Sunday, February 28, 2010

Ööööörfá sunnudagsorð :-)

Tíminn líður og ég er búin að vera hrikalega löt hér inni. Er búin að vera á fundum út af verkefnum sem ég er að taka fyrir WBFN og held að þetta sé að verða ÁGÆTT þar, þarf sennilega að segja stop og hætta þessu. Þegar maður er hættur að hafa ánægju af því að vinna verkefni sem maður fær ekki borgað fyrir... þá er eins gott að hætta því.

Við fórum á mótorhjólið hans Magg aí fyrsta skipti í dag og var ískalt þegar við vorum komin af stað, ég hefði átt að bæta snjóbuxunum utanyfir en gleymdi þeim grrrrrrrrr
Við þurftum að ýta hjólinu upp um tvær hæðir í bílageymslunni - úff og láta renna í gang því það hefur staðið svo lengi óhreyft. En ekki klikkaði það og fór í gang í annari tilraun...

Spurning hvort ég verð duglegri hér næstu daga - kemur í ljós. Það eru ýmsar hugmyndir í gangi og segi ég meira síðar...

kv Magga

Thursday, February 18, 2010

Af hverju líður tíminn svona hratt?

Þetta er ótrúlegt, kominn 18. feb. og mánuðurinn rétt byrjaður!
Ég hef verið hrikalega löt að blogga og hef hreinlega enga afsökun... Það var frí á mánudaginn í vinnunni hjá Magga og tókum við virkilega rólegan dag. Á þriðjudaginn hoppaði ég uppí lest til Alexandriu og skráði mig á málunarnámskeið sem byrjar (því miður) ekki fyrr en í apríl, það er annað í silkiprentun og fleiri aðferðum sem mér finnst virkilega spennandi... sé til. Svo mætti ég á kynningarfund hjá Taproot Foundation, ætla að taka þátt í smá sjálfboðaverkefni þar, þarf að skoða heimasíðuna þeirra betur til að sjá hvað er í gangi, hverskonar verkefni eru að fara af stað - bara nokkuð spennandi. Þarna eru valdir inn aðilar með sérþekkingu og vinna fyrir góðgerðasamtök (hópa) og gefa 5 klst á viku í að vinna markaðsefni sem þessi samtök hefðu annars ekki efni á. Á bakvið þetta fyrirtæki eru stórir aðilar eins og Microsoft, flugfélög og fleiri. Svo er ég búin að vera að vinna í verkefni fyrir WBFN sem ég hefði átt að vera búin að klára.... en búin að ýta á undan mér því ég einfaldlega nenni ekki að vinna þetta, held ég ætti smátt og smátt að koma mér útúr þessu.
Í dag var ég á fullu að vinna í þessu helv... verkefni, fór svo ég í klippingu, hádegismat til Michele og hittum við svo hóp í Bethesta...
á morgun er fundur með Tedd og þurfum við að ræða framhaldið eða EKKI framhald... hef einhverjar efasemdir um okkar framhald og hvort ég VIL fara út í þetta hönnunarsamstarf.... kemur allt í ljós, eins gott að vera bara hreinskilin.

Verð að setja inn mynd af mér á hjólinu hans Rogerio :-) Fórum til hans á mánudagskvöldið, horfðum á Brasilíska Carnivalið í beinni (smá stund - hann er þaðan og frábært að fá útskýringar á því hvernig þetta gengur fyrir sig...) og fékk ég að prófa hjólið, tekið á litlu vélina svo myndigæðin hefðu getað verið betri... fórum í bílakjallarann og þar var hjólið, ég er að spá í að taka námskeið í mars og taka prófið - sjáum svo til með framhaldið... mótorhjól eða vespa????????

kv Magga

Þetta gekk bara nokkuð vel.... :-)

