Þá er það síðasta landið sem við fórum til, lentum í Costa Rica 31. janúar, seinnipartinn, í San Jose höfuðborginni. Það var eitthvað annað að keyra frá flugvellinum þarna en í Nicaragua, mjög snyrtilegt.
Þetta er ríkasta landið af þeim sem við heimsóttum, skólar og heilbrigðiskerfi er ókeypis og mikið um ferðamannaiðnað. Ég keypti mér bók um mið-Ameríku áður en við fórum og það var ýmislegt skemmtilegt og áhugavert sem maður fann þar. Það sem líka er áberandi er að handverk þeirra er ekki eins einkennandi eins og í hinum, meira mix af öllu og allt mjög evrópskt inná milli.
Vinnudagarnir voru styttri hjá Magga en hinum tveimur löndunum og gátum við því farið aðeins saman út, fyrsta kvöldið leituðum við að veitingastað en fundum ekki... enduðum inni á bensínstöð og tókum þaðan leigubíl niður í miðborgina. Við skildum ekkert hvað var um að vera í kringum bensínstöðina, endalausar rútur, fólk syngjandi, veifandi fánum og mikil gleði. Við vorum viss um það hefði verið fótboltaleikur þangað til okkur var sagt að forsetinn hefði haldið ræðu á torgi nálægt því kosningar eru framundan... þvílík múgæsing! Við enduðum svo með leigubíl niður í miðbæ og fengum okkur að borða á innlendum veitingastað með hefðbundin Costa Rica mat og mjög skemmtilega fram borinn, á bananablöðum og mjög gott.
Daginn eftir fór ég í supermarkað sem var hinumegin við götuna og keypti allskonar innlent nammi fyrir Magga til að fara með handa vinnufélögunum, húðaðar kaffibaunir, sykraðar fíkur og margt annað skemmtilegt og auðvitað eitthvað handa okkur líka. Ég keypti líka kaffi í öllum löndunum... handa okkur :-) Svo tók ég leigubíl niður í miðborgina, leigubílstjórinn bað mig að fylgjast sérstaklega vel með töskunni minni, þarna væri mikið um þjófnað og ég var líka búin að lesa um þetta og viðbúin. Ég rölti þar um, þvílíkt líf og allskonar verslanir og sölumenn um allt. Fór á handverksmarkað sem var með allskonar dót sem fólk er að búa til og margt skemmtilegt þar. Keypti litla útskorna skjaldböku sem hægt er að opna og geyma smáhluti í, gaman að eiga einn minjagrip þaðan. Þessi gamla kona var svo skemmtileg að ég ákvað að kaupa hjá henni :-) Þá var bara að stökkva í leigubíl á hótelið, það tók smá tíma að finna út hvar hótelið væri, eða öllu heldur að bílstjórinn kannaðaist við það.... það kom í ljós að þetta hótel er búið að skipta svo oft um nafn að allir eru orðnir ruglaðir :-) Við keyrðum eftir aðal götunni og þar er þeirra aðal (central) markaður, hann sagði mér að þangað ætti ég EKKI að fara. Ef hvít húð sæist þarna, myndavél og dýrir skartgripir þýddi það $$$$$ í augum Kólombíumanna og gæti farið illa!!!! Ég sagði Fernando frá þessu um kvöldið þegar við fórum út að borða (hann er þaðan) og hann brosti bara :-)
Það var EKKERT legið í sólbaði frekar en í hinum löndunum.... en síðasta daginn var Maggi laus um hádegi og ákváðum við að taka leigubíl (ódýrara en að leigja bíl) niður á strönd. Mjög skemmtileg leið sem var farin í gegnum fjöllin, samt örugglega ekki flottasta leiðin því þetta var hraðbraut og örugglega til flott fjallaleið, en flott samt.
Bílstjórinn okkar stoppaði á nokkrum stöðum til að sýna okkur áhugaverða staði m.a. krókódíla, myndi nú ekki vilja synda nálægt þeim! Svo fengum við okkur að borða á strandveitingastað með útsýni út á Kyrrahafið og fengum að vita að þarna yrði heimsmeistaramót brimbrettafólks í sumar. Það hlýtur að vera magnað þarna, núna í febrúar var hrikalegur hiti og getur maður því ímyndað sér að það sé góð molla þarna á sumrin...
