel þegar við lögðumst á koddann :-)

Sunnudagur - 9. ágúst.
Í dag ætlaði Maggi að vera í Skype sambandi við félaga sinn á Indlandi kl. 8. Ekkert bólaði á Dua og kom svo í ljós að það var rafmagnslaust í hverfin í 10 klst. og við kvörtum ef rafmagnið blikkar aðeins á Íslandi.... Við vorum vöknuð svo við byrjuðum bara á að setja í þvottavélina góðu, hún er búin að malla í allan dag og er enn að. Það er nefnilega hugmyndin að leggja af stað á morgun suður á bóginn, fara í sand, sól og slökun í nokkrar daga. Við reiknum með að koma til baka á laugardaginn.
Það er svo verkefni kvöldsins að pakka öllu niður í töskur og leggja af stað snemma í fyrramálið, áfangastaðurinn er Myrtle Beach í South Carolina fylki. Aksturinn þangað er sennilega 10 klst. og tökum við þetta sennilega á tveimur dögum með smá slökun inná milli. Hitinn þar er ekki eins mikill þar og hér svo við verðum að vona það besta.
Hitinn er búinn að vera nokkuð góður hér í dag, fór hæst uppí rúml. 41 gráður og maður svitnar nokkð vel og frekar fáklæddur hér innanhúss... enda ekki annað hægt.
Ég spallaði aðeins við pabba, mömmu og ömmu í Skype, ekki slæmt að ná þeim öllum í einu. Net-sambandið er ekki alltaf nógu gott svo myndgæðin eru ekki góð, en alltaf gaman að heyra í þeim og fá að sjá þau. Reyndi svo að ná í Dagnýju, alltaf sama sagan þar, hún voða busy og má ekkert vera að því að tala við mömm gömlu... hallóóó Dagný hvar ert þú stelpa :-))))))

Nú er því að halda áfram að þvo og pakka svo allt verði tilbúið fyrir morgundaginn. Við eigum eftir að panta gistingu svo við lendum ekki í sama bullinu og alltaf að eyða tíma í hótelröltið okkar góða...
Hér er faratækið okkar í fullum skrúða, varð að láta það fylgja með, þó það væri nú ekki nema fyrir Magga...

Saturday, August 1, 2009

Big Apple....

Halló allir, við frestuðm ferðinni um einn dag og erum að pakka niður akkúrat núna. Við erum búin að fá hótel í Philadelphiu annað kvöld og förum svo áfram til New York... Big Apple!!! Skoðum okkur þar um og höldum svo áfram....??? allt óráðið, en það er líka allt í lagi.

Við skoðuðum veðurspána og að lítur betur út fyrir norðan okkur en sunnan, svo við ákváðum að fara þangað fyrst, tökum svo 1-3 daga heima og höldum svo í suður... Roserio og Pam eru með strandhús í Charleston, South Carolina og eru búin að bjóða okkur að koma, sjáum hvernig alt fer. Svo erum við líka með heimboð hjá fasteignasala sem við hittum á hóteli hér í DC. Það voru þrír bræður sem voru hér að heimsækja mömmu sína sem var veik, þeir voru frábærir og voru þrælamal og miklu fleira rætt, þeir eru sem sagt dökkir... einn þeirra var mjög viðkvæmur fyrir uppruna sínum. Sá elsti er semsagt búinn að bjóða okkur að vera hjá sér og sinni fjölskyldu ef við höldum suðr á bóginn.... Hann er búinn að vera í mail- og Skypesambandi við Magga svo það er allt að gerast....

Jæja fer að pakka, heyrumst eftir viku...... það er allt óráðið hjá okkur hvað við verðum lengi, reiknum samt með að koma til baka fö/lau????
kv Magga