Monday, February 15, 2010

Frábær sunnudagur

Í gær var Valentínusardagur, við erum jú í USA svo við ákváðum að gefa hvort öðru smá pakka í tilefn dagsins.. við vorum bara nokkuð góð bæði í valinu :-) Ég er algjörlega á móti þessum degi á Íslandi því þetta er svooo amerískt og að sjálfsögðu dagur verslunar- og veitingahúsaeigenda!!! Við eigum líka okkar konu- og bóndadag því ekki að nota þá? En hinsvegar máttum við þetta HÉR :-)
Við ákváðum að gera eitthvað skemmtilegt, gott veður og því tilvalið að fara út. Enduðum í Alexandriu, mig langaði svo að skoða Art Center sem er þarna í höfninni og sá sko ekki eftir því, opnar vinnustofur hjá fólki og gaman að rölta um þessar þrjár hæðir. Þetta minnir aðeins á Korpúlfsstaði heima, samt opnara og allir með sölu. Þetta er opið almeningi alltaf. Ég komst að því að skólinn sem mig langar í er í sama húsi, frábært.. ætla að kíkja þangað á morgun (frídagur í dag) og spjalla við liðið. Maggi var nú frábær, eftir að hafa labbað um og skoðað verk margra aðila kom hann með þessa snilldar setningu „Þú ættir nú bara heima hérna, þínar myndir eru nú miklu betri en margt hér..."
Við töluðum aðeins við eina sem var með vinnustofu á neðstu hæðinni, hafði líka verið í þessum skóla og þar sem ég var með bæklinginn frá skólanum bað ég hana að pikka út nokkur námskeið fyrir mig sem væri góð, ekki málið.... hún merkti við nokkur og þá aðallega kennarana sem hún fílaði. Hún er að mála myndir sem eru í samskonar stíl og mínar, eitthvað sem ég fílaði þarna... Hún er aritekt og fannst því frábært að fara á þessi námskeið til að brjótast út úr kassanu, færi líka fínt fyrir mig... líka að læra meira. Maður getur endalaust lært og því ekki að nota þetta tækifæri hér.

Á laugardaginn hitti ég Tedd kl. 11 og við bulluðum til kl. 3.... ég var algjörlega orðin tóm eftir þetta. Ég sýndi honum mína möppu og hann mér sína, við hittumst á skrifstofunni hans og erum að skoða hvort við gætum unnið saman.... nú er bara að hugsa og lesa aðeins smá það sem ég er með hérna.... og hittumst við svo í vikuni og höldum áfram. Hann er með mikla reynslu í samskiptum og hefur rekið fyrirtæki í mörg ár og svakalegt tengslanet, hann langar að taka meira af hönnunarverkefnum og þar kemur okkar samstarf inn. Sjáum hvað kemur út úr þessu, ég þarf líka að hugsa hvort þetta er eitthvað sem sem ég VIL gera, hann hefur áhuga og þarf á mér að halda....
N´er semsagt mánudagur og enn einn frídagurinn hér „Presidents' Day" sem er fæðingardagur George Washington (Skoðaði á Wikipedia), þessi dagur er haldinn 3ja mánudag í feb og það sem er ótrúlegast er að það sé nú þegar kominn þriðji mánudagurin í feb, hann er rétt að byrja.... hrikalega líður þetta hratt.
Í dag ætla ég að lesa betur í bæklingnum mínum um skólann (The Art League / www.theartleague.org) og fleiri atriði sem þarf að klára hér. Maggi svaf út :-) og er að skríða á fætur núna... sjáum hvað við gerum meira af okkur í dag, það var spáð snjókomu hér í dag, þremur tommum... vona að það standist ekki því gatan okkar var loksin rudd í gær, viku eftir snjóinn mikla....

Meira seinna, hafið það gott
Magga

Wednesday, February 10, 2010

Þetta er að verða ágætt...