Á annari strönd hentum við okkur í sjóinn, ég var ekki alveg nógu snögg í eina ölduna og drakk einhverja lítra af sjó :-) augu, eyru og nef full af sjó og sandi - úff algjört ógeð :-) en þetta var gaman og í trjánum við ströndina voru villtir páfagaukar sem eru óneitanlega hrikalega flottir, Maggi elti þá með myndavélina og náði einhverjum myndum. Það voru svo þreyttir en ánægðir ferðamenn sem komu inná hótel um kvöldið. Við vorum vel húðuð af salti og sundfötin okkar löðrandi í svörtum sandi - og við líka :-)
Daginn eftir var svo flugið okkar kl. 8:30 og þurfti því að vakna kl. 5... tókst bara nokkuð vel hjá okkur og vorum við búin að pakka kvöldið áður svo við vorum tilbúin þegar bíllinn lagði af stað frá hótelinu. Flugum yfir Kúbu (flott ofanfrá) og millilentum í Miami, sem mér finnst einhvernvegin ekki spennandi svæði. Allt flatt, mikið af vatni og það sem maður sér úr lofti eru endalaus hús sem eru öll eins (grúbbur) og svo golfvöllur við hverja þyrpingu. En OK ef menn fara bara til að spila golf þá er þetta OK..... ekki fyrir mig :-)
Þá er bara að láta myndirnar tala.....
Magga
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgjlIHhOGPJwYnrEO38GzdctYeo_vBZTNhTBNb9xXCcdtybYOdbowWQ3eacFNGXkDoIcsmajSOzMByHr4zZv81Ahyphenhyphen5-VhYJWoCQW7FDEGPIobGIKskp54Wi-LfEiy3YB77JkK8TvJ5pKXZv/s400/DSC01812.jpg)
Þessa varð ég bara að láta fylgja því það var svo flott birtan í fluginu til Costa Rica...
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgFQXaEKTGshOS-iXDJbggz3k1m6GtYTA3N3eWKwYlRZY4VE7_b8V8HLPOru79rXvXBru8VH0yO1M2q8iwRAHJafE8kH3vUWX91gVSxOZL4BJMmfPIyt4HzR8UHq3nl1JRMJ8D2qS5IozKK/s400/DSC01815.jpg)
Og hér er það höfuðborgin (San Jose) ofanfrá, allavega hluti af henni
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEg6ndt_GzTc7NU2pbhiUUz7rxBWrubUBvUxpfo9hHmOqlvMyC18vZYnV2r9rsllu1iKdg0I11rEE8ucPzi9jqzmz8FEpAWQvOOQ7B3XDV9eeESn1nrQCqTlumQrnwn2QE-BqAezt_E2aNRg/s400/IMG_3619.jpg)
„Þjóðleikhús" San Jose borgar, alveg í miðborginni við aðal torgið
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjK2JDpTw8YdYdassd5zRSoI2n7o64Q73wu93UotDDykyRTnvHubBiki-LHtJ7Zl15wQxSYal9GoXYu4iOM7stAK5U_U1S_IBr_eSJWeNT0AvUakXmyTlSa1MlSh3j19GV0tun_mxaAjFzw/s400/IMG_3620.jpg)
Ein mynd til að sýna göturnar í miðborginni. Það var rosaleg caos í umferðinni (ekki á þessari mynd), rútur í tugatali og þvílík mengun, þrengstu göturnar voru eiginlega ekki að höndla þetta... en fólk keyrði bara ákveðið, tillitssemi einhver og allir komust áfram.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjs7kVG4wyHXPsSDugFHU2ovsHw1JF_qajc5VdkZ42tX1lSDJoOcgWedszQahbIcAxQIxT85oZhcFYiOi565qRudcvYDk5Gkgh2IqD7XH0E94XYRlcWgluaQiG3Zi9B4Qo9oDXwLgUiMHMr/s400/IMG_3624.jpg)
Hér er þeirra aðal torg, mikið af leigubílum og fólk að slaka á. Sóparinn fremst á myndinni er búinn að standa þarna lengi.... enda mótaður í eitthvað endingargott efni :-) en flottur...
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhlEms9FmT9lSWcbHsTWc915dok29x8QEMHVYdc_iyxZOAtWAjAAHgzkvhYWGBGcu0jAbnxZxmKK8KWzht3seGBFNw_v3XM8AjJBHSppjRXAV8gHCnKlgvr4zFB_6ON1xUPm4FFhLGgM03W/s400/DSC01817.jpg)
Útsýnið af 10. hæð hótelsins, þar sem við fengum herbergi eftir að hafa kvartað undan frekar óskemmtilegu herbergi á 3. hæð, say no more.