Hér snjóar enn og allt gjörsamlega lamað. Við horfðum á CNN áðan og það er útgöngubann í Boston, hvar endar þetta????
Það er ekkert að virka hérna, ruðningstæki hafa ekki farið um okkar götu enn og gangstéttar mokaðar af íbúum og þ.a.l. mismunandi vel gert, því er fólk labbandi á götum og núna er blindbylur og sést varla á milli húsa. Maggi er heima því World Bank er lokaður og sennilega fáir á ferð, fólk sem býr utan við miðborgina kemst sennilega hvergi og ekki allir sem hafa verslun nálægt. Við erum heppin því það er ein hér rétt hjá okkur, veit svosem ekki hvort hún er opin.
Nýjustu fréttir eru þær að það gæti komið annað eins veður í næstu viku..... svo má þetta bara hætta mín vegna, þessi borg ræður engan vegin við þetta. Ég hef ekki enn komist í enskutíma sem áttu að byrja í feb, það var einn tími þegar ég var á ferðalagi og svo ekki söguna meir, Michele enskukennari er að bilast, við höfum verið í sambandi og hún er hér mikið ofar á Wisconsine Ave og því engin leið að hittast og hún hangir heima. Ég held að þetta fari ekki vel með marga :-(
Ég var að hugsa um það í morgun hvar útigangsfólkið sé núna, það lifa nú ekki margir af svona veður sofandi úti, vona að allir hafi komist í skjól og það hafi verið hugsað fyrir þessu.

Við erum allavega inni í hlýjunni og held ég að dagurinn verði nokkuð rólegur hjá okkur, tók fram penslana áðan og ætla að dúlla mér í að mála í dag.

Meira seinna, vonandi ekki fleiri snjófréttir - er búin að fá nóg af þessu...
Magga


Tekið af svölunum áðan - ekta íslenskt veður, veit að vísu ekki hvort þetta sést nógu vel á mynd?

Það er nánast ekkert skyggni og þvílíkar fréttir í sjónvarpinu - það er gjörsamlega allt að fara á hliðina hér :-)

Monday, February 8, 2010

Fór í bíó...

Já við Michele skelltum okkur í bíó í dag, sáum AVATAR (http://www.avatarmovie.com/index.html) og vissi hvorug okkar við hverju var að búast. En allar þessar tilnefningar hlutu nú að vera þess virði að kíkja. Myndin var auðvitað ekki alveg í mínum stíl en frábærar tæknibrellur og ótrúlegt hvernig þeim tókst að koma þessum mannverum í mynd... Þessi mynd, plús allar auglýsingar, tóku 3 klst. Kanarnir eru snillingar að setja inn trilljón auglýsingar í myndir (í byrjun hér). Ef maður horfir á mynd í sjónvarpinu þá er 90 mín. mynd allt uppí 2,5-3 klst... endalaus auglýsingahlé og algjörlega óþolandi, veit ekki af hverju maður er að borga fyrir þetta, BARA pirrandi.

Bíóið er í Friendship Heights sem er ca 5 lestarstöðvum frá. Ég þurfti að byrja á að bíða eftir lestinni í ca 15 mín. og svo á leiðinni heim beið ég í næstum hálftíma því allt kerfið er í rugli í dag, bara keyrt um stöðvarnar sem eru neðanjarðar en ekki þær sem fara uppí dagsbirtuna, greinilega of mikill snjór :-) En við skelltum okkur inní verslun sem er þarna og heitir World Market, eiginlega mjög skemmtileg verslun með vörur frá öllum heimshornum og mjög flott búsáhöld... ég lét nú ekkert freistast en sakar ekki að láta sig dreyma, á örugglega eftir að fara þangað aftur :-)

Þegar ég loksins komst uppá yfirborðið eftir lestarferðina skellti ég mér í Trader Joe's sem er smá útúrdúr en vantaði ýmsilegt hér, Maggi er hvort eð er alltaf að vinna svo lengi að enginn saknar mín heima... kom heim rétt fyrir kl. 7, dagurinn var semsagt mjög stuttur... Nú er ég búin að græja matinn og plana morgundaginn, sjáum hvað mér tekst að standa við það plan...

Meira seinna
Magga

Nokkrar myndir fylgja frá í gær...
(það á að vera hægt að klikka á myndirnar til að gera þær stærri)

Einhverjir búnir að leika sér...

Fullt af trjám brotnuðu undan snjóþunganum

Smá ruðningar nálægt Hvíta húsinu...

Þeir eru flottir þessir og algjörleg óhræddir

Það hefur enginn setið á þessum bekkjum nýlega :-)

Þessi var með flottan snjó feld...

...og þessi virðist ekki hafa verið notaður mikið!

Saturday, February 6, 2010

DC í (snjó)myndum


Svona lítur út fyrir utan húsið hjá okkur, einhver fyrirmyndar leigjandi búinn að moka!!!

Þessi er tekin úti á horni hjá okkur, fólk labbandi úti á götum og nánast engin bílaumferð. Sumir sniðugir komnir á skíði...

Þessi hefur greinilega ekki verið notuð í dag :-)

Trén eru að sligast undan þunganum...

...og bílar á kafi

Þetta tré þoldi greinilega ekki allan þennan þunga

Flott á S Street NW!

Það er ótrúlega mikið af flottum gömlum húsum hér í nágrenninu

Næstum jóla-jóla :-)

Komin flott birta frá götuljósum svo það er næstum eins og kvöldsólin sé að glenna sig

Þetta tré kom svo flott út á dökkum grunni...

Ekki langt frá okkur (Connecticut Ave), fólk úti á götum og ekki einn einasti bíll sjáanlegur!!!

Fleiri en ég með myndavél.... og myndefnið sést á næstu mynd :-)

Sniðug þessi í forgrunninum.
Hinsvegar hef ég ekki hugmynd um hvað hinir gaukarnir voru að gera þarna með blikkandi ljós. Það var ekki eldur, ekki slys og ekki neinn fluttur í sjúkrabílinn!!!! Svo stóðu þeir þarna á miðri götunni og hlógu... hef grun um að löggubíllinn hafi verið fastur - sel það ekki dýrara en ég keypti það :-)

Sjáið þið hvað er búið að moka vel tröppurnar....?
Hver ætli hafi gert það :-)
Þetta er semsagt flottasta húsið í götunni...

DC á kafi

Það byrjaði að snjóa hér í gær, átti að byrja um hádegi og stóðst nokkuð vel hjá þeim. World Bank ákvað að loka svo yrði ekki öngþveiti á leið heim og búið að spá leiðindar veðri. Flestir eru á sumardekkjum og mjög margir frá snjólausum löndum og því enganvegin vant að keyra í snjó.
Þegar ég vaknaði í morgun var gjörsamlega allt á kafi, allavega miðað við DC, ca hálfur meter af snjó og örugglega meira sumsstaðar. Þetta er þungur snjór og tré í garðinum brotið, garðhúsið þeirra niðri er fallið saman og sennilega einhver blóm brotin þar inni.
Ég skellti mér í jakka, húfu og há leðurstígvél og byrjaði að moka framan við hús, trén voru svo þung að ég varð að byrja að hrista af þeim því maður komst varla undir þau og ekki hægt að labba framhjá húsinu (á gangstéttinni). En þar sem maður er nú vanur ýmsu þá lét ég mig bara hafa þetta. Er búin að moka stéttina, troppurnar og gangstéttina fyrir framan húsið. Þvílíkur fyrirmyndar íbúi :-) Húseigendurnir eru ekki heima svo þau sleppa í þetta skiptið en það er spurning hvort ætti ekki að hafa samband við þau til að fá aðilann sem fylgist með húsinu til að kíka á garðinn, nema við bjóðumst til að gera þetta. En til að komast í garðinn þarf að fara í gegnum þeirra íbúð og moka sig út... sjáum til :-) Bílar nágrannanna eru á kafi og verða sennilega ekki hreyfðir í dag, ekki er búið að fara yfir götuna með ruðningstæki því þeir reyna sennilega að halda aðal æðunum opnum, en mín vegna er það OK...