Litirnir í trjánum voru hrikalega flottir og skýin virtust hanga í fjöllunum seinnipartinn og á kvöldin var maður alltaf vissum að færi að rigna... en það gerðist aldrei
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEh0aMNVvnQIr8-YXO5eEM4uY70-AAmWWb5AaMHo3TSZpSejA6NcZW4HQEENzzf-54jF59XyRm_C0Ngik7f-WNnPFiGtzpopXxDJPANuGJqefP8okGn6GOeuCa5fmhP5ysPD8SWUs1o8f969/s400/DSC01828.jpg)
Hér erum við á leiðinni niður á strönd
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjlyJJR_bOl8Sc4a6cJmsmSmmEc0tIJkxsMWJVV3vawhJrCtLP2FxrKHoQenXzNe1oFPC4DcrYhYJ0-hrP67o2rPaD0qA6q3BBnCH6aeG1fVG4Nzqckh0HX_o3fkOSco7D5bAz0DqPM94vg/s400/DSC01833.jpg)
Þetta voru engin smá flykki sem lágu þarna í drullunni. Þeir voru nú frekar latir en ég er ekk viss um að þeir myndu slaka svona á ef maður myndi synda til þeirra :-) þeir stærstu myndu sennilega ná mér í einum góðum bila
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEh83MpXNq-lX4YdlNfKKOHTRwy5MFvKpPH4dI29iLvrEexP2oc7Z_O1oEFYkRgm4x_ODf_ifP4G__gDXLFUcSPeL1HmeuzJigaq75XtVjn2UwX2cLu5-Ky79vcthLvtWzPMVcuWcMkpvhPO/s400/DSC01836.jpg)
Þá erum við komin að Kyrrahafinu, hrikalega fallegt þarna og enganvegin hægt að sýna það á myndum. Góður hiti, afslappað andrúmsloft og væri ég alveg til í að fara þangað aftur. En það er greinilegt að túristar koma þarna af og til.... verið að byggja þvílíku hótelin og sagði bílstjórinn okkur að það væru til 8 stjörnu hótel (í landinu) sem kostuðu ca $800 nóttin (og reiknið nú) og kemur sennilega ekki á óvart að Hollywood liðið kúrir þarna af og til.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhyeJKhxCMv2__t4TAWWbqk4cohjv6iN7mJZyvlx7tjLYrcGHWqTUhbBJH9RneES2Q6cd3nJOFXOzTNe0Qe9dfuRBa8UL_Ew_PkLx1MsYmI2n6oBE3h0lp_VLXdlWY2SI9gzegcWqalc14D/s400/DSC01837.jpg)
Maggi að njóta útsýnisins...
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEh9KH-xwTYHJQcBgRmUrDs0sXbL1h3SXqTqxKfsb2dlwuLKZfXI6od1zn3yHOcRx2Ix4Ld_cajHAXUwR6T0xBQ1uWLUF_VYAYBvD3e7D3Ci1CBMeysO9GmyANd8VIQBJRCu09BUrD7Qr8Ya/s400/DSC01843.jpg)
Og þarna er ég að koma út af veitingastaðnum á ströndinni
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgimRiJsGFsuZ9ikeRC0iNF7CDm2C0TzkZzxtStzG9VXUb7T4btg4myt_-Odlf1PVLM3z3FUk4avtKdoLhfnKmyBd4hJJB_MPuAox8xlXaqDOf-oOlvyxqe2D2WkUFO2K5jU0xN_FUnAXY5/s400/DSC01846.jpg)
Geggjað svæði - ekki satt?
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEg8Nsszjh8nrFOj-5CJNFHZGQ9Sd_AAu9amNXVLKPnpDHqCjOlfpomZ7S06ErApVJyCORmxhmxsGP1mK2kzIP9h5foPgDUtsI-t_oEcMt_GU-Z2d8Cv3Miep_QHrnYnfp4GZvG748IzF5GP/s400/DSC01851.jpg)
Þarna er einn páfagaukurinn, það var ekk auðvelt að ná þeim á mynd því þeir voru í öllum trjám og mjög átt uppi. En það fór hinsvegar ekki á milli mála hvar þeir voru, hávaði og svo hentu þeir allavega drasli niður...
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgDGBofRjSFi-zwsN1Pwfh7HgVp65TShSQ89hAdMZp-DYYGU7qGuZzqfa58ZschwiCOi3WXrAK17iEnuOZe3LO9N8sD5G1QzqsGOjyr5xZQMJYkCrUV1pvVaq6SupEsS0fmfmGUjcysFo_A/s400/DSC01856.jpg)
Svo náðist einn á flugi...
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEj6rrre6dn4Wm_tFaAeMB3se4B8GghHTMzjB_gwZcZIJQbjMrWgufsOA90mtXHuviea04RZpkpLFZT_RXz-3jHniESmPHYPsLQ5bvK0eNhf_VyczFf-r6jMQLMZ9n0D7Hxa2cG2KYE_-PNz/s400/DSC01867.JPG)
Miami úr lofti - heillar mig einhvernvegin ekki!