Nú er bara eitt í stöðunni, skella sér í sturtu því ég er rennsveitt og svo er maður að verða svangur eftir þessi átök. Kl. er 11:30 og minn maður enn sofandi, kannski ágætt að ræsa hann - eða bara láta hann sofa í dag!!! gæti örugglega sofið í 15 tíma ef ekkert truflar hann og jafnvel lengur. Hann er búinn að vinna eins og vitleysingur síðustu vikur og svo allir þessir fundir í ferðinni. Í gær fór hann í Bankann og vann í nora tíma, var mjög rólegt þar heyrðist mér og gott fyrir hann að fá frið til að vinna.
Við borðuðum íslenskan lax í gær sem ég fékk í Whole Foods. Ég hef aldrei lent í annari eins biðröð, tók örugglega rúman hálftíma, það var búið að spá þessu veðri og allir að fylla sína skápa af mat eins og ætti að loka í mánuð... ótrúlegt. En hinsvegar erum við í miðborginni þar sem ekki margir eru á bíl og stutt að labba svo það er nú örugglega ekki eins mikil panik hér. Í gær sáum við í TV að hillur voru tómar í samskonar verslun í úthverfum. Í kvöld á svo að prófa nýsálenskt lambakjöt...
Það verður sennilega eitthvað innhangs, á eftir að vinna í skattamálum og ætlum við að fara í okkar skattframtöl sem eru einföld í ár og líka fyrir imago. Hreiðar sem hefur séð um bókhald imago síðustu ár dó í haust og þar var sko örkubókari á ferð, sjáum hvað við getum gert?

Er að horfa á TV akkúrat núna, segja frá að það sé 70cm snjór, lestar og rútur stopp og allt lamað hér. Rafmagnsleysi sumsstaðar og erum við greinilega heppin, með rafmagn og þurfum ekki að fara neitt á bíl - enda eigum við engan :-) og það á eftir að snjóa og snjóa til 10 í kvöld og ekkert flug...

Ekki meira í bili svo einhverjir komist nú yfir að lesa þetta :-)
Kveðja úr snjónum
Magga

Costa Rica - ferðasaga 3

Þá er það síðasta landið sem við fórum til, lentum í Costa Rica 31. janúar, seinnipartinn, í San Jose höfuðborginni. Það var eitthvað annað að keyra frá flugvellinum þarna en í Nicaragua, mjög snyrtilegt.
Þetta er ríkasta landið af þeim sem við heimsóttum, skólar og heilbrigðiskerfi er ókeypis og mikið um ferðamannaiðnað. Ég keypti mér bók um mið-Ameríku áður en við fórum og það var ýmislegt skemmtilegt og áhugavert sem maður fann þar. Það sem líka er áberandi er að handverk þeirra er ekki eins einkennandi eins og í hinum, meira mix af öllu og allt mjög evrópskt inná milli.
Vinnudagarnir voru styttri hjá Magga en hinum tveimur löndunum og gátum við því farið aðeins saman út, fyrsta kvöldið leituðum við að veitingastað en fundum ekki... enduðum inni á bensínstöð og tókum þaðan leigubíl niður í miðborgina. Við skildum ekkert hvað var um að vera í kringum bensínstöðina, endalausar rútur, fólk syngjandi, veifandi fánum og mikil gleði. Við vorum viss um það hefði verið fótboltaleikur þangað til okkur var sagt að forsetinn hefði haldið ræðu á torgi nálægt því kosningar eru framundan... þvílík múgæsing! Við enduðum svo með leigubíl niður í miðbæ og fengum okkur að borða á innlendum veitingastað með hefðbundin Costa Rica mat og mjög skemmtilega fram borinn, á bananablöðum og mjög gott.

Daginn eftir fór ég í supermarkað sem var hinumegin við götuna og keypti allskonar innlent nammi fyrir Magga til að fara með handa vinnufélögunum, húðaðar kaffibaunir, sykraðar fíkur og margt annað skemmtilegt og auðvitað eitthvað handa okkur líka. Ég keypti líka kaffi í öllum löndunum... handa okkur :-) Svo tók ég leigubíl niður í miðborgina, leigubílstjórinn bað mig að fylgjast sérstaklega vel með töskunni minni, þarna væri mikið um þjófnað og ég var líka búin að lesa um þetta og viðbúin. Ég rölti þar um, þvílíkt líf og allskonar verslanir og sölumenn um allt. Fór á handverksmarkað sem var með allskonar dót sem fólk er að búa til og margt skemmtilegt þar. Keypti litla útskorna skjaldböku sem hægt er að opna og geyma smáhluti í, gaman að eiga einn minjagrip þaðan. Þessi gamla kona var svo skemmtileg að ég ákvað að kaupa hjá henni :-) Þá var bara að stökkva í leigubíl á hótelið, það tók smá tíma að finna út hvar hótelið væri, eða öllu heldur að bílstjórinn kannaðaist við það.... það kom í ljós að þetta hótel er búið að skipta svo oft um nafn að allir eru orðnir ruglaðir :-) Við keyrðum eftir aðal götunni og þar er þeirra aðal (central) markaður, hann sagði mér að þangað ætti ég EKKI að fara. Ef hvít húð sæist þarna, myndavél og dýrir skartgripir þýddi það $$$$$ í augum Kólombíumanna og gæti farið illa!!!! Ég sagði Fernando frá þessu um kvöldið þegar við fórum út að borða (hann er þaðan) og hann brosti bara :-)
Það var EKKERT legið í sólbaði frekar en í hinum löndunum.... en síðasta daginn var Maggi laus um hádegi og ákváðum við að taka leigubíl (ódýrara en að leigja bíl) niður á strönd. Mjög skemmtileg leið sem var farin í gegnum fjöllin, samt örugglega ekki flottasta leiðin því þetta var hraðbraut og örugglega til flott fjallaleið, en flott samt.

Bílstjórinn okkar stoppaði á nokkrum stöðum til að sýna okkur áhugaverða staði m.a. krókódíla, myndi nú ekki vilja synda nálægt þeim! Svo fengum við okkur að borða á strandveitingastað með útsýni út á Kyrrahafið og fengum að vita að þarna yrði heimsmeistaramót brimbrettafólks í sumar. Það hlýtur að vera magnað þarna, núna í febrúar var hrikalegur hiti og getur maður því ímyndað sér að það sé góð molla þarna á sumrin...
Á annari strönd hentum við okkur í sjóinn, ég var ekki alveg nógu snögg í eina ölduna og drakk einhverja lítra af sjó :-) augu, eyru og nef full af sjó og sandi - úff algjört ógeð :-) en þetta var gaman og í trjánum við ströndina voru villtir páfagaukar sem eru óneitanlega hrikalega flottir, Maggi elti þá með myndavélina og náði einhverjum myndum. Það voru svo þreyttir en ánægðir ferðamenn sem komu inná hótel um kvöldið. Við vorum vel húðuð af salti og sundfötin okkar löðrandi í svörtum sandi - og við líka :-)

Daginn eftir var svo flugið okkar kl. 8:30 og þurfti því að vakna kl. 5... tókst bara nokkuð vel hjá okkur og vorum við búin að pakka kvöldið áður svo við vorum tilbúin þegar bíllinn lagði af stað frá hótelinu. Flugum yfir Kúbu (flott ofanfrá) og millilentum í Miami, sem mér finnst einhvernvegin ekki spennandi svæði. Allt flatt, mikið af vatni og það sem maður sér úr lofti eru endalaus hús sem eru öll eins (grúbbur) og svo golfvöllur við hverja þyrpingu. En OK ef menn fara bara til að spila golf þá er þetta OK..... ekki fyrir mig :-)

Þá er bara að láta myndirnar tala.....
Magga

Þessa varð ég bara að láta fylgja því það var svo flott birtan í fluginu til Costa Rica...

Og hér er það höfuðborgin (San Jose) ofanfrá, allavega hluti af henni

„Þjóðleikhús" San Jose borgar, alveg í miðborginni við aðal torgið

Ein mynd til að sýna göturnar í miðborginni. Það var rosaleg caos í umferðinni (ekki á þessari mynd), rútur í tugatali og þvílík mengun, þrengstu göturnar voru eiginlega ekki að höndla þetta... en fólk keyrði bara ákveðið, tillitssemi einhver og allir komust áfram.

Hér er þeirra aðal torg, mikið af leigubílum og fólk að slaka á. Sóparinn fremst á myndinni er búinn að standa þarna lengi.... enda mótaður í eitthvað endingargott efni :-) en flottur...

Útsýnið af 10. hæð hótelsins, þar sem við fengum herbergi eftir að hafa kvartað undan frekar óskemmtilegu herbergi á 3. hæð, say no more.
Litirnir í trjánum voru hrikalega flottir og skýin virtust hanga í fjöllunum seinnipartinn og á kvöldin var maður alltaf vissum að færi að rigna... en það gerðist aldrei

Hér erum við á leiðinni niður á strönd

Þetta voru engin smá flykki sem lágu þarna í drullunni. Þeir voru nú frekar latir en ég er ekk viss um að þeir myndu slaka svona á ef maður myndi synda til þeirra :-) þeir stærstu myndu sennilega ná mér í einum góðum bila

Þá erum við komin að Kyrrahafinu, hrikalega fallegt þarna og enganvegin hægt að sýna það á myndum. Góður hiti, afslappað andrúmsloft og væri ég alveg til í að fara þangað aftur. En það er greinilegt að túristar koma þarna af og til.... verið að byggja þvílíku hótelin og sagði bílstjórinn okkur að það væru til 8 stjörnu hótel (í landinu) sem kostuðu ca $800 nóttin (og reiknið nú) og kemur sennilega ekki á óvart að Hollywood liðið kúrir þarna af og til.

Maggi að njóta útsýnisins...

Og þarna er ég að koma út af veitingastaðnum á ströndinni

Geggjað svæði - ekki satt?

Þarna er einn páfagaukurinn, það var ekk auðvelt að ná þeim á mynd því þeir voru í öllum trjám og mjög átt uppi. En það fór hinsvegar ekki á milli mála hvar þeir voru, hávaði og svo hentu þeir allavega drasli niður...

Svo náðist einn á flugi...

Miami úr lofti - heillar mig einhvernvegin ekki!

Friday, February 5, 2010

Nicaragua - ferðasaga 2

Áfram héldum við til Nicaragua 27. jan. Það munaði miklu á hitanum í Guatemala og Nicaragua, vorum komin í ca 35 gráður en samt smá vindur til að kæla okkur niður :-) en hinsvegar venst maður þessu fljótt. Við vorum á algjöru lúxushóteli í Managua (höfuðborginni) en ef maður fór eitthvað útfyrir var maður kominn í algjöra fátækt. Þegar við keyrðum frá flugvellinum í okkar leigubílum, var maður ekki viss hvort þetta væri grín... það var sikksakkað á milli húsa í þröngum götum, börn betlandi inná milli bílanna og fólk alsstaðar. Húsin voru þannig að maður myndi sennilega ekki setja þarna inn kindur, ótrúlegt.
Maggi var mikið á fundum en ég fórum svo í eina vettvangsferð með þeim uppí fjöll til að skoða jarðhita orkuver, mjög gaman að sjá meira af landinu.

Ég spurði á hótelinu hvort þau væru með einhverjar ferðir og hvort einhver annar aðili væri þarna og hefði áhuga á að fara... og jú þarna var stelpa frá Rúmeníu sem er með manni sínum á hótelinu í 5 vikur, úff. Hann tekur þátt í sameiningu banka og er að vinna þarna alla daga... Við Andriana fórum semsagt saman í skoðunarferð um Managua (höfuðborgina). Fengum leigubílstjóra frá hótelinu til að keyra með okkur um, skoðuðum kirkju, torg, vötn og margt fleira. Borgin er ekki mjög spennandi enda rústaði jarðskjálfti 90% borgarinnar 1972. Það er mikið verk framundan og finnst manni ótrúlegt að ekki hafi meira verið gert eftir allan þennan tíma. Ca 60% landsmanna eru undir 30 ára og mjög algengt að foreldrar komi börnum sínum í fóstur hjá fjölskyldu sinni og fari úr landi að vinna til að geta kostað menntun barna sinna, hræðilegt ástand.
Daginn eftir fór ég svo með öðrum bílstjóra til að skoða út fyrir borgina, við fórum að skoða Masaya (eldfjall), Apoya sem er mjög flott vatn eða gamall gígur og svo til Granada sem er fyrrverandi höfuðborg Nicaragua og fór hún ekki eins illa út úr jarðskjálftanum, mikið meira búið að gera þarna og viðhalda. Þar keypti ég mér m.a. hengirúm á markaði... af gamalli krúttlegri, lítilli konu (handmade).
Ég gerði nánast ekkert af því að liggja í sólbaði en tók þeim mun meira af myndum... því Maggi gat ekki farið með mér í þessar ferðir svo ég myndaði allt í bak og fyrir. Til hvers líka að liggja í sólbaði þegar maður er að fara í frost og snjó aftur :-) þetta hverfur af manni eftir nokkra daga.

Hér koma semsagt nokkrar myndir, brotabrot af því sem við tókum :-)
kv Magga


Að sjálfsögðu byrjar þetta á fjallamynd - tekin úr vélinni fyrir fjallageitina...

Managua séð ofanfrá

Nýja dómkirkjan þeirra í Managua, hin eyðilagðist í jarðskjálftanum 1972 eins og flest annað í borginni

Þarna er höfundurinn fyrir utan dómkirkjuna

Við Maggi fórum á þennan veitingastað uppi á fjalli með útsýni yfir borgina, mjööööög svo rómantískur staður. En hinsvegar leist okkur mátulega á leiðina. Fyrst upp úr borginni, svo allskonar villur og hallir og svo BARA myrkur og mjó slóð - svo allt í einu kom þetta hús í ljós. Þessi ferð tók rúmer 20 mín. með leigubíl en var svo sannarlega þess virði

Þá er ég komin að Masaya eldfjallinu, eða virka gígnum....

Magnað dæmi. Litir, umhverfi og lyktin alveg eins og á Íslandinu góða...

Ég skokkaði upp þessar tæplega 200 tröppur...

...og hitti þar amerískar stelpur sem tóku mynd af mér því til sönnunar :-)

Apoyo var næsti viðkomustaður, rosalega fallegt þarna og hægt að leigja hús og bát þarna við vatnið... kannski seinna!!!

Enduðum svo í Granada. Þar er búið að gera mikið upp og mjög afslappað andrúmsloft. Þetta er turninn á Dómkirkjunni þeirra

Götumynd frá Granada

Stoppuðum aðeins við Nicaragua vatnið, sem er að landamærum Nicaragua og Costa Rica. Það er svo stórt að það er ekki möguleiki að sjá enda á milli. Í þessu vatni eru einu hákarlarnir sem synda í ósöltum sjó, hvítir gaurar...

Þá erum við lögð af stað í vettvangs ferðina með World Bank hópnum og Jim hjá jarðhitafyrirtækinu í Nicaragua

Virkt eldfjall sem við keyrðum framhjá, man enganvegin hvað það heitir...

Þarna er hópurinn: Jim (hjá jarðhitafyrirtækinu), Fernandi, Jessica, Xau og Maggi til í slaginn

Ég tók endalausar myndir fyrir þau til að þau gætu notað í skýrslur og fleira... veit að enginn nennir að skoða þær :-) læt þessa því bara fylgja...

Ég held að Maggi vilji senda mig í verkfræði því hjálmurinn fari mér svo vel :-) Segir að það rífi enginn kjaft við mig með hjálm - ég ætti kannski að hafa einn hér heima he, he, he....

Smá röramynd uppá grín...

Þetta var mjög fyndið.... Maggi fór á fund í Managua og sá þá plagat uppá vegg sem ég hafði hannað.... en svo rákumst við á þennan gám með sama logi - sem ÉG hannaði :-) heimurinn er lítill...

Jarðhitasérfræðingur á vettvangi...

Hérna bjó svo fólk, mjög nálgt holunum. Þetta fólk græði á að hafa þetta fyrirtæki og framkvæmdir, m.a. vegi, vatn og fleira

Sorglegt.
Það er svo algengt að sjá unga krakka berfætta, skítuga, reykjandi eða sniffandi uppúr gosflöskum og í allskonar ástandi :